„Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 20:00 Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. Stafrænt kynferðisofbeldi er þegar einhvern birtir, dreifir, geymir eða hótar að dreifa texta og/eða myndefni þar sem manneskja er sýnd nakin eða á kynferðislegan hátt gegn vilja hennar en María hefur framkvæmt rannsókn og greint mál og dóma sem hafa komið á borð Íslenska réttarkerfisins. Á málþingi sem fram fór í dag benti hún á að lagabreytingar séu nauðsynlegar. „Hluti af því sem ég legg til í dag eru bæði úrbætur á löggjöfinni en líka stefnumótandi aðgerðir. í því felst fyrst og fremst fræðsla og forvarnir. Mikilvægt að gæta þess að það sé ekki bara gagnvart börnum eða ungu fólki. Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk,“ segir hún. Hún segir að við séum ekki samanburðarhæf við þau lönd sem við viljum gjarnar miða okkur við, eins og staðan er í dag. „Þegar maður horfir á regluverkið í öðrum löndum, sérstaklega þessum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, þá hefur á síðustu árum verið gripið til lagasetningar til þess að bregðast við svona brotum. Þegar maður ber saman íslensku ákvæðin sem hafa verið notuð og sér að það er líka óskýr dómaframkvæmd, ber það saman við þessi ákvæði sem eru erlendis og hafa verið sett undanfarið þá stöndumst við ekki samanburð,“ bendir hún á.Bæta þarf þjálfun og verkferla Hún leggur til heildstæða nálgun á málaflokkinn og segir ákall eftir því. Hún leggur til nýtt ákvæði um myndrænt kynferðisofbeldi sem er 199. grein almennra hegningarlaga, breytingu á 2. málsgrein 83. Greinar sakamálalaga og að rannsóknar úrræði verði tryggð og endurskoðun á ákvæðum hegningarlaga um friðhelgi einkalífs. Einnig þurfi stefnumótandi aðgerðir á borð við aldursmiðaða fræðslu og forvarnir, aðstoð við þolendur fari í markvissan farveg og úrbætur á meðferð mála í réttarvörslukerfinu verði skoðað. „Sem hluti af rannsókninni þá hef ég tekið viðtöl við lögreglufólk og ákærendur. Til að fá skynjun á hvernig þetta er að virka í framkvæmd, ekki bara horft á lögfræðina. Það er alveg ljóst að það er ákall innan úr kerfinu að fá betri fræðslu, þjálfun og bæta verkferla. Svo þetta er ekki bara mín tilfinning og ekki bara rannsóknirnar heldur líka raddirnar innan úr kerfinu sem kalla á þetta,“ segir hún. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. Stafrænt kynferðisofbeldi er þegar einhvern birtir, dreifir, geymir eða hótar að dreifa texta og/eða myndefni þar sem manneskja er sýnd nakin eða á kynferðislegan hátt gegn vilja hennar en María hefur framkvæmt rannsókn og greint mál og dóma sem hafa komið á borð Íslenska réttarkerfisins. Á málþingi sem fram fór í dag benti hún á að lagabreytingar séu nauðsynlegar. „Hluti af því sem ég legg til í dag eru bæði úrbætur á löggjöfinni en líka stefnumótandi aðgerðir. í því felst fyrst og fremst fræðsla og forvarnir. Mikilvægt að gæta þess að það sé ekki bara gagnvart börnum eða ungu fólki. Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk,“ segir hún. Hún segir að við séum ekki samanburðarhæf við þau lönd sem við viljum gjarnar miða okkur við, eins og staðan er í dag. „Þegar maður horfir á regluverkið í öðrum löndum, sérstaklega þessum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, þá hefur á síðustu árum verið gripið til lagasetningar til þess að bregðast við svona brotum. Þegar maður ber saman íslensku ákvæðin sem hafa verið notuð og sér að það er líka óskýr dómaframkvæmd, ber það saman við þessi ákvæði sem eru erlendis og hafa verið sett undanfarið þá stöndumst við ekki samanburð,“ bendir hún á.Bæta þarf þjálfun og verkferla Hún leggur til heildstæða nálgun á málaflokkinn og segir ákall eftir því. Hún leggur til nýtt ákvæði um myndrænt kynferðisofbeldi sem er 199. grein almennra hegningarlaga, breytingu á 2. málsgrein 83. Greinar sakamálalaga og að rannsóknar úrræði verði tryggð og endurskoðun á ákvæðum hegningarlaga um friðhelgi einkalífs. Einnig þurfi stefnumótandi aðgerðir á borð við aldursmiðaða fræðslu og forvarnir, aðstoð við þolendur fari í markvissan farveg og úrbætur á meðferð mála í réttarvörslukerfinu verði skoðað. „Sem hluti af rannsókninni þá hef ég tekið viðtöl við lögreglufólk og ákærendur. Til að fá skynjun á hvernig þetta er að virka í framkvæmd, ekki bara horft á lögfræðina. Það er alveg ljóst að það er ákall innan úr kerfinu að fá betri fræðslu, þjálfun og bæta verkferla. Svo þetta er ekki bara mín tilfinning og ekki bara rannsóknirnar heldur líka raddirnar innan úr kerfinu sem kalla á þetta,“ segir hún.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira