Jón eða séra Jóna Haukur Örn Birgisson skrifar 19. febrúar 2019 07:00 „Kynbundinn launamunur reyndist hins vegar vera 4,3% þegar greining var gerð á öllu úrtakinu,“ segir í glænýju svari forsætisráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar þingmanns um stöðuna á kynbundnum launamun innan stjórnarráðsins, þ.e. á meðal starfsmanna ráðuneytanna. Oftar en ekki rata upplýsingar um svona gróft og ástæðulaust kynjamisrétti í fjölmiðla og er haldið á lofti með háværum kröfum verkalýðsforystunnar, femínista og stjórnmálamanna um tafarlausar úrbætur. Að þessu sinni kvað við annan tón. Það voru engin mótmæli og enginn sá ástæðu til að senda frá sér ályktun eða tjá sig við fjölmiðla, a.m.k. ekki svo ég hafi orðið þess var. Ætli ástæða þess hafi verið sú að launamunurinn var starfskonum ráðuneytanna í hag? Þær voru nefnilega með hærri laun en karlarnir. Kannski felst minna óréttlæti í því. Ég leyfi mér reyndar að efast um að nokkurt einasta fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag ákveði viljandi að greiða konu lægri laun heldur en karlmanni fyrir sömu vinnuna – nú eða öfugt. Enginn hefur slíkan ásetning og ég hef aldrei heyrt nokkra manneskju nafngreinda í því samhengi. Næg ættu samt dæmin að vera, miðað við umræðuna. Á launamuninum eru nefnilega aðrar skýringar en kynferði en í vandaðri skýrslu velferðarráðuneytisins „Launamunur karla og kvenna“, frá því í maí 2015, sögðu skýrsluhöfundar að þeir gætu „ekki með vissu ályktað að sá óskýrði launamunur sem hér hefur verið metinn sé eingöngu vegna kynferðis“. Hverju sem þessu líður þá treysti ég því að karlkyns starfsmönnum stjórnarráðsins verði sýndur skilningur þegar þeir ákveða að leggja niður störf í dag kl. 15:39 til að vekja athygli á þessu gargandi óréttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Jafnréttismál Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 24.01.2026 Halldór SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
„Kynbundinn launamunur reyndist hins vegar vera 4,3% þegar greining var gerð á öllu úrtakinu,“ segir í glænýju svari forsætisráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar þingmanns um stöðuna á kynbundnum launamun innan stjórnarráðsins, þ.e. á meðal starfsmanna ráðuneytanna. Oftar en ekki rata upplýsingar um svona gróft og ástæðulaust kynjamisrétti í fjölmiðla og er haldið á lofti með háværum kröfum verkalýðsforystunnar, femínista og stjórnmálamanna um tafarlausar úrbætur. Að þessu sinni kvað við annan tón. Það voru engin mótmæli og enginn sá ástæðu til að senda frá sér ályktun eða tjá sig við fjölmiðla, a.m.k. ekki svo ég hafi orðið þess var. Ætli ástæða þess hafi verið sú að launamunurinn var starfskonum ráðuneytanna í hag? Þær voru nefnilega með hærri laun en karlarnir. Kannski felst minna óréttlæti í því. Ég leyfi mér reyndar að efast um að nokkurt einasta fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag ákveði viljandi að greiða konu lægri laun heldur en karlmanni fyrir sömu vinnuna – nú eða öfugt. Enginn hefur slíkan ásetning og ég hef aldrei heyrt nokkra manneskju nafngreinda í því samhengi. Næg ættu samt dæmin að vera, miðað við umræðuna. Á launamuninum eru nefnilega aðrar skýringar en kynferði en í vandaðri skýrslu velferðarráðuneytisins „Launamunur karla og kvenna“, frá því í maí 2015, sögðu skýrsluhöfundar að þeir gætu „ekki með vissu ályktað að sá óskýrði launamunur sem hér hefur verið metinn sé eingöngu vegna kynferðis“. Hverju sem þessu líður þá treysti ég því að karlkyns starfsmönnum stjórnarráðsins verði sýndur skilningur þegar þeir ákveða að leggja niður störf í dag kl. 15:39 til að vekja athygli á þessu gargandi óréttlæti.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun