Hristum upp í vinnutímamódelinu Þórir Garðarsson skrifar 1. febrúar 2019 08:45 Sífellt er gerð meiri krafa um þjónustu stóran hluta sólarhringsins. Þjónustustörfum hefur fjölgað verulega. Viðmið kjarasamninga um dagvinnutíma hafa hins vegar ekki breyst. Fyrir vikið er skekkja í launasambandi vinnuveitenda og þeirra sem starfa mikið utan hefðbundins dagvinnutíma. Þetta er skekkja sem kemur hvorugum til góða en það ætlar að reynast þrautin þyngri að leiðrétta hana. Mjög margir í þjónustustörfum, t.d. í ferðaþjónustunni, vinna ekki aðeins milli klukkan 8-17. Kjarasamningar ganga hins vegar út á að á því tímabili séu greidd dagvinnulaun og utan þess álagsgreiðslur sem eru mun hærri hér en t.d. almennt gerist á Norðurlöndunum. Fyrir vikið er hlutfall dagvinnulauna lágt af heildar launagreiðslum flestra. Þeir sem hins vegar aðeins vinna þjónustustörf milli klukkan 8-17 bera skarðan hlut frá borði vegna þessa ójafnvægis.Hærri grunnlaun, lægri álagsgreiðslur Ég átti sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins árið 2015 og beitti mér þá fyrir því að farið yrði í breytingar á vinnutímaákvæðum kjarasamninga. Hugmyndin var að grunnlaun yrðu hækkuð verulega og á móti kæmi lækkun álagsgreiðsla og sveigjanlegri vinnutími. Gerð var bókun milli aðila kjarasamninga um að stefna að breytingum á skilgreindum vinnutíma og nálgast það skipulag vinnutíma sem algengast er á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir ágætan skilning margra á ávinningi þess að færa okkur nær Norðurlöndunum í þessum efnum hefur ekkert breyst. Haldið er fast í hina gömlu skilgreiningu á dagvinnutíma og háar álagsgreiðslur utan hans. Slík afmörkun gat átt við þegar flest störf voru innt af hendi að degi til virka daga og lítið var um þjónustu seinni hluta dags, á kvöldin eða um helgar. En þjóðfélagið er gjörbreytt hvað þetta varðar. Vinnutímaákvæðin endurspegla það hins vegar ekki. Þröng skilgreiningu á þeim heldur grunnlaunum niðri, hvetur til yfirvinnu og lengir þar með vinnutíma. Það er í æpandi mótsögn við áform um að reyna að stytta vinnutímann. Horfum á vinnuframlagið fremur en klukkuna Breyting á vinnutímaákvæði kjarasamninga hefur ekki aðeins þau jákvæðu áhrif að grunnlaun hækki og starfsfólk þurfi síður að treysta á álagsgreiðslur. Með minni pressu á að sem flest störf séu innt af hendi milli kl. 8-17 vegna ákvæða kjarasamning léttir á umferð morgna og síðdegis. Samverustundum foreldra og barna getur fjölgað með breytilegum vinnutíma foreldra. Launþegar og vinnuveitendur hefðu miklu meiri sveigjanleika um upphaf og endi vinnutíma. Þeir sem vilja gætu ýmist byrjað fyrr að vinna á morgnanna eða síðar um daginn eða jafnvel unnið tvo langa vinnudaga í viku og tvo stutta ef það hentar. Lykillinn að breytingunni er að grunnlaun endurspegli vinnuframlagið fremur en klukkan hvað vinnan fer fram. Við Íslendingar hefðum gott af því að hrista aðeins upp í kerfinu. Það gæti skilað okkur meiri framleiðni, styttri vinnutíma og fjölskylduvænni vinnumarkaði líkt og hjá frændum okkar á Norðurlöndunum.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sífellt er gerð meiri krafa um þjónustu stóran hluta sólarhringsins. Þjónustustörfum hefur fjölgað verulega. Viðmið kjarasamninga um dagvinnutíma hafa hins vegar ekki breyst. Fyrir vikið er skekkja í launasambandi vinnuveitenda og þeirra sem starfa mikið utan hefðbundins dagvinnutíma. Þetta er skekkja sem kemur hvorugum til góða en það ætlar að reynast þrautin þyngri að leiðrétta hana. Mjög margir í þjónustustörfum, t.d. í ferðaþjónustunni, vinna ekki aðeins milli klukkan 8-17. Kjarasamningar ganga hins vegar út á að á því tímabili séu greidd dagvinnulaun og utan þess álagsgreiðslur sem eru mun hærri hér en t.d. almennt gerist á Norðurlöndunum. Fyrir vikið er hlutfall dagvinnulauna lágt af heildar launagreiðslum flestra. Þeir sem hins vegar aðeins vinna þjónustustörf milli klukkan 8-17 bera skarðan hlut frá borði vegna þessa ójafnvægis.Hærri grunnlaun, lægri álagsgreiðslur Ég átti sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins árið 2015 og beitti mér þá fyrir því að farið yrði í breytingar á vinnutímaákvæðum kjarasamninga. Hugmyndin var að grunnlaun yrðu hækkuð verulega og á móti kæmi lækkun álagsgreiðsla og sveigjanlegri vinnutími. Gerð var bókun milli aðila kjarasamninga um að stefna að breytingum á skilgreindum vinnutíma og nálgast það skipulag vinnutíma sem algengast er á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir ágætan skilning margra á ávinningi þess að færa okkur nær Norðurlöndunum í þessum efnum hefur ekkert breyst. Haldið er fast í hina gömlu skilgreiningu á dagvinnutíma og háar álagsgreiðslur utan hans. Slík afmörkun gat átt við þegar flest störf voru innt af hendi að degi til virka daga og lítið var um þjónustu seinni hluta dags, á kvöldin eða um helgar. En þjóðfélagið er gjörbreytt hvað þetta varðar. Vinnutímaákvæðin endurspegla það hins vegar ekki. Þröng skilgreiningu á þeim heldur grunnlaunum niðri, hvetur til yfirvinnu og lengir þar með vinnutíma. Það er í æpandi mótsögn við áform um að reyna að stytta vinnutímann. Horfum á vinnuframlagið fremur en klukkuna Breyting á vinnutímaákvæði kjarasamninga hefur ekki aðeins þau jákvæðu áhrif að grunnlaun hækki og starfsfólk þurfi síður að treysta á álagsgreiðslur. Með minni pressu á að sem flest störf séu innt af hendi milli kl. 8-17 vegna ákvæða kjarasamning léttir á umferð morgna og síðdegis. Samverustundum foreldra og barna getur fjölgað með breytilegum vinnutíma foreldra. Launþegar og vinnuveitendur hefðu miklu meiri sveigjanleika um upphaf og endi vinnutíma. Þeir sem vilja gætu ýmist byrjað fyrr að vinna á morgnanna eða síðar um daginn eða jafnvel unnið tvo langa vinnudaga í viku og tvo stutta ef það hentar. Lykillinn að breytingunni er að grunnlaun endurspegli vinnuframlagið fremur en klukkan hvað vinnan fer fram. Við Íslendingar hefðum gott af því að hrista aðeins upp í kerfinu. Það gæti skilað okkur meiri framleiðni, styttri vinnutíma og fjölskylduvænni vinnumarkaði líkt og hjá frændum okkar á Norðurlöndunum.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun