Dalur dauðans, miðbæjarflot og ljósaganga á Vetrarhátíð 2019 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2019 13:50 Frá Vetrarhátíð árið 2012. Fréttablaðið/Anton Brink Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Megintilgangur Vetrarhátíðar er að skemmta fólki á höfuðborgarsvæðinu og gefa því tækifæri til að njóta menningar, lista, íþrótta og útiveru í eigin sveitarfélagi og/eða heimsækja nágranna sína, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Setning Setning Vetrarhátíðar 2019 fer að þessu sinni fram við Hallgrímskirkju þann 7. febrúar nk. klukkan 19.45. Opnunaratriðið er ljósainnsetningin Passage eftir listamannahópinn Nocturnal frá Nýja Sjálandi sem er unnin í samvinnu við List í ljósi. Verkinu verður varpað á Hallgrímskirkjuturn. Unnið er með íslenska arfleið og mun verkið vekja turninn til lífsins með mynd og hljóði. Verkið verður til sýnis öll kvöld á hátíðinni frá kl. 19.00 - 23.00 Að setningu lokinni munu víkingar ganga fylktu liði að Listasafni Reykjavíkur þar sem þeir bjóða upp á sýningu um arfleifð víkinga. Nýjung á dagskrá Vetrarhátíðar er Ljósagangan, en það er gönguleið um ljóslistaverkin á Vetrarhátíð í miðborg Reykjavíkur. Alls eru ljóslistaverkin í ár sex talsins að meðtöldu verkinu á Hallgrímskirkju. Verkin eru á Hörputorgi, í Hörpu, á gafli Listasafns Reykjavíkur Geirsgötumegin, Ráðhúsi Reykjavíkur og í Listasafni Íslands. Tilvalið er að fara í Ljósagönguna með fjölskyldu eða vinum, sjón er sögu ríkari. Hugrakkir krakkar á Safnanótt Safnanótt verður síðan haldin föstudagskvöldið 8. febrúar 2019 en þá opna 53 söfn á höfuðborgarsvæðinu dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 18:00 til klukkan 23.00. Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Mikið verður um að vera fyrir hugrakka krakka í Grófarhúsi. Borgarbókasafnið heldur Háskaleika fyrir hugrakka krakka. Í Borgarskjalasafni verður boðið upp á ferðir um Dal dauðans. Boðið verður upp á tónlist, getraunir, föndur og fleira fyrir gesti og gangandi. Á Árbæjarsafni verður Draugaganga og í Sjóminjasafninu verður Litli sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Myntsafn Seðlabanka Íslands sýnir hin umdeildu málverk eftir Gunnlaug Blöndal í listaverkasafni bankans sem komust í fréttirnar á dögunum ásamt því að gestir geta skoðað og lyft gullstöng sem er nú sýnd í fyrsta sinn. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta notið Safnanætur fram eftir kvöldi sér að kostnaðarlausu. Frítt verður í sérstakan Safnanæturstrætó á milli allra safnanna. Sundlauganótt – Tónleikar, kayak og miðbæjarflot Sundlauganótt verður haldin laugardagskvöldið 9. febrúar 2018 en þá verður frítt í sund frá klukkan 17:00 til 22.00 í tólf sundlaugum höfuðborgarsvæðisins. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði í laugunum og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri. Tónlist, dans, kayak og leikhús verða allsráðandi, þar sem gestir eru hvattir til að taka þátt með því að dansa, syngja eða slaka á og njóta stundarinnar. Í Sundhöll Reykjavíkur verður boðið upp á miðbæjarflot í umsjón Ellýjar Ármannsdóttur flotþerapista sem ætlar að stýra kyrrlátu og heilandi samfloti í innilauginni. Flothettur verða á staðnum. Kósýheit og kyndlar á útisvæði. Skoðið fjölbreytta dagskrá Vetrarhátíðar á heimasíðu vetrarhatid.is. Borgarstjórn Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Vetrarhátíð Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 9. febrúar næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Megintilgangur Vetrarhátíðar er að skemmta fólki á höfuðborgarsvæðinu og gefa því tækifæri til að njóta menningar, lista, íþrótta og útiveru í eigin sveitarfélagi og/eða heimsækja nágranna sína, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Setning Setning Vetrarhátíðar 2019 fer að þessu sinni fram við Hallgrímskirkju þann 7. febrúar nk. klukkan 19.45. Opnunaratriðið er ljósainnsetningin Passage eftir listamannahópinn Nocturnal frá Nýja Sjálandi sem er unnin í samvinnu við List í ljósi. Verkinu verður varpað á Hallgrímskirkjuturn. Unnið er með íslenska arfleið og mun verkið vekja turninn til lífsins með mynd og hljóði. Verkið verður til sýnis öll kvöld á hátíðinni frá kl. 19.00 - 23.00 Að setningu lokinni munu víkingar ganga fylktu liði að Listasafni Reykjavíkur þar sem þeir bjóða upp á sýningu um arfleifð víkinga. Nýjung á dagskrá Vetrarhátíðar er Ljósagangan, en það er gönguleið um ljóslistaverkin á Vetrarhátíð í miðborg Reykjavíkur. Alls eru ljóslistaverkin í ár sex talsins að meðtöldu verkinu á Hallgrímskirkju. Verkin eru á Hörputorgi, í Hörpu, á gafli Listasafns Reykjavíkur Geirsgötumegin, Ráðhúsi Reykjavíkur og í Listasafni Íslands. Tilvalið er að fara í Ljósagönguna með fjölskyldu eða vinum, sjón er sögu ríkari. Hugrakkir krakkar á Safnanótt Safnanótt verður síðan haldin föstudagskvöldið 8. febrúar 2019 en þá opna 53 söfn á höfuðborgarsvæðinu dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 18:00 til klukkan 23.00. Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Mikið verður um að vera fyrir hugrakka krakka í Grófarhúsi. Borgarbókasafnið heldur Háskaleika fyrir hugrakka krakka. Í Borgarskjalasafni verður boðið upp á ferðir um Dal dauðans. Boðið verður upp á tónlist, getraunir, föndur og fleira fyrir gesti og gangandi. Á Árbæjarsafni verður Draugaganga og í Sjóminjasafninu verður Litli sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Myntsafn Seðlabanka Íslands sýnir hin umdeildu málverk eftir Gunnlaug Blöndal í listaverkasafni bankans sem komust í fréttirnar á dögunum ásamt því að gestir geta skoðað og lyft gullstöng sem er nú sýnd í fyrsta sinn. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta notið Safnanætur fram eftir kvöldi sér að kostnaðarlausu. Frítt verður í sérstakan Safnanæturstrætó á milli allra safnanna. Sundlauganótt – Tónleikar, kayak og miðbæjarflot Sundlauganótt verður haldin laugardagskvöldið 9. febrúar 2018 en þá verður frítt í sund frá klukkan 17:00 til 22.00 í tólf sundlaugum höfuðborgarsvæðisins. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði í laugunum og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri. Tónlist, dans, kayak og leikhús verða allsráðandi, þar sem gestir eru hvattir til að taka þátt með því að dansa, syngja eða slaka á og njóta stundarinnar. Í Sundhöll Reykjavíkur verður boðið upp á miðbæjarflot í umsjón Ellýjar Ármannsdóttur flotþerapista sem ætlar að stýra kyrrlátu og heilandi samfloti í innilauginni. Flothettur verða á staðnum. Kósýheit og kyndlar á útisvæði. Skoðið fjölbreytta dagskrá Vetrarhátíðar á heimasíðu vetrarhatid.is.
Borgarstjórn Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Vetrarhátíð Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira