Rýfur þögnina í kjölfar árásar: „Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 19:02 Jussie Smollett. Getty/Gary Gershoff Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Smollett tjáir sig um árásina en hann kemur á framfæri kærum þökkum til aðdáenda sinna í yfirlýsingu. Í yfirlýsingu frá lögreglu í Chicago sem send var út í kjölfar árásarinnar segir að tveir menn hafi ráðist á Smollett. Þá sé talið að kynþátta- og kynhneigðarfordómar hafi vakað fyrir ásarmönnunum, sem hrópuðu ummæli lituð slíkum fordómum er þér réðust á leikarann. Smollett er bæði dökkur á hörund og samkynhneigður. Einnig eru árásarmennirnir sagðir hafa hellt yfir hann einhvers konar vökva, mögulega klór, og þá hafði snara verið fest um háls hans. Smollett tjáir sig um árásina í yfirlýsingu sem hann sendi bandaríska miðlinum Essence í dag. Þar fulllvissaði hann aðdáendur sína um að hann væri á batavegi. „Ég vil byrja á því að segja að það er í lagi með mig. Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari. Og það sem meira er, ég vil segja takk,“ sagði Smollett í yfirlýsingu sinni. Þá sagðist hann vera samstarfsfús lögreglu við rannsókn hennar á málinu. Þrátt fyrir áhyggjur hans af orðrómum sem farið hafi á kreik um árásina á samfélagsmiðlum trúi hann því staðfastlega að réttlætið sigri. Að endingu ítrekaði hann mikilvægi þess að taka árásum sem þessari ekki af léttúð. „Ég er ekki, og það ætti ekki að líta á mig sem, afmarkað tilvik. Við munum ræða saman von bráðar og ég mun ræða öll smáatriði þessarar hryllilegu árásar en ég þarf tíma til að vinna úr því.“ Í gær var greint frá því að Smollett hefði neitað að afhenda lögreglu síma sinn vegna rannsóknar málsins en hann er sagður hafa verið að tala við umboðsmann sinn í símann þegar ráðist var á hann. Umboðsmaðurinn heldur því fram að árásarmennirnir hafi hrópað slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „MAGA“, er þeir réðust á Smollett. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Smollett tjáir sig um árásina en hann kemur á framfæri kærum þökkum til aðdáenda sinna í yfirlýsingu. Í yfirlýsingu frá lögreglu í Chicago sem send var út í kjölfar árásarinnar segir að tveir menn hafi ráðist á Smollett. Þá sé talið að kynþátta- og kynhneigðarfordómar hafi vakað fyrir ásarmönnunum, sem hrópuðu ummæli lituð slíkum fordómum er þér réðust á leikarann. Smollett er bæði dökkur á hörund og samkynhneigður. Einnig eru árásarmennirnir sagðir hafa hellt yfir hann einhvers konar vökva, mögulega klór, og þá hafði snara verið fest um háls hans. Smollett tjáir sig um árásina í yfirlýsingu sem hann sendi bandaríska miðlinum Essence í dag. Þar fulllvissaði hann aðdáendur sína um að hann væri á batavegi. „Ég vil byrja á því að segja að það er í lagi með mig. Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari. Og það sem meira er, ég vil segja takk,“ sagði Smollett í yfirlýsingu sinni. Þá sagðist hann vera samstarfsfús lögreglu við rannsókn hennar á málinu. Þrátt fyrir áhyggjur hans af orðrómum sem farið hafi á kreik um árásina á samfélagsmiðlum trúi hann því staðfastlega að réttlætið sigri. Að endingu ítrekaði hann mikilvægi þess að taka árásum sem þessari ekki af léttúð. „Ég er ekki, og það ætti ekki að líta á mig sem, afmarkað tilvik. Við munum ræða saman von bráðar og ég mun ræða öll smáatriði þessarar hryllilegu árásar en ég þarf tíma til að vinna úr því.“ Í gær var greint frá því að Smollett hefði neitað að afhenda lögreglu síma sinn vegna rannsóknar málsins en hann er sagður hafa verið að tala við umboðsmann sinn í símann þegar ráðist var á hann. Umboðsmaðurinn heldur því fram að árásarmennirnir hafi hrópað slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „MAGA“, er þeir réðust á Smollett.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46