Að mæta sjálfum sér: Viðhorf Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2019 09:29 Áhrifamikil en ósýnileg – viðhorf okkar í daglegu lífi - til verkefna - fólks - okkar sjálfra. Hugsanlega hefur ekkert eins mikil áhrif á lífsgæði okkar eins og eigin viðhorf. Í dagsins önn gefum við þeim ekki endilega gaum þó svo á sama tíma styrki þau eða veiki stöðu okkar, líðan og færni til að takast á við lífið. Viðhorfin birtast stöðugt í hvernig við nálgumst dagleg verkefni, annað fólk, eigin persónu, áskoranir, samfélagsumræðuna, breytingar, fortíð, nútíð og framtíð. Jafnvel viðhorf okkar til umferðarinnar eða kaffisins á vinnustað hefur áhrif á líðan okkar yfir daginn. Að tileinka sér á meðvitaðan hátt ákveðin viðhorf þýðir ekki að maður hliðri sér frá því að breyta og rýna til gagns eða setja mörk í samskiptum. Það er val um nálgun, val um að fljúga stundum hátt. Ýmsar rannsóknir sýna að viðhorf hafa ekki aðeins áhrif á lífsgæði okkar heldur einnig heilsu og lífslíkur. Ef við viljum lífsgæði þurfum við einnig að huga að því að tileinka okkur viðhorf sem skapa styrk, lausn og sanngirni, mynda vöxt og sátt. Viðvarandi neikvæð viðhorf gera okkur súr og svekkt, skapa hindranir, tuð, sundrung, dómhörku, spennu og vanlíðan. Breytum því sem við getum bætt, en ekki er allt innan eigin áhrifahrings. Sumu getum við breytt, öðru ekki, en við höfum alltaf vald til að ákveða hvernig við nálgumst málin. Hverju viljum við sleppa takinu á og hvað viljum við næra? Er auðvelt að tileinka sér viðhorf? Það er ekki auðvelt en þó mikilvægt. Að vera meðvitaður um hugsanir sínar og viðhorf í eigin garð og annarra, til verkefna og aðstæðna er þjálfun. Þjálfun sem tekur tíma og krefst meðvitundar, vilja og sjálfsaga. Rétt eins og þegar við þjálfum tiltekna vöðva. Sérstaklega er mikilvægt að velja sér á meðvitaðan hátt viðhorf til þess sem reynir á - eða er hreinlega pirrandi. Viðhorf til krefjandi verkefna, til eigin getu, samstarfsmanns sem getur reynt á þolinmæðina, nágrannans, áfalls, unglingsins sem stöðugt er að breytast og vill fara eigin leiðir. Viðhorf til eigin persónu og stöðu ræður miklu um farsæld. Treystum við á okkur sjálf í verkefnum lífsins og sköpum þannig með okkur innra öryggi? Að mæta sjálfum sér, eigin skapshöfn, venjum og varnarháttum er áskorun, en eina leiðin til vaxtar. Skapar viðhorfið þitt lausn, vöxt eða gleði? Ef ekki – hvers vegna að nota það? Höfundur er MA í náms- og starfsráðgjöf og MBA í stjórnun og viðskiptum, eigandi SHJ ráðgjafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Áhrifamikil en ósýnileg – viðhorf okkar í daglegu lífi - til verkefna - fólks - okkar sjálfra. Hugsanlega hefur ekkert eins mikil áhrif á lífsgæði okkar eins og eigin viðhorf. Í dagsins önn gefum við þeim ekki endilega gaum þó svo á sama tíma styrki þau eða veiki stöðu okkar, líðan og færni til að takast á við lífið. Viðhorfin birtast stöðugt í hvernig við nálgumst dagleg verkefni, annað fólk, eigin persónu, áskoranir, samfélagsumræðuna, breytingar, fortíð, nútíð og framtíð. Jafnvel viðhorf okkar til umferðarinnar eða kaffisins á vinnustað hefur áhrif á líðan okkar yfir daginn. Að tileinka sér á meðvitaðan hátt ákveðin viðhorf þýðir ekki að maður hliðri sér frá því að breyta og rýna til gagns eða setja mörk í samskiptum. Það er val um nálgun, val um að fljúga stundum hátt. Ýmsar rannsóknir sýna að viðhorf hafa ekki aðeins áhrif á lífsgæði okkar heldur einnig heilsu og lífslíkur. Ef við viljum lífsgæði þurfum við einnig að huga að því að tileinka okkur viðhorf sem skapa styrk, lausn og sanngirni, mynda vöxt og sátt. Viðvarandi neikvæð viðhorf gera okkur súr og svekkt, skapa hindranir, tuð, sundrung, dómhörku, spennu og vanlíðan. Breytum því sem við getum bætt, en ekki er allt innan eigin áhrifahrings. Sumu getum við breytt, öðru ekki, en við höfum alltaf vald til að ákveða hvernig við nálgumst málin. Hverju viljum við sleppa takinu á og hvað viljum við næra? Er auðvelt að tileinka sér viðhorf? Það er ekki auðvelt en þó mikilvægt. Að vera meðvitaður um hugsanir sínar og viðhorf í eigin garð og annarra, til verkefna og aðstæðna er þjálfun. Þjálfun sem tekur tíma og krefst meðvitundar, vilja og sjálfsaga. Rétt eins og þegar við þjálfum tiltekna vöðva. Sérstaklega er mikilvægt að velja sér á meðvitaðan hátt viðhorf til þess sem reynir á - eða er hreinlega pirrandi. Viðhorf til krefjandi verkefna, til eigin getu, samstarfsmanns sem getur reynt á þolinmæðina, nágrannans, áfalls, unglingsins sem stöðugt er að breytast og vill fara eigin leiðir. Viðhorf til eigin persónu og stöðu ræður miklu um farsæld. Treystum við á okkur sjálf í verkefnum lífsins og sköpum þannig með okkur innra öryggi? Að mæta sjálfum sér, eigin skapshöfn, venjum og varnarháttum er áskorun, en eina leiðin til vaxtar. Skapar viðhorfið þitt lausn, vöxt eða gleði? Ef ekki – hvers vegna að nota það? Höfundur er MA í náms- og starfsráðgjöf og MBA í stjórnun og viðskiptum, eigandi SHJ ráðgjafar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun