Rannsakar hvernig einstæðir foreldrar nýta sér fæðingarorlofið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 11:00 Íris Dögg Lárusdóttir ásamt Sigrúnu Júlíusdóttur, stofnanda Sigrúnarsjóðs, í gær er hún fékk styrkinn úr sjóðnum. kristinn ingvarsson Íris Dögg Lárusdóttir, doktorsnemi í félagsráðgjöf, hlaut í gær 500 þúsund króna styrk úr Sigrúnarsjóði vegna doktorsrannsóknar sinnar sem miðar að því að kanna fæðingarorlofsnýtingu og umönnunarþátttöku einstæðra foreldra í samanburði við foreldra í hjónabandi eða sambúð. Sigrúnarsjóður var stofnaður af Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, og var nú úthlutað úr sjóðnum í annað sinn. Íris Dögg ræddi um rannsóknina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir fjölmargar rannsóknir sýna það að einstæðir foreldrar lifa við lakari lífskjör heldur en foreldrar sem eru í sambúð eða hjónabandi. Það svo þýðir að börnin þeirra búa við lakari uppeldisskilyrði. „Eitt af því sem getur bætt uppeldisskilyrði og þar með jafnað kjör þeirra eru veglegri fæðingarorlofsréttindi því þau verða til þess að mæðurnar komast út á vinnumarkaðinn fyrr sem bætir þeirra tekjur. Þá styður það við feðurna að taka þátt í umönnun barnanna en það hefur margoft sýnt sig að það hefur jákvæðar afleiðingar út í líf barnanna seinna meir,“ segir Íris.Rannsóknin leiði vonandi í ljós hvers vegna einstæðir feður nýti ekki orlofið Allir foreldrar á Íslandi eiga jafnan rétt til fæðingarorlofs, það er hvort foreldri um sig á þrjá mánuði sem eru óframseljanlegir og svo eiga foreldrarnir þrjá sameiginlega mánuði sem heimilt er að skipta með sér. Íris segir að einstæðir feður séu ekki að nýta sér sína þrjá mánuði eins og þeir gætu verið að gera og ættu í raun að vera að gera. Hún segir að rannsóknin leiði vonandi í ljós hvar gloppurnar eru og hvað það þurfi til þess að feðurnir taki meiri þátt. „Það sem okkur grunar miðað við aðrar rannsóknir er að það þurfi einna helst fræðslu og stuðning til þessara foreldra. Fræðslu um að þeir eigi þennan rétt og stuðning um foreldrasamstarf. Þetta er ótrúlega stór hópur barna á Íslandi, þetta eru 16 prósent barna sem fæðast til einstæðra foreldra og þar fyrir utan þá eru sambúðarslit algengust á fyrstu þremur árum eftir fæðingu barns þannig að þetta er mjög stór hópur,“ segir Íris.Íris Dögg í gær þegar styrkurinn úr Sigrúnarsjóði var veittur.kristinn ingvarssonGögn úr spurningakönnunum og viðtöl við einstæða foreldra Auk styrksins úr Sigrúnarsjóði hefur rannsóknin hlotið styrk frá RANNÍS. Íris segir að við rannsóknina verði notuð gögn sem byrjað var að afla árið 2001 en um er að ræða spurningakannanir sem lagðar hafa verið fyrir foreldrar fjórum sinnum síðan þá. Þá nýtast gögn frá Fæðingarorlofssjóði einnig en vegna styrksins úr Sigrúnarsjóði mun Íris einnig geta framkvæmt viðtalsrannsókn við einstæða foreldra sem mun auðga gögnin sem nú þegar eru til enn frekar að hennar sögn.Nánari upplýsingar um rannsóknina má nálgast hér. Bítið Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Íris Dögg Lárusdóttir, doktorsnemi í félagsráðgjöf, hlaut í gær 500 þúsund króna styrk úr Sigrúnarsjóði vegna doktorsrannsóknar sinnar sem miðar að því að kanna fæðingarorlofsnýtingu og umönnunarþátttöku einstæðra foreldra í samanburði við foreldra í hjónabandi eða sambúð. Sigrúnarsjóður var stofnaður af Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, og var nú úthlutað úr sjóðnum í annað sinn. Íris Dögg ræddi um rannsóknina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir fjölmargar rannsóknir sýna það að einstæðir foreldrar lifa við lakari lífskjör heldur en foreldrar sem eru í sambúð eða hjónabandi. Það svo þýðir að börnin þeirra búa við lakari uppeldisskilyrði. „Eitt af því sem getur bætt uppeldisskilyrði og þar með jafnað kjör þeirra eru veglegri fæðingarorlofsréttindi því þau verða til þess að mæðurnar komast út á vinnumarkaðinn fyrr sem bætir þeirra tekjur. Þá styður það við feðurna að taka þátt í umönnun barnanna en það hefur margoft sýnt sig að það hefur jákvæðar afleiðingar út í líf barnanna seinna meir,“ segir Íris.Rannsóknin leiði vonandi í ljós hvers vegna einstæðir feður nýti ekki orlofið Allir foreldrar á Íslandi eiga jafnan rétt til fæðingarorlofs, það er hvort foreldri um sig á þrjá mánuði sem eru óframseljanlegir og svo eiga foreldrarnir þrjá sameiginlega mánuði sem heimilt er að skipta með sér. Íris segir að einstæðir feður séu ekki að nýta sér sína þrjá mánuði eins og þeir gætu verið að gera og ættu í raun að vera að gera. Hún segir að rannsóknin leiði vonandi í ljós hvar gloppurnar eru og hvað það þurfi til þess að feðurnir taki meiri þátt. „Það sem okkur grunar miðað við aðrar rannsóknir er að það þurfi einna helst fræðslu og stuðning til þessara foreldra. Fræðslu um að þeir eigi þennan rétt og stuðning um foreldrasamstarf. Þetta er ótrúlega stór hópur barna á Íslandi, þetta eru 16 prósent barna sem fæðast til einstæðra foreldra og þar fyrir utan þá eru sambúðarslit algengust á fyrstu þremur árum eftir fæðingu barns þannig að þetta er mjög stór hópur,“ segir Íris.Íris Dögg í gær þegar styrkurinn úr Sigrúnarsjóði var veittur.kristinn ingvarssonGögn úr spurningakönnunum og viðtöl við einstæða foreldra Auk styrksins úr Sigrúnarsjóði hefur rannsóknin hlotið styrk frá RANNÍS. Íris segir að við rannsóknina verði notuð gögn sem byrjað var að afla árið 2001 en um er að ræða spurningakannanir sem lagðar hafa verið fyrir foreldrar fjórum sinnum síðan þá. Þá nýtast gögn frá Fæðingarorlofssjóði einnig en vegna styrksins úr Sigrúnarsjóði mun Íris einnig geta framkvæmt viðtalsrannsókn við einstæða foreldra sem mun auðga gögnin sem nú þegar eru til enn frekar að hennar sögn.Nánari upplýsingar um rannsóknina má nálgast hér.
Bítið Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira