Óvenjulegt framboð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Ubolratana prinsessa er óvænt á leiðinni í framboð fyrir flokk Shinawatra-fjölskyldunnar. Nordicphotos/AFP Ubolratana, taílensk prinsessa og systir konungs, verður forsætisráðherraefni Þjóðbjörgunarflokks Taílands í þingkosningum sem fara fram þar í landi þann 24. mars næstkomandi. Þetta kom fram á skráningarpappírum flokksins sem fjölmiðlar víða um heim fjölluðu um í gær. Ákvörðun Ubolratana er fordæmalaus enda er rík hefð fyrir því að taílenska konungsfjölskyldan skipti sér hvorki af kosningum né þinginu. „Ég vil þakka ykkur fyrir allan kærleikann og öll hvatningarorðin. Ég vil koma því á framfæri að ég hef afsalað mér tign minni og lifi því sem almennur borgari. Ég hef gefið Þjóðbjörgunarflokki Taílands heimild til þess að gera mig að forsætisráðherraefni flokksins,“ sagði prinsessan í færslu á Instagram. Ubolratana afsalaði sér tign sinni þegar hún giftist Bandaríkjamanni er hún var við nám í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. En þegar hún skildi við eiginmanninn árið 1998 sneri hún aftur til Taílands og tók aftur þátt í störfum og lífi konungsfjölskyldunnar. Ekki er ljóst hvort afar ströng löggjöf um meiðyrði gegn konungsfjölskyldunni nái yfir Ubolratana. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um komandi kosningar í desember en stjórnarandstaðan hafði þá lýst áhyggjum af því að kosningunum, þeim fyrstu frá valdaráni taílenska hersins, yrði hagrætt. Kjörseðlar hafa verið gerðir flóknari og kjördæmamörkum breytt. Samkvæmt andstöðunni var það gert til þess að frambjóðendur herforingjastjórnarinnar fengju fleiri atkvæði.Sjá einnig: Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Jafnvel þótt herforingjastjórnin tryggi sér ekki áframhaldandi meirihluta á þingi mun hún áfram hafa völd á hinu pólitíska sviði. Samkvæmt AFP var það tryggt með nýrri stjórnarskrá sem herforingjastjórnin kom í gegn. Prayut Chan-O-Cha, leiðtogi herforingjastjórnarinnar, leiðir flokkinn Phalang Pracharat. Flokkurinn var stofnaður í mars á síðasta ári, í raun utan um verðandi frambjóðendur herforingjastjórnarinnar. Prayut tilkynnti þó ekki formlega um að hann yrði forsætisráðherraefni flokksins fyrr en í gær, stuttu eftir að ljóst var að Ubolratana væri á leið í framboð. „Ég samþykki boð Phalang Pracharat um að ég verði forsætisráðherraefni flokksins. Ég vil einnig taka fram að ég er ekki að því einvörðungu til þess að halda völdum. Þetta var ekki auðveld ákvörðun enda stendur Taíland á mikilvægum tímamótum,“ sagði leiðtoginn. Tíðindi gærdagsins eru merkingarþrungin og hafa mörg lög, líkt og laukur. Fyrst ber að nefna að herinn framdi valdarán sitt árið 2014 til þess að koma ríkisstjórn Yingluck Shinawatra og Flokksins fyrir Taílendinga frá völdum. Sá flokkur er undir stjórn Shinawatra-fjölskyldunnar en það er Þjóðbjörgunarflokkurinn einnig. Sá flokkur hefur jafnvel verið uppnefndur „varaflokkur“ Flokksins fyrir Taílendinga. Ef Ubolratana nær kjöri er Shinawatra-fjölskyldan því aftur komin í valdastöðu. Einnig ber að nefna þá staðreynd að taílenska herforingjastjórnin hefur málað þá mynd af sér að hún sé til þess gerð að standa vörð um konungsfjölskylduna. Nú er hún komin í beina andstöðu við prinsessu, systur konungs. Síðast en ekki síst þarf að taka fram að Shinawatra-fjölskyldan hefur alltaf gert út á popúlisma, andstöðu við „elítuna“ og þar með konungsfjölskylduna. Stuðningsmenn fjölskyldunnar hafa ítrekað lent í átökum við konungssinna á götum úti. Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Taíland Tengdar fréttir Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05 Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar "óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. 8. febrúar 2019 16:14 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Ubolratana, taílensk prinsessa og systir konungs, verður forsætisráðherraefni Þjóðbjörgunarflokks Taílands í þingkosningum sem fara fram þar í landi þann 24. mars næstkomandi. Þetta kom fram á skráningarpappírum flokksins sem fjölmiðlar víða um heim fjölluðu um í gær. Ákvörðun Ubolratana er fordæmalaus enda er rík hefð fyrir því að taílenska konungsfjölskyldan skipti sér hvorki af kosningum né þinginu. „Ég vil þakka ykkur fyrir allan kærleikann og öll hvatningarorðin. Ég vil koma því á framfæri að ég hef afsalað mér tign minni og lifi því sem almennur borgari. Ég hef gefið Þjóðbjörgunarflokki Taílands heimild til þess að gera mig að forsætisráðherraefni flokksins,“ sagði prinsessan í færslu á Instagram. Ubolratana afsalaði sér tign sinni þegar hún giftist Bandaríkjamanni er hún var við nám í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. En þegar hún skildi við eiginmanninn árið 1998 sneri hún aftur til Taílands og tók aftur þátt í störfum og lífi konungsfjölskyldunnar. Ekki er ljóst hvort afar ströng löggjöf um meiðyrði gegn konungsfjölskyldunni nái yfir Ubolratana. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um komandi kosningar í desember en stjórnarandstaðan hafði þá lýst áhyggjum af því að kosningunum, þeim fyrstu frá valdaráni taílenska hersins, yrði hagrætt. Kjörseðlar hafa verið gerðir flóknari og kjördæmamörkum breytt. Samkvæmt andstöðunni var það gert til þess að frambjóðendur herforingjastjórnarinnar fengju fleiri atkvæði.Sjá einnig: Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Jafnvel þótt herforingjastjórnin tryggi sér ekki áframhaldandi meirihluta á þingi mun hún áfram hafa völd á hinu pólitíska sviði. Samkvæmt AFP var það tryggt með nýrri stjórnarskrá sem herforingjastjórnin kom í gegn. Prayut Chan-O-Cha, leiðtogi herforingjastjórnarinnar, leiðir flokkinn Phalang Pracharat. Flokkurinn var stofnaður í mars á síðasta ári, í raun utan um verðandi frambjóðendur herforingjastjórnarinnar. Prayut tilkynnti þó ekki formlega um að hann yrði forsætisráðherraefni flokksins fyrr en í gær, stuttu eftir að ljóst var að Ubolratana væri á leið í framboð. „Ég samþykki boð Phalang Pracharat um að ég verði forsætisráðherraefni flokksins. Ég vil einnig taka fram að ég er ekki að því einvörðungu til þess að halda völdum. Þetta var ekki auðveld ákvörðun enda stendur Taíland á mikilvægum tímamótum,“ sagði leiðtoginn. Tíðindi gærdagsins eru merkingarþrungin og hafa mörg lög, líkt og laukur. Fyrst ber að nefna að herinn framdi valdarán sitt árið 2014 til þess að koma ríkisstjórn Yingluck Shinawatra og Flokksins fyrir Taílendinga frá völdum. Sá flokkur er undir stjórn Shinawatra-fjölskyldunnar en það er Þjóðbjörgunarflokkurinn einnig. Sá flokkur hefur jafnvel verið uppnefndur „varaflokkur“ Flokksins fyrir Taílendinga. Ef Ubolratana nær kjöri er Shinawatra-fjölskyldan því aftur komin í valdastöðu. Einnig ber að nefna þá staðreynd að taílenska herforingjastjórnin hefur málað þá mynd af sér að hún sé til þess gerð að standa vörð um konungsfjölskylduna. Nú er hún komin í beina andstöðu við prinsessu, systur konungs. Síðast en ekki síst þarf að taka fram að Shinawatra-fjölskyldan hefur alltaf gert út á popúlisma, andstöðu við „elítuna“ og þar með konungsfjölskylduna. Stuðningsmenn fjölskyldunnar hafa ítrekað lent í átökum við konungssinna á götum úti.
Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Taíland Tengdar fréttir Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05 Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar "óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. 8. febrúar 2019 16:14 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05
Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar "óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. 8. febrúar 2019 16:14