Frjálslyndir stúdentar sameinast gegn sósíalisma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. febrúar 2019 15:39 Frá stofnfundi samtakanna. Á myndinni eru (frá vinstri): Axel Ingi Ólafsson, Páll Gestsson, Jakob Andri, Davíð Snær Jónsson, Jóhann Hinrik Jónsson, Magnús Geir Björnsson og Sverrir Ólafur Torfason. SFH Hópur stúdenta hefur stofnað nýtt félag, Samtök frjálslyndra háskólanema. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fréttastofu barst í dag. Í tilkynningunni segir að samtökin hafi verið stofnuð með það að leiðarljósi að breiða út hugmyndafræði frjálshyggjunnar og að þeim háskólanemum sem styðji hugmyndafræði undir merkjum frjálshyggju fari ört fjölgandi. Stofnmeðlimir hafi séð ríka ástæðu fyrir stofnun samtakanna vegna rísandi „sósíalískra afla í samfélaginu.“ „Á tímum sem þessum er mikilvægt að þeir sem trúa á framtak einstaklingsins, til athafna, komi saman, ræði ólíkar hugmyndir og ekki síst lausnir við þeim vandamálum sem samfélagið kann að standa frammi fyrir á hverjum tíma. Ríkisvaldið er ekki best tilfallið, til að leysa öll vandamál samfélagsins,“ segir í tilkynningu samtakanna. Davíð Snær Jónsson, fyrrum formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema er formaður samtakanna. Meðlimir samtakanna eru eftirfarandi:Aðalmenn: Davíð Snær Jónsson (formaður), Jakob Andri, Magdalena Anna Torfadóttir, Elvar Egilsson, Jóhann Hinrik Jónsson, Arnaldur Árnason og Sverrir Ólafur Torfason.Varamenn: Páll Gestsson, Axel Ingi Ólafsson, Magnús Geir Björnsson, Sigurjón Gauti Friðriksson og Sigurður Ingvi Gunnþórsson.Davíð Snær Jónsson, formaður Samtaka frjálslyndra háskólanema.AðsendByggja á grunnhugmynd frjálshyggjunnar „Grunnhugmyndin að stofnun Samtaka frjálslyndra háskólanema er sú að það er ekki til neitt slíkt félag á Íslandi. Við teljum að margir einstaklingar í háskóla geti sammælst okkur um hugmyndafræðina þó menn geti að vísu tekist á um útfærslurnar,“ segir formaðurinn, Davíð Snær Jónsson, í samtali við fréttastofu. „Við stefnum að því að vinna með grunnhugmynd frjálshyggjunnar, ræða mál líðandi stundar og útfærslur þeirra og mynda okkur skoðanir á þeim.“ Davíð segir samtökin ætla að dreifa út hugmyndafræði frjálshyggjunnar þar sem stofnmeðlimir hafi fundið fyrir því að frjálslyndum háskólanemum fjölgi hratt. „Við ætlum að mennta, fræða og styrkja þessa frelsisþenkjandi einstaklinga í háskólum með greinaskrifum, málþingum, kappræðum og hvað eina. Við erum að fókusa á þrjú grundvallar stefnuatriði. Efnahagslegt frelsi, akademískt frelsi og frelsi einstaklingsins.“ Aðspurður segir Davíð ekki ætlun samtakanna að láta til sín taka á sviði stúdentapólitíkurinnar. „Við erum ekki að fara í einhverja pólitíska baráttu innan háskólanna, til dæmis gegn Vöku eða Röskvu.“ Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Hópur stúdenta hefur stofnað nýtt félag, Samtök frjálslyndra háskólanema. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fréttastofu barst í dag. Í tilkynningunni segir að samtökin hafi verið stofnuð með það að leiðarljósi að breiða út hugmyndafræði frjálshyggjunnar og að þeim háskólanemum sem styðji hugmyndafræði undir merkjum frjálshyggju fari ört fjölgandi. Stofnmeðlimir hafi séð ríka ástæðu fyrir stofnun samtakanna vegna rísandi „sósíalískra afla í samfélaginu.“ „Á tímum sem þessum er mikilvægt að þeir sem trúa á framtak einstaklingsins, til athafna, komi saman, ræði ólíkar hugmyndir og ekki síst lausnir við þeim vandamálum sem samfélagið kann að standa frammi fyrir á hverjum tíma. Ríkisvaldið er ekki best tilfallið, til að leysa öll vandamál samfélagsins,“ segir í tilkynningu samtakanna. Davíð Snær Jónsson, fyrrum formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema er formaður samtakanna. Meðlimir samtakanna eru eftirfarandi:Aðalmenn: Davíð Snær Jónsson (formaður), Jakob Andri, Magdalena Anna Torfadóttir, Elvar Egilsson, Jóhann Hinrik Jónsson, Arnaldur Árnason og Sverrir Ólafur Torfason.Varamenn: Páll Gestsson, Axel Ingi Ólafsson, Magnús Geir Björnsson, Sigurjón Gauti Friðriksson og Sigurður Ingvi Gunnþórsson.Davíð Snær Jónsson, formaður Samtaka frjálslyndra háskólanema.AðsendByggja á grunnhugmynd frjálshyggjunnar „Grunnhugmyndin að stofnun Samtaka frjálslyndra háskólanema er sú að það er ekki til neitt slíkt félag á Íslandi. Við teljum að margir einstaklingar í háskóla geti sammælst okkur um hugmyndafræðina þó menn geti að vísu tekist á um útfærslurnar,“ segir formaðurinn, Davíð Snær Jónsson, í samtali við fréttastofu. „Við stefnum að því að vinna með grunnhugmynd frjálshyggjunnar, ræða mál líðandi stundar og útfærslur þeirra og mynda okkur skoðanir á þeim.“ Davíð segir samtökin ætla að dreifa út hugmyndafræði frjálshyggjunnar þar sem stofnmeðlimir hafi fundið fyrir því að frjálslyndum háskólanemum fjölgi hratt. „Við ætlum að mennta, fræða og styrkja þessa frelsisþenkjandi einstaklinga í háskólum með greinaskrifum, málþingum, kappræðum og hvað eina. Við erum að fókusa á þrjú grundvallar stefnuatriði. Efnahagslegt frelsi, akademískt frelsi og frelsi einstaklingsins.“ Aðspurður segir Davíð ekki ætlun samtakanna að láta til sín taka á sviði stúdentapólitíkurinnar. „Við erum ekki að fara í einhverja pólitíska baráttu innan háskólanna, til dæmis gegn Vöku eða Röskvu.“
Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira