Þjálfarinn gerði draum um Ólympíuleika að algjörri martröð Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 30. janúar 2019 17:30 Karen Leach ferðast um heiminn og segir sögu sína, öðrum til varnaðar. Vísir Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. Í dag er hún um fimmtugt og vinnur hörðum höndum að barnavernd með það að markmiði að koma í veg fyrir að önnur börn lendi í hennar hremmingum. Karen var meðal gesta á ráðstefnunni Íþróttir og ofbeldi sem haldin var í dag í tengslum við Reykjavíkurleikana sem standa yfir. „Þegar ég var lítil stúlka þá átti ég draum að synda á Ólympíleikunum fyrir Írland. Mamma og pabbi trúðu á mig og studdu mig í átt að draumnum. Írski ólympíuþjálfarinn Derry O'Rourke sá mig og gekk á eftir mér að ganga í sundklúbbinn hans. Hann myndi hjálpa mér að láta draum minn rætast. Hann hringdi stöðugt í foreldra mína og bað um að ég yrði sett í klúbbinn. Ég gekk í sundklúbbinn,“ segir Karen. „Í stað þess að draumurinn rættist eyðilagði hann líf mitt og fjölskyldu minnar.“ O'Rourke var dæmdur í fangelsi árið 2001 fyrir að brjóta á sundfólki sem hann þjálfaði á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar.Misnotkun á allan mögulegan hátt „Hann misnotaði mig andlega, líkamlega, kynferðislega og tilfinningalega þegar ég var lítil stelpa. Frá því ég var tíu ára til sautján ára. Áhrifin sem það hafði á lífið mitt hafa verið hrikaleg,“ segir Karen. Hún hefur líst því í fyrri viðtölum hvernig O'Rourke hafi haft algjöra stjórn á henni. Allt þar til við sautján ára aldur að hún steig upp úr lauginni á stórmóti fyrr en ætlað var. Hún hætti. En martröðinni var ekki lokið. Í hönd fór meðferð, þar af tvö ár á spítala. Móðir hennar svipti sig lífi eftir að hafa beðið Karen afsökunar á að hafa ekki passað upp á hana sem barn. Karen glímdi við átröskun og þurfti á lyfjameðferð að halda. Örfá ár eru síðan hún jafnaði sig, tæplega 30 árum síðar. „Það eru alls konar herferðir gegn þessu en fyrir mig er það ekki nóg. Á meðan það er gert mun það fæla fólk frá því að brjóta á börnum en misntokun er raunveruleg. Nákvæmlega það sama og kom fyrir mig fyrir 20-30 árum er enn að gerast.“ Hún muni áfram tala og vekja til vitundar.Klippa: Dreymdi um Ólympíuleika en misnotuð af þjálfara Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Sund Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. Í dag er hún um fimmtugt og vinnur hörðum höndum að barnavernd með það að markmiði að koma í veg fyrir að önnur börn lendi í hennar hremmingum. Karen var meðal gesta á ráðstefnunni Íþróttir og ofbeldi sem haldin var í dag í tengslum við Reykjavíkurleikana sem standa yfir. „Þegar ég var lítil stúlka þá átti ég draum að synda á Ólympíleikunum fyrir Írland. Mamma og pabbi trúðu á mig og studdu mig í átt að draumnum. Írski ólympíuþjálfarinn Derry O'Rourke sá mig og gekk á eftir mér að ganga í sundklúbbinn hans. Hann myndi hjálpa mér að láta draum minn rætast. Hann hringdi stöðugt í foreldra mína og bað um að ég yrði sett í klúbbinn. Ég gekk í sundklúbbinn,“ segir Karen. „Í stað þess að draumurinn rættist eyðilagði hann líf mitt og fjölskyldu minnar.“ O'Rourke var dæmdur í fangelsi árið 2001 fyrir að brjóta á sundfólki sem hann þjálfaði á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar.Misnotkun á allan mögulegan hátt „Hann misnotaði mig andlega, líkamlega, kynferðislega og tilfinningalega þegar ég var lítil stelpa. Frá því ég var tíu ára til sautján ára. Áhrifin sem það hafði á lífið mitt hafa verið hrikaleg,“ segir Karen. Hún hefur líst því í fyrri viðtölum hvernig O'Rourke hafi haft algjöra stjórn á henni. Allt þar til við sautján ára aldur að hún steig upp úr lauginni á stórmóti fyrr en ætlað var. Hún hætti. En martröðinni var ekki lokið. Í hönd fór meðferð, þar af tvö ár á spítala. Móðir hennar svipti sig lífi eftir að hafa beðið Karen afsökunar á að hafa ekki passað upp á hana sem barn. Karen glímdi við átröskun og þurfti á lyfjameðferð að halda. Örfá ár eru síðan hún jafnaði sig, tæplega 30 árum síðar. „Það eru alls konar herferðir gegn þessu en fyrir mig er það ekki nóg. Á meðan það er gert mun það fæla fólk frá því að brjóta á börnum en misntokun er raunveruleg. Nákvæmlega það sama og kom fyrir mig fyrir 20-30 árum er enn að gerast.“ Hún muni áfram tala og vekja til vitundar.Klippa: Dreymdi um Ólympíuleika en misnotuð af þjálfara
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Sund Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira