Mikið af heitu vatni hefur fundist fyrir Selfyssinga 20. janúar 2019 00:45 Íbúar á Selfossi þurfa ekki að hafa áhyggjur af skorti á heitu vatni á næstu árum því mikið af slíku vatni hefur fundist í nýrri vinnsluholu þar sem jarðborinn Sleipnir fer niður á tvo og hálfan kílómetra eftir vatninu. Vatnið er á milli áttatíu og níutíu gráðu heitt. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða á Selfossi borar nýju holuna með jarðbornum Sleipni frá Jarðborunum. Landsvæðið heitir Ósabotnar skammt frá Laugardælum í Flóahreppi en það eru Selfossveitur sem standa að borun holunnar. Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, staðsetti nýju vinnsluholu samkvæmt sprungumælingum úr nærliggjandi rannsóknarholu. Mikil ánægja er með allt heita vatnið sem hefur fundist og mun tryggja íbúum á Selfoss nóg af heitu vatni næstu árin. „Við duttum í lukkupottinn því við höfum verið á nippi undan farin ár með að afla heits vatns fyrir svæðið en eins og flestir vita þá hefur verið ör íbúafjölgun á svæðinu þannig að við duttum svo sannarlega í lukkupottinn“, segir Tómas Ellert Tómasson, formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar. Tómas Ellert segir að borunin kosti Selfossveitur um 200 milljónir króna. Vatnið upp úr holunni er 80 til 90 gráðu heitt en ekki er vitað á þessari stundu hvað magnað verður mikið en það lofar góðu. En hvenær verður byrjað að nota nýja vatnið ? „Þetta verður klárt og sett inn á kerfið okkar fyrir næsta vetur þannig að við þurfum ekki að neinar áhyggjur næsta vetur, það verður engum sundlaugum loða eða neitt slíkt“. Tómas Ellert er í skýjunum yfir góðum árangri við borunina í Ósabotnum enda nóg af heitu vatni í holunni.Magnús HlynurEn stendur til að bora meira eftir heitu vatni á svæðinu ? „Já, næsta hola er hér við bakka Hvítár, þar verður byrjað í vor að bora. Við höfum borað líka fyrir utan á á Selfoss eins og það er kallað. Sú hola heppnaðist líka vel og er komin í hluta til í vinnslu og hún mun anna svæðinu fyrir utan á þannig að við þurfum ekki að dæla vatni lengur yfir Ölfusárbrú til að anna því svæði“, bætir Tómas Ellert við um leið og hann bætir því við að það sé frábært að finna svona mikið að heitu vatni.Á heimasíðu ÍSOR er hægt að sjá frekari upplýsingar um nýju vinnsluholuna í Ósabotnum Árborg Flóahreppur Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Íbúar á Selfossi þurfa ekki að hafa áhyggjur af skorti á heitu vatni á næstu árum því mikið af slíku vatni hefur fundist í nýrri vinnsluholu þar sem jarðborinn Sleipnir fer niður á tvo og hálfan kílómetra eftir vatninu. Vatnið er á milli áttatíu og níutíu gráðu heitt. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða á Selfossi borar nýju holuna með jarðbornum Sleipni frá Jarðborunum. Landsvæðið heitir Ósabotnar skammt frá Laugardælum í Flóahreppi en það eru Selfossveitur sem standa að borun holunnar. Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, staðsetti nýju vinnsluholu samkvæmt sprungumælingum úr nærliggjandi rannsóknarholu. Mikil ánægja er með allt heita vatnið sem hefur fundist og mun tryggja íbúum á Selfoss nóg af heitu vatni næstu árin. „Við duttum í lukkupottinn því við höfum verið á nippi undan farin ár með að afla heits vatns fyrir svæðið en eins og flestir vita þá hefur verið ör íbúafjölgun á svæðinu þannig að við duttum svo sannarlega í lukkupottinn“, segir Tómas Ellert Tómasson, formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar. Tómas Ellert segir að borunin kosti Selfossveitur um 200 milljónir króna. Vatnið upp úr holunni er 80 til 90 gráðu heitt en ekki er vitað á þessari stundu hvað magnað verður mikið en það lofar góðu. En hvenær verður byrjað að nota nýja vatnið ? „Þetta verður klárt og sett inn á kerfið okkar fyrir næsta vetur þannig að við þurfum ekki að neinar áhyggjur næsta vetur, það verður engum sundlaugum loða eða neitt slíkt“. Tómas Ellert er í skýjunum yfir góðum árangri við borunina í Ósabotnum enda nóg af heitu vatni í holunni.Magnús HlynurEn stendur til að bora meira eftir heitu vatni á svæðinu ? „Já, næsta hola er hér við bakka Hvítár, þar verður byrjað í vor að bora. Við höfum borað líka fyrir utan á á Selfoss eins og það er kallað. Sú hola heppnaðist líka vel og er komin í hluta til í vinnslu og hún mun anna svæðinu fyrir utan á þannig að við þurfum ekki að dæla vatni lengur yfir Ölfusárbrú til að anna því svæði“, bætir Tómas Ellert við um leið og hann bætir því við að það sé frábært að finna svona mikið að heitu vatni.Á heimasíðu ÍSOR er hægt að sjá frekari upplýsingar um nýju vinnsluholuna í Ósabotnum
Árborg Flóahreppur Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira