Segir húsnæðistillögur liðka fyrir samningaviðræðum Sveinn Arnarsson skrifar 23. janúar 2019 06:45 Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, kynnti tillögur aðgerðahópsins. Fréttablaðið/Stefán Tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði eru liður í að liðka til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði að mati Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Í tillögunum, sem kynntar voru í gær, er meðal annars lagt til að sveitarfélög verði skylduð til að taka þátt í uppbyggingu almennra leiguíbúða, stuðningur við óhagnaðardrifin leigufélög verði aukinn, að byggingarkostnaður leigufélaga verði lækkaður og að réttarstaða leigjenda verði tryggð með því að ekki sé hægt að hækka leigu umfram verðlag. „Við tókum þátt í vinnunni og kvittum því upp á þetta. Markmið okkar er að fólk geti búið í viðunandi húsnæði á sæmilegum kjörum og þetta er vissulega innlegg í það. Það er ýmislegt þarna sem spilar saman við okkar markmið,“ segir Drífa. „Í fyrsta lagi eru tillögur um áframhaldandi uppbyggingu almennra íbúða og hugmyndir um að lækka fjármögnunarkostnað óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga gætu lækkað leiguverð um 20 þúsund krónur á mánuði. Þó þetta kannski hljómi ekki spennandi fyrir leikmenn þá getur þetta talið inn í bætt lífskjör.“ Að mati Drífu er afar mikilvægt að fá inn tillögur um aukna leiguvernd með það að markmiði að leigufélög geti ekki á einu bretti hækkað leigu eins og þeim sýnist. „Þetta hefur verið okkar stóra áhersluatriði. Með þessum tillögum þurfa leigufélög að gera grein fyrir því í hverju hækkunin felst og hafa ekki heimildir til að hækka umfram verðlag og málefnalegar ástæður,“ segir Drífa. Nokkur þúsund manns búa á höfuðborgarsvæðinu í ósamþykktu íbúðarhúsnæði og geta þar af leiðandi ekki fengið húsaleigubætur. Í tillögunum er gert ráð fyrir að auðveldara verði um vik að fá húsnæði samþykkt þannig að hægt sé að gera húsaleigusamning sem býr til rétt á húsaleigubótum. „Að okkar mati eru tillögurnar einnig þannig úr garði gerðar að þær gagnast bæði höfuðborg og landsbyggð. Leigufélög eiga þá auðveldara með að byggja með því að lækka kostnað þeirra. Oft hefur það ekki svarað kostnaði að byggja á landsbyggðinni en þessar tillögur gætu breytt því. Það á eftir að semja um nokkra hluti þarna í kjarasamningum og þar kemur til okkar kasta. Þetta getur liðkað til fyrir samningum að okkar mati,“ segir Drífa að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði eru liður í að liðka til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði að mati Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Í tillögunum, sem kynntar voru í gær, er meðal annars lagt til að sveitarfélög verði skylduð til að taka þátt í uppbyggingu almennra leiguíbúða, stuðningur við óhagnaðardrifin leigufélög verði aukinn, að byggingarkostnaður leigufélaga verði lækkaður og að réttarstaða leigjenda verði tryggð með því að ekki sé hægt að hækka leigu umfram verðlag. „Við tókum þátt í vinnunni og kvittum því upp á þetta. Markmið okkar er að fólk geti búið í viðunandi húsnæði á sæmilegum kjörum og þetta er vissulega innlegg í það. Það er ýmislegt þarna sem spilar saman við okkar markmið,“ segir Drífa. „Í fyrsta lagi eru tillögur um áframhaldandi uppbyggingu almennra íbúða og hugmyndir um að lækka fjármögnunarkostnað óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga gætu lækkað leiguverð um 20 þúsund krónur á mánuði. Þó þetta kannski hljómi ekki spennandi fyrir leikmenn þá getur þetta talið inn í bætt lífskjör.“ Að mati Drífu er afar mikilvægt að fá inn tillögur um aukna leiguvernd með það að markmiði að leigufélög geti ekki á einu bretti hækkað leigu eins og þeim sýnist. „Þetta hefur verið okkar stóra áhersluatriði. Með þessum tillögum þurfa leigufélög að gera grein fyrir því í hverju hækkunin felst og hafa ekki heimildir til að hækka umfram verðlag og málefnalegar ástæður,“ segir Drífa. Nokkur þúsund manns búa á höfuðborgarsvæðinu í ósamþykktu íbúðarhúsnæði og geta þar af leiðandi ekki fengið húsaleigubætur. Í tillögunum er gert ráð fyrir að auðveldara verði um vik að fá húsnæði samþykkt þannig að hægt sé að gera húsaleigusamning sem býr til rétt á húsaleigubótum. „Að okkar mati eru tillögurnar einnig þannig úr garði gerðar að þær gagnast bæði höfuðborg og landsbyggð. Leigufélög eiga þá auðveldara með að byggja með því að lækka kostnað þeirra. Oft hefur það ekki svarað kostnaði að byggja á landsbyggðinni en þessar tillögur gætu breytt því. Það á eftir að semja um nokkra hluti þarna í kjarasamningum og þar kemur til okkar kasta. Þetta getur liðkað til fyrir samningum að okkar mati,“ segir Drífa að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira