Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2019 18:45 Ólafur Ísleifsson segir hann og Karl Gauta þurfa að meta hvernig störf þeirra á Alþingi verði árangursríkust. Vísir/Vilhelm Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. Ólafur Ísleifsson segir hann og Karl Gauta þurfa að meta hvernig störf þeirra á Alþingi verði árangursríkust. Eftir þingkosningar og myndun núverandi ríkisstjórnar voru þingflokkar Samfylkingar og Miðflokks stærstir stjórnarandstöðuflokka með sjö þingmenn hvor og Viðreisn og Flokkur fólksins minnstir þingflokka með fjóra þingmenn hvor flokkur.Eftir þingkosningar var Miðflokkurinn með sjö þingmenn en Flokkur Fólksins með fjóra.VísirStaðan breyttist eftir að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins í desember og urðu utan flokka. Þingflokkur Flokks fólksins varð við það lang minnsti þingflokkurinn. Þingmenn Flokks Fólksins urðu tveir eftir að Ólafur og Karl Gauti voru reknir í kjölfar atburðanna á Klausturbarnum.VísirSamkvæmt þingsköpum Alþingis geta tveir þingmenn sem ganga úr öðrum þingflokkum ekki myndað þingflokk. Til þess þyrftu þeir að vera þrír. Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson geta því ekki myndað þingflokk og fá ekki fjárhagslegan stuðning eins og aðrir þingflokkar. Þá eru þeir mjög veikir í öllu nefndastarfi. Ólafur minnir á að þeim hafi til dæmis ekki verið úthlutaður ræðutími í umræðum um stöðu mála á Alþingi á mánudag. „Nú allt þetta auðvitað gerir það að verkum að við hljótum að meta það með hvaða hætti okkar störf hér á Alþingi, sem okkar kjósendur sendu okkur hingað til að rækja, geti orðið sem árangursríkust,“ segir Ólafur. Ef þeir tvímenningar gengju til liðs við Miðflokkinn þýddi það töluverðar breytingar á stöðu stjórnarandstöðuflokka. Miðflokkurinn yrði þá stærstur með níu þingmenn og tæki sæti Samfylkingarinnar í þeim efnum sem hefði til dæmis áhrif á skipan nefnda.Færi svo að Karl Gauti og Ólafur myndu ganga til liðs við Miðflokkinn yrði flokkurinn sá stærsti í stjórnarandstöðu með níu þingmenn.VísirÞá kæmi vel til greina að ganga til samstarfs við Miðflokkinn. „Það eru ýmsir kostir upp í þessu og eðlilegt að það sé farið sé mjög vandlega yfir þessa stöðu. Hún er auðvitað ný.“ Þar með yrði Miðflokkurinn þriðji stærsti þingflokkur á þingi og stærsti stjórnarandstöðu þingflokkurinn. „Ég meina við erum bara að byrja að átta okkur á þessari stöðu og við útilokum enga möguleika í þessu sambandi,“ segir Ólafur. Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. Ólafur Ísleifsson segir hann og Karl Gauta þurfa að meta hvernig störf þeirra á Alþingi verði árangursríkust. Eftir þingkosningar og myndun núverandi ríkisstjórnar voru þingflokkar Samfylkingar og Miðflokks stærstir stjórnarandstöðuflokka með sjö þingmenn hvor og Viðreisn og Flokkur fólksins minnstir þingflokka með fjóra þingmenn hvor flokkur.Eftir þingkosningar var Miðflokkurinn með sjö þingmenn en Flokkur Fólksins með fjóra.VísirStaðan breyttist eftir að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins í desember og urðu utan flokka. Þingflokkur Flokks fólksins varð við það lang minnsti þingflokkurinn. Þingmenn Flokks Fólksins urðu tveir eftir að Ólafur og Karl Gauti voru reknir í kjölfar atburðanna á Klausturbarnum.VísirSamkvæmt þingsköpum Alþingis geta tveir þingmenn sem ganga úr öðrum þingflokkum ekki myndað þingflokk. Til þess þyrftu þeir að vera þrír. Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson geta því ekki myndað þingflokk og fá ekki fjárhagslegan stuðning eins og aðrir þingflokkar. Þá eru þeir mjög veikir í öllu nefndastarfi. Ólafur minnir á að þeim hafi til dæmis ekki verið úthlutaður ræðutími í umræðum um stöðu mála á Alþingi á mánudag. „Nú allt þetta auðvitað gerir það að verkum að við hljótum að meta það með hvaða hætti okkar störf hér á Alþingi, sem okkar kjósendur sendu okkur hingað til að rækja, geti orðið sem árangursríkust,“ segir Ólafur. Ef þeir tvímenningar gengju til liðs við Miðflokkinn þýddi það töluverðar breytingar á stöðu stjórnarandstöðuflokka. Miðflokkurinn yrði þá stærstur með níu þingmenn og tæki sæti Samfylkingarinnar í þeim efnum sem hefði til dæmis áhrif á skipan nefnda.Færi svo að Karl Gauti og Ólafur myndu ganga til liðs við Miðflokkinn yrði flokkurinn sá stærsti í stjórnarandstöðu með níu þingmenn.VísirÞá kæmi vel til greina að ganga til samstarfs við Miðflokkinn. „Það eru ýmsir kostir upp í þessu og eðlilegt að það sé farið sé mjög vandlega yfir þessa stöðu. Hún er auðvitað ný.“ Þar með yrði Miðflokkurinn þriðji stærsti þingflokkur á þingi og stærsti stjórnarandstöðu þingflokkurinn. „Ég meina við erum bara að byrja að átta okkur á þessari stöðu og við útilokum enga möguleika í þessu sambandi,“ segir Ólafur.
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira