Danir koma að opnun nýrra matvöruverslana Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. janúar 2019 18:45 Verslunarkeðjan Super 1 (Einn) mun fylla í skarð þriggja Bónusverslana sem loka á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum. Danskt fyrirtæki kemur að opnuninni en einn eigenda keðjunnar telur að fjölskyldutengsl sín muni ekki standa í vegi virkrar samkeppni. „Við ætlum að bjóða upp á gott úrval og vera með verð sem fólk sættir sig algjörlega við og er samkeppnishæft á þessum markaði,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson en hann er einn þeirra sem standa að opnun keðjunnar. Til stendur að opna þrjár verslanir Super 1 á næstu mánuðum en auk verslunarinnar á Hallveigarstíg mun Super 1 opna í húsnæði Bónus í Faxafeni og á Smiðjuvegi. Eigendur Super 1 fá lyklana að Hallveigarstíg á föstudag og stefna að því að opna þar fyrstu verslunina í lok febrúar. Við opnunina munu Sigurður Pálmi og félagar njóta liðsinnis að utan. „Ég er að vinna þetta í samvinnu við danskt fyrirtæki sem er mjög reynslumikið á verslunarmarkaðnum,“ segir Sigurður. „Við munum fá mjög flottar, gæðavörur frá merki sem verður betur greint frá síðar. Ég er algjörlega sannfærður um að þetta eru vörur sem fólk mun læra að meta og treysta um ókomna framtíð.“ Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, hér fyrir miðju, er einn eigenda matvöruheimsendingarþjónustunnar Boxsins. Áður var hann framkvæmdastjóri íþróttavöruverslunarinnar Sports Direct í Kópavogi.Vísir/GvaStendur vaktina og þiggur ábendingar Margir íbúar Þingholtanna lýstu yfir áhyggjum sínum þegar fregnir bárust af lokun lágvöruverðsverslunarinnar í hverfinu. Sigurður Pálmi segist vilja taka mið af þessum röddum og ætlar sjálfur að standa á bakvið búðarborðið og taka á móti ábendingum. „Ég ólst hérna upp og bý rétt hjá. Ég hef tekið eftir því að fólk hefur beðið um meira úrval og kannski aðeins rýmri opnunartíma og ég held að við ættum að geta orðið við því,“ segir Sigurður. „Svo verð ég verslunarstjóri hérna til að byrja með og ég verð á staðnum. Fólk getur því komið til mín og komið með ábendingar. Ég vil vinna þetta með fólkinu í hverfinu og viðskiptavinum verslunarinnar,“ bætir hann við. „Það er kannski eitthvað sem þekkist yfirleitt ekki lengur, að fólk geti komið og talað við kaupmanninn. Ég verð hins vegar hér og tek við ábendingum frá viðskiptavinum, því þetta er nú einu sinni fólkið sem borgar laun mín og starfsfólksins. Óttast ekki að fjölskyldutengslin flæki reksturinn Sigurður Pálmi er sonur Ingibjargar Pálmadóttur, en hún er stór hluthafi í Högum sem rekur meðal annars verslanir Bónus. Sigurður telur þó að það muni ekki flækjast fyrir samkeppnisrekstrinum. „Nei, tengsl mín við Haga eru náttúrulega engin. Það eru auðvitað fjölskyldutengsl en þau skipta litlu máli í stóru myndinni. Það eru engin dagleg rekstrartengsl þannig að ég hef engar áhyggjur af því – ég fagna bara samkeppninni ef hún verður einhver,“ segir Sigurður. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, tekur í sama streng. „Við neytendur hljótum að fagna allri samkeppni, á öllum mörkuðum, hvar sem hún birtist því hún er neytendum til hagsbóta.“ Danmörk Neytendur Tengdar fréttir Opnar nýja verslun undir nýju merki við Hallveigarstíg í lok febrúar Verslunin opnar mun bjóða upp á nýjungar í vöruúrvali samkvæmt eigandanum. 26. janúar 2019 11:43 Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Verslunarkeðjan Super 1 (Einn) mun fylla í skarð þriggja Bónusverslana sem loka á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum. Danskt fyrirtæki kemur að opnuninni en einn eigenda keðjunnar telur að fjölskyldutengsl sín muni ekki standa í vegi virkrar samkeppni. „Við ætlum að bjóða upp á gott úrval og vera með verð sem fólk sættir sig algjörlega við og er samkeppnishæft á þessum markaði,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson en hann er einn þeirra sem standa að opnun keðjunnar. Til stendur að opna þrjár verslanir Super 1 á næstu mánuðum en auk verslunarinnar á Hallveigarstíg mun Super 1 opna í húsnæði Bónus í Faxafeni og á Smiðjuvegi. Eigendur Super 1 fá lyklana að Hallveigarstíg á föstudag og stefna að því að opna þar fyrstu verslunina í lok febrúar. Við opnunina munu Sigurður Pálmi og félagar njóta liðsinnis að utan. „Ég er að vinna þetta í samvinnu við danskt fyrirtæki sem er mjög reynslumikið á verslunarmarkaðnum,“ segir Sigurður. „Við munum fá mjög flottar, gæðavörur frá merki sem verður betur greint frá síðar. Ég er algjörlega sannfærður um að þetta eru vörur sem fólk mun læra að meta og treysta um ókomna framtíð.“ Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, hér fyrir miðju, er einn eigenda matvöruheimsendingarþjónustunnar Boxsins. Áður var hann framkvæmdastjóri íþróttavöruverslunarinnar Sports Direct í Kópavogi.Vísir/GvaStendur vaktina og þiggur ábendingar Margir íbúar Þingholtanna lýstu yfir áhyggjum sínum þegar fregnir bárust af lokun lágvöruverðsverslunarinnar í hverfinu. Sigurður Pálmi segist vilja taka mið af þessum röddum og ætlar sjálfur að standa á bakvið búðarborðið og taka á móti ábendingum. „Ég ólst hérna upp og bý rétt hjá. Ég hef tekið eftir því að fólk hefur beðið um meira úrval og kannski aðeins rýmri opnunartíma og ég held að við ættum að geta orðið við því,“ segir Sigurður. „Svo verð ég verslunarstjóri hérna til að byrja með og ég verð á staðnum. Fólk getur því komið til mín og komið með ábendingar. Ég vil vinna þetta með fólkinu í hverfinu og viðskiptavinum verslunarinnar,“ bætir hann við. „Það er kannski eitthvað sem þekkist yfirleitt ekki lengur, að fólk geti komið og talað við kaupmanninn. Ég verð hins vegar hér og tek við ábendingum frá viðskiptavinum, því þetta er nú einu sinni fólkið sem borgar laun mín og starfsfólksins. Óttast ekki að fjölskyldutengslin flæki reksturinn Sigurður Pálmi er sonur Ingibjargar Pálmadóttur, en hún er stór hluthafi í Högum sem rekur meðal annars verslanir Bónus. Sigurður telur þó að það muni ekki flækjast fyrir samkeppnisrekstrinum. „Nei, tengsl mín við Haga eru náttúrulega engin. Það eru auðvitað fjölskyldutengsl en þau skipta litlu máli í stóru myndinni. Það eru engin dagleg rekstrartengsl þannig að ég hef engar áhyggjur af því – ég fagna bara samkeppninni ef hún verður einhver,“ segir Sigurður. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, tekur í sama streng. „Við neytendur hljótum að fagna allri samkeppni, á öllum mörkuðum, hvar sem hún birtist því hún er neytendum til hagsbóta.“
Danmörk Neytendur Tengdar fréttir Opnar nýja verslun undir nýju merki við Hallveigarstíg í lok febrúar Verslunin opnar mun bjóða upp á nýjungar í vöruúrvali samkvæmt eigandanum. 26. janúar 2019 11:43 Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Opnar nýja verslun undir nýju merki við Hallveigarstíg í lok febrúar Verslunin opnar mun bjóða upp á nýjungar í vöruúrvali samkvæmt eigandanum. 26. janúar 2019 11:43
Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. 25. janúar 2019 16:49
Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent