Ég á mér draum um Matvælalandið Ísland Guðni Ágústsson skrifar 28. janúar 2019 07:00 Öllum mönnum finnst gott að eiga sér draum og draumum fylgja alltaf góð markmið. Við Íslendingar eigum saman alveg frábæra matvælaauðlind sem oft er nefnd Matvælalandið Ísland. Annars vegar er það hafið kringum landið, þar eigum við fiskinn sem er ein gjöfulasta matarkista heimsins í okkar eigu. Og hins vegar eigum við landið sjálft hreint og ómengað með einni dýrmætustu vatnsauðlind í heimi. Við eigum góða bændur sem byggja hinar dreifðu byggðir og reka búskap með búfjárstofnum sem af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er metinn og talinn einn sá heilbrigðasti í allri veröldinni. Allt er þetta metið út frá búfjársjúkdómum, sýklalyfjanotkun í dýrin og nú sýklalyfjagjöf í fóður sem er ný vá í Evrópu og Bandaríkjunum og veldur því að fólk fær lyfjaónæmar bakteríur í gegnum fæðuna. Hér er tekist á um hvort leyfa eigi innflutning á hráu kjöti en hingað til hefur það orðið að vera frosið sem læknar telja öryggisatriði út frá pestum o.fl. sem borist geta. ESB segir okkur skylduga út frá samningum að taka við hráu kjöti og hafna enn öllum rökum vísindamanna í læknisfræði.Stefnumótun með bændunum okkar Eru þetta ekki dálítil forréttindi að eiga matarborð sem býður upp á úrvalsvöru sem sker sig úr í allri veröldinni? Þarna á ég við allt kjöt framleitt hér hvort það er naut, svín, kjúklingur eða kalkúnn svo ekki sé talað um blessað lambið sem er gullinmura og gleymmérey, villibráð. Og enn fremur allt grænmeti frá móður jörð og úr gróðurhúsum landsins. Nú þegar umræða um sjúkdóma og lyfjaóþol skekur heimsbyggðina er þá ekki best að fagna þessari stöðu okkar og verja hana. Það hefur enginn, hvorki forsendur né rétt til þess að tala þessi varnaðarorð niður sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur sent frá sér og alls ekki Félag atvinnurekenda á Íslandi eða Verslunarráðið. Væri ekki rétt við þessar aðstæður að setja sér markmið um að framleiða sem mest af kjöti, mjólkurvörum og grænmeti í landinu okkar. Hollur er heimafenginn baggi auk þess sem hann sparar kolefnisspor. Hér á Íslandi stunda bændurnir okkar ábyrga matvælaframleiðslu. Víða um heim er pottur brotinn í þeim efnum þótt löndin séu misvel stödd, en það er alls ekki sama kjöt og kjöt, grænmeti og grænmeti. Hvernig væri að við sem þjóð settum okkur markmið t.d. til næstu tíu ára að bændurnir okkar anni innanlandsþörfinni á kjöti, mjólkurvörum og grænmeti? Ríkisstjórnin með Bændasamtökum yrði að leiða svona stefnumótun og aðgerðir þeim tengdar en sjálfsagt er að sem flestir komi að verkefninu svo sem Alþingi, Samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfingin, Félag atvinnurekenda, Samtök verslunar og þjónustu, Neytendasamtökin, Landlæknisembættið o.fl. Við eigum fátt í þessu landi sem við erum jafn stolt af og matvælunum frá sjó og landi nema væri fegurð landsins. Ísland og Noregur eru löndin sem uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þegar - til hamingju íslenskir neytendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðni Ágústsson Landbúnaður Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Öllum mönnum finnst gott að eiga sér draum og draumum fylgja alltaf góð markmið. Við Íslendingar eigum saman alveg frábæra matvælaauðlind sem oft er nefnd Matvælalandið Ísland. Annars vegar er það hafið kringum landið, þar eigum við fiskinn sem er ein gjöfulasta matarkista heimsins í okkar eigu. Og hins vegar eigum við landið sjálft hreint og ómengað með einni dýrmætustu vatnsauðlind í heimi. Við eigum góða bændur sem byggja hinar dreifðu byggðir og reka búskap með búfjárstofnum sem af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er metinn og talinn einn sá heilbrigðasti í allri veröldinni. Allt er þetta metið út frá búfjársjúkdómum, sýklalyfjanotkun í dýrin og nú sýklalyfjagjöf í fóður sem er ný vá í Evrópu og Bandaríkjunum og veldur því að fólk fær lyfjaónæmar bakteríur í gegnum fæðuna. Hér er tekist á um hvort leyfa eigi innflutning á hráu kjöti en hingað til hefur það orðið að vera frosið sem læknar telja öryggisatriði út frá pestum o.fl. sem borist geta. ESB segir okkur skylduga út frá samningum að taka við hráu kjöti og hafna enn öllum rökum vísindamanna í læknisfræði.Stefnumótun með bændunum okkar Eru þetta ekki dálítil forréttindi að eiga matarborð sem býður upp á úrvalsvöru sem sker sig úr í allri veröldinni? Þarna á ég við allt kjöt framleitt hér hvort það er naut, svín, kjúklingur eða kalkúnn svo ekki sé talað um blessað lambið sem er gullinmura og gleymmérey, villibráð. Og enn fremur allt grænmeti frá móður jörð og úr gróðurhúsum landsins. Nú þegar umræða um sjúkdóma og lyfjaóþol skekur heimsbyggðina er þá ekki best að fagna þessari stöðu okkar og verja hana. Það hefur enginn, hvorki forsendur né rétt til þess að tala þessi varnaðarorð niður sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur sent frá sér og alls ekki Félag atvinnurekenda á Íslandi eða Verslunarráðið. Væri ekki rétt við þessar aðstæður að setja sér markmið um að framleiða sem mest af kjöti, mjólkurvörum og grænmeti í landinu okkar. Hollur er heimafenginn baggi auk þess sem hann sparar kolefnisspor. Hér á Íslandi stunda bændurnir okkar ábyrga matvælaframleiðslu. Víða um heim er pottur brotinn í þeim efnum þótt löndin séu misvel stödd, en það er alls ekki sama kjöt og kjöt, grænmeti og grænmeti. Hvernig væri að við sem þjóð settum okkur markmið t.d. til næstu tíu ára að bændurnir okkar anni innanlandsþörfinni á kjöti, mjólkurvörum og grænmeti? Ríkisstjórnin með Bændasamtökum yrði að leiða svona stefnumótun og aðgerðir þeim tengdar en sjálfsagt er að sem flestir komi að verkefninu svo sem Alþingi, Samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfingin, Félag atvinnurekenda, Samtök verslunar og þjónustu, Neytendasamtökin, Landlæknisembættið o.fl. Við eigum fátt í þessu landi sem við erum jafn stolt af og matvælunum frá sjó og landi nema væri fegurð landsins. Ísland og Noregur eru löndin sem uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þegar - til hamingju íslenskir neytendur.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun