Sjálfræði Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. janúar 2019 07:00 Umsagnarfrestur fyrir frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um þungunarrof – frumvarp sem í óbreyttri mynd heimilar þungunarrof til loka 22. viku þungunar – er liðinn og ef það er eitthvað sem blasir við þegar rýnt er í innsend erindi þá er það sú staðreynd að trúfélög eiga lítið erindi í þarfa umræðu um líkamlegt sjálfræði kvenna. Þetta ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart, enda hafa boðberar fagnaðarerindis af öllum gerðum gert tilkall til yfirráða yfir æxlunarfærum kvenna í gegnum aldirnar. Á sama tíma er gleðilegt að sjá þau jákvæðu viðbrögð sem frumvarpið fær frá þeim sem löngun hafa haft til að kynna sér málið af yfirvegun. Umræðan um þungunarrof verður aldrei einföld. Því sem betur fer eru skiptar skoðanir um málið. Við erum nefnilega svo lánsöm að búa í lýðræðislegu fjölhyggjusamfélagi þar sem allir eiga rétt á að koma sínum skoðunum á framfæri. En til þess að eiga farsæla umræðu um þungunarof þurfum við að hafa í huga hver kjarni málsins er í raun og veru. Í gær voru 84 ár síðan Ísland varð eitt fyrsta landið í heiminum til að lögleiða fóstureyðingar. Erfiður veruleiki fóstureyðinga hefur verið hluti af okkar samfélagi í hartnær öld, og engin breyting mun verða þar á í fyrirsjáanlegri framtíð. Umræðan um fóstureyðingar snýst því um ákveðna grunnþjónustu í okkar samfélagi og hvernig við veitum hana með skilvirkum og skynsamlegum hætti þar sem við virðum sjálfsákvörðunarrétt verðandi mæðra og, umfram allt, treystum dómgreind þeirra. Okkur ber skylda til að veita konum sem finna sig í þeirri átakanlegu stöðu að taka ákvörðun um framhald þungunar bestu mögulegu þjónustu, líkamlega og andlega. Það frumvarp sem nú er til umræðu byggir greinilega á þessari mikilvægu hugsjón og hún virðist vandlega rökstudd af nýjustu vísindum og þekkingu á þessu sviði. Og um leið ber að hafa í huga að örfá tilfelli á ári koma upp þar sem þungunarrof eftir 22. viku meðgöngu er gert. En með rýmri viðmiðunartíma fá verðandi foreldrar mun betri mynd af stöðu mála og heilsu ófædds barns. Þungunarrof er vafalaust siðferðilegt álitaefni, en það verður seint talið siðferðilegt vandamál. Sem álitamál á það erindi í upplýsta umræðu um hvenær líf raunverulega kviknar; af hverju sum pör vilja ekki eignast börn sem líklega munu glíma við fötlun, hver réttur ófædds barns er og önnur margslungin siðferðileg álitaefni. Baráttufólk fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna sem og þau sem eru á öndverðum meiði ættu að vera óhrædd við að ræða þessar mikilvægu spurningar. Það er hér, á vettvangi sálgæslu og stuðnings, sem trúfélög eiga að beita sér, líkt og þau hafa gert svo ágætlega í aldanna rás. Í komandi umræðu um þungunarrof munum við fylgjast með þeim sem sjá pólitísk sóknarfæri í fordæmingunni. Þau munu lítið hjálpa við að afmá þá skömm sem margir upplifa við þungunarrof og munu gera lítið úr þeim félagslegu aðstæðum sem oft og tíðum búa að baki ákvörðuninni. Þau sem raunverulega hafa áhuga á að hjálpa til munu yfirgefa skotgrafirnar, viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt kvenna og stuðla að upplýstri ákvarðanatöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Umsagnarfrestur fyrir frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um þungunarrof – frumvarp sem í óbreyttri mynd heimilar þungunarrof til loka 22. viku þungunar – er liðinn og ef það er eitthvað sem blasir við þegar rýnt er í innsend erindi þá er það sú staðreynd að trúfélög eiga lítið erindi í þarfa umræðu um líkamlegt sjálfræði kvenna. Þetta ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart, enda hafa boðberar fagnaðarerindis af öllum gerðum gert tilkall til yfirráða yfir æxlunarfærum kvenna í gegnum aldirnar. Á sama tíma er gleðilegt að sjá þau jákvæðu viðbrögð sem frumvarpið fær frá þeim sem löngun hafa haft til að kynna sér málið af yfirvegun. Umræðan um þungunarrof verður aldrei einföld. Því sem betur fer eru skiptar skoðanir um málið. Við erum nefnilega svo lánsöm að búa í lýðræðislegu fjölhyggjusamfélagi þar sem allir eiga rétt á að koma sínum skoðunum á framfæri. En til þess að eiga farsæla umræðu um þungunarof þurfum við að hafa í huga hver kjarni málsins er í raun og veru. Í gær voru 84 ár síðan Ísland varð eitt fyrsta landið í heiminum til að lögleiða fóstureyðingar. Erfiður veruleiki fóstureyðinga hefur verið hluti af okkar samfélagi í hartnær öld, og engin breyting mun verða þar á í fyrirsjáanlegri framtíð. Umræðan um fóstureyðingar snýst því um ákveðna grunnþjónustu í okkar samfélagi og hvernig við veitum hana með skilvirkum og skynsamlegum hætti þar sem við virðum sjálfsákvörðunarrétt verðandi mæðra og, umfram allt, treystum dómgreind þeirra. Okkur ber skylda til að veita konum sem finna sig í þeirri átakanlegu stöðu að taka ákvörðun um framhald þungunar bestu mögulegu þjónustu, líkamlega og andlega. Það frumvarp sem nú er til umræðu byggir greinilega á þessari mikilvægu hugsjón og hún virðist vandlega rökstudd af nýjustu vísindum og þekkingu á þessu sviði. Og um leið ber að hafa í huga að örfá tilfelli á ári koma upp þar sem þungunarrof eftir 22. viku meðgöngu er gert. En með rýmri viðmiðunartíma fá verðandi foreldrar mun betri mynd af stöðu mála og heilsu ófædds barns. Þungunarrof er vafalaust siðferðilegt álitaefni, en það verður seint talið siðferðilegt vandamál. Sem álitamál á það erindi í upplýsta umræðu um hvenær líf raunverulega kviknar; af hverju sum pör vilja ekki eignast börn sem líklega munu glíma við fötlun, hver réttur ófædds barns er og önnur margslungin siðferðileg álitaefni. Baráttufólk fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna sem og þau sem eru á öndverðum meiði ættu að vera óhrædd við að ræða þessar mikilvægu spurningar. Það er hér, á vettvangi sálgæslu og stuðnings, sem trúfélög eiga að beita sér, líkt og þau hafa gert svo ágætlega í aldanna rás. Í komandi umræðu um þungunarrof munum við fylgjast með þeim sem sjá pólitísk sóknarfæri í fordæmingunni. Þau munu lítið hjálpa við að afmá þá skömm sem margir upplifa við þungunarrof og munu gera lítið úr þeim félagslegu aðstæðum sem oft og tíðum búa að baki ákvörðuninni. Þau sem raunverulega hafa áhuga á að hjálpa til munu yfirgefa skotgrafirnar, viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt kvenna og stuðla að upplýstri ákvarðanatöku.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun