Skrúfuþota Ernis kyrrsett Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. janúar 2019 06:00 Flugvallarstarfsmenn drógu skrúfuþotu Ernis að Flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli og lögðu síðan sendibíl fyrir framan vélina til að tryggja að henni yrði ekki flogið á brott. Fréttablaðið/Stefán Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. „Menn eru aðeins að hnykla vöðvana,“ segir Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis um kyrrsetninguna sem gerð var í fyrradag. Auk lendingagjalda greiðir Ernir Isavia yfirflugsgjöld og leigu vegna aðstöðu í flugstöðvum. Ernir fljúga áætlunarflug frá Reykjavík til Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Húsavík, Bíldudals og Gjögurs. Aðspurður segir Hörður skuldina í dag svara til um það bil eins árs þjónustugjalda og nema 98 milljónum króna. „Það hefur safnast upp svolítil skuld sem við höfum átt erfitt með að klára núna vegna þess að andrúmið í flugrekstri er tiltölulega þungt um þessar mundir,“ segir hann. Hörður segir aðdragandann að kyrrsetningu skrúfuþotunnar hafa verið sérstakan. „Ég var í jarðarför austur á Hornafirði þegar þetta gerist og þegar ég kom til borgarinnar um kvöldið var þetta allt afstaðið.“ Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, vill ekki staðfesta upphæð skuldar Ernis við fyrirtækið. Kyrrsetningi sé vegna ógreiddra notanda- og flugleiðsögugjalda innanlands. „Isavia hefur leitað leiða til að komast hjá því að grípa til þessara innheimtuaðgerðar, en ljóst er að um lokaúrræði er að ræða vegna ítrekaðra vanskila,“ segir Guðjón. Aðspurður hvað Ernir þurfi að gera til kyrrsetningunni sé aflétt svarar Guðjón. „Það þarf að greiða skuldina eða leggja fram tryggingu fyrir upphæðinni.“ Dornier skrúfuþotan kom til landsins í maí í fyrra en var ekki tekin í notkun fyrr en í desember. Hún er stærsta flugvél Ernis, tekur 32 farþega. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Hornafjörður Tengdar fréttir Gæti fjölgað farþegum og orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, að mati forstjóra Flugfélagsins Ernis. 6. desember 2018 21:45 Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. „Menn eru aðeins að hnykla vöðvana,“ segir Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis um kyrrsetninguna sem gerð var í fyrradag. Auk lendingagjalda greiðir Ernir Isavia yfirflugsgjöld og leigu vegna aðstöðu í flugstöðvum. Ernir fljúga áætlunarflug frá Reykjavík til Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Húsavík, Bíldudals og Gjögurs. Aðspurður segir Hörður skuldina í dag svara til um það bil eins árs þjónustugjalda og nema 98 milljónum króna. „Það hefur safnast upp svolítil skuld sem við höfum átt erfitt með að klára núna vegna þess að andrúmið í flugrekstri er tiltölulega þungt um þessar mundir,“ segir hann. Hörður segir aðdragandann að kyrrsetningu skrúfuþotunnar hafa verið sérstakan. „Ég var í jarðarför austur á Hornafirði þegar þetta gerist og þegar ég kom til borgarinnar um kvöldið var þetta allt afstaðið.“ Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, vill ekki staðfesta upphæð skuldar Ernis við fyrirtækið. Kyrrsetningi sé vegna ógreiddra notanda- og flugleiðsögugjalda innanlands. „Isavia hefur leitað leiða til að komast hjá því að grípa til þessara innheimtuaðgerðar, en ljóst er að um lokaúrræði er að ræða vegna ítrekaðra vanskila,“ segir Guðjón. Aðspurður hvað Ernir þurfi að gera til kyrrsetningunni sé aflétt svarar Guðjón. „Það þarf að greiða skuldina eða leggja fram tryggingu fyrir upphæðinni.“ Dornier skrúfuþotan kom til landsins í maí í fyrra en var ekki tekin í notkun fyrr en í desember. Hún er stærsta flugvél Ernis, tekur 32 farþega.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Hornafjörður Tengdar fréttir Gæti fjölgað farþegum og orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, að mati forstjóra Flugfélagsins Ernis. 6. desember 2018 21:45 Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Gæti fjölgað farþegum og orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, að mati forstjóra Flugfélagsins Ernis. 6. desember 2018 21:45
Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00
Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00