Hörður segist stefna á að fá aðra Dornier-vél fyrir vorið Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2019 19:30 Hörður Guðmundsson við Dornier-vélina á Reykjavíkurflugvelli í dag. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Dornier-skrúfuþota Ernis, sem Isavia kyrrsetti í fyrradag vegna vanskila, var ræst á ný í dag. Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir félagið glíma við lausafjárskort en staðan sé ekki verri en svo að hann stefni að því að fá aðra Dornier fyrir vorið. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Isavia kyrrsetti þetta flaggskip Ernis vegna vanskila á lendingargjöldum og öðrum þjónustugjöldum. Flugvélin var þó leyst úr prísundinni í hádeginu í dag. Formlegri kyrrsetningu hefur samt ekki verið aflétt en Ernir fékk heimild til að keyra upp hreyflana vegna viðhalds. Við spurðum Hörð hvort hann væri að fara á hausinn: „Nei, það er öðru nær. Þetta fyrirtæki er sterkt, á góða markaðshlutdeild, og það er ekkert í farvatninu með neitt slíkt.“ -En reyndust kaupin á Dornier-vélinni félaginu erfið? „Nei, kaupin voru mjög létt. En skráningarferlið tók töluverðan tíma og við misstum af sumrinu, sem gerði það að verkum að lausafjárstaðan varð verri en ætlað var.“Dornier-skrúfuþotan kom til Reykjavíkur 23. maí á nýliðnu ári. Hún komst ekki í áætlunarflug fyrr en 5. desember síðastliðinn.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hörður og Isavia munu eiga viðræður næstu daga um uppgjör skuldarinnar, sem hann segir nema 98 milljónum króna. Þetta sé tímabundið. „Við erum með öll okkar lán og allt í skilum allsstaðar. Við höfum greitt Isavia og forverum þeirra allar skuldir og öll gjöld í nærri því fimmtíu ár. Þetta er í fyrsta skipti sem við lendum í því að vél sé stöðvuð. En það er í sjálfu sér engin vá, ef svo má segja, fyrir dyrum, þó að vél stoppi einhvern tíma. En slæm umræða sem gæti skapast þegar svona aðgerðir eru gerðar þær geta skaðað fyrirtækið meira heldur en þó að vél stoppi einhvern tíma.“ Hann segist raunar sjá fram á mikil verkefni fyrir Dornier-vélina næsta sumar. „Og vonandi verður komin önnur slík að vori.“ -Ertu að stefna á það? „Já, ég er að stefna á það. Og hún er til boða,“ svarar Hörður. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira
Dornier-skrúfuþota Ernis, sem Isavia kyrrsetti í fyrradag vegna vanskila, var ræst á ný í dag. Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir félagið glíma við lausafjárskort en staðan sé ekki verri en svo að hann stefni að því að fá aðra Dornier fyrir vorið. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Isavia kyrrsetti þetta flaggskip Ernis vegna vanskila á lendingargjöldum og öðrum þjónustugjöldum. Flugvélin var þó leyst úr prísundinni í hádeginu í dag. Formlegri kyrrsetningu hefur samt ekki verið aflétt en Ernir fékk heimild til að keyra upp hreyflana vegna viðhalds. Við spurðum Hörð hvort hann væri að fara á hausinn: „Nei, það er öðru nær. Þetta fyrirtæki er sterkt, á góða markaðshlutdeild, og það er ekkert í farvatninu með neitt slíkt.“ -En reyndust kaupin á Dornier-vélinni félaginu erfið? „Nei, kaupin voru mjög létt. En skráningarferlið tók töluverðan tíma og við misstum af sumrinu, sem gerði það að verkum að lausafjárstaðan varð verri en ætlað var.“Dornier-skrúfuþotan kom til Reykjavíkur 23. maí á nýliðnu ári. Hún komst ekki í áætlunarflug fyrr en 5. desember síðastliðinn.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hörður og Isavia munu eiga viðræður næstu daga um uppgjör skuldarinnar, sem hann segir nema 98 milljónum króna. Þetta sé tímabundið. „Við erum með öll okkar lán og allt í skilum allsstaðar. Við höfum greitt Isavia og forverum þeirra allar skuldir og öll gjöld í nærri því fimmtíu ár. Þetta er í fyrsta skipti sem við lendum í því að vél sé stöðvuð. En það er í sjálfu sér engin vá, ef svo má segja, fyrir dyrum, þó að vél stoppi einhvern tíma. En slæm umræða sem gæti skapast þegar svona aðgerðir eru gerðar þær geta skaðað fyrirtækið meira heldur en þó að vél stoppi einhvern tíma.“ Hann segist raunar sjá fram á mikil verkefni fyrir Dornier-vélina næsta sumar. „Og vonandi verður komin önnur slík að vori.“ -Ertu að stefna á það? „Já, ég er að stefna á það. Og hún er til boða,“ svarar Hörður.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45
Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00
Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00