Borgin bauð 18 þúsund manns á leiksýningar mikael@frettabladid.is skrifar 12. janúar 2019 08:15 Gjafakort í leikhús er vinsæl gjöf og hefur mælst vel fyrir. FBL/GVA Reykjavíkurborg greiddi 43,5 milljónir króna fyrir jólagjafir starfsfólks borgarinnar að þessu sinni en um var að ræða gjafakort fyrir tvo á sýningu að eigin vali í Borgarleikhúsinu. Trúnaði af gjöfinni og kostnaði var aflétt á síðasta borgarráðsfundi. 43,5 milljónir í heildarkostnað fyrir borgina verður að teljast nokkuð vel sloppið í ljósi þess að hjá borginni starfa ríflega 9 þúsund manns og leikhúsmiðar fjarri því ódýrir. Þar sem gjöfin er fyrir tvo jafngildir hún því að borgin hafi boðið átján þúsund manns í leikhús á næsta ári og greitt um 2.400 krónur fyrir miðann. Algengt miðaverð á sýningar í Borgarleikhúsinu fyrir almenning er á bilinu 6.500-7.500 krónur. Reykjavíkurborg er sem kunnugt er eigandi Borgarleikhússins sjálfs en Leikfélag Reykjavíkur er sjálfseignarstofnun. Í gildi er rekstrarsamningur borgar og leikfélagsins sem framlengdur var til þriggja ára í september síðastliðnum. Þar er kveðið á um að borgin styrki leikhúsið um rúman milljarð á ári til ársins 2021. Þar að auki hefur undanfarin ár komið til þess að borgin hafi þurft að leggja leikhúsinu til viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn, árið 2017 nam það framlag 21 milljón. Jólagjöfin er því ágæt búbót fyrir rekstur Borgarleikhússins. Til að setja miðafjöldann sem jólagjöf borgarinnar felur í sér í samhengi þá fengust þær upplýsingar hjá Borgarleikhúsinu að Elly hafi verið aðsóknarmesta sýningin leikárið 2017-2018 með 45.300 gesti. Þá duga 18 þúsund gestir til að fylla stóra sal leikhússins ríflega 32 sinnum. Í greinargerð borgarstjóra vegna málsins segir að sambærileg leikhúsmiðagjöf árið 2017 hafi vakið mikla ánægju starfsfólks og að borgin vilji sýna starfsfólki sínu þakklæti í verki. Slíkt sé mikilvægt á tímum þegar skortur er á starfsfólki í ýmis störf og hörð samkeppni um hæft starfsfólk. Athygli vekur að Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vék af fundi borgarráðs við afgreiðslu málsins en hann situr í leikhúsráði Þjóðleikhússins og hefur því metið sig vanhæfan. Hinir borgarráðsfulltrúar flokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram bókun. Sögðu þær að þó sjálfsagt og eðlilegt væri að gefa starfsfólki borgarinnar jólagjafir hefði verið eðlilegt að leita tilboða. „Þar sem fleiri en einn aðili geta veitt þessa þjónustu. Reynslan sýnir að með því móti fæst meira fyrir peningana,“ segir í bókuninni. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Jól Jólagjafir fyrirtækja Leikhús Tengdar fréttir Jólagjafir fyrirtækjanna: Bose hátalarar, gjafakort og 200 þúsund króna jólabónus Sum fyrirtæki borguðu starfsmönnum sínum jólabónus og önnur gáfu matarkörfur en ljóst er að gjafirnar voru afar fjölbreyttar. 25. desember 2018 15:12 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Reykjavíkurborg greiddi 43,5 milljónir króna fyrir jólagjafir starfsfólks borgarinnar að þessu sinni en um var að ræða gjafakort fyrir tvo á sýningu að eigin vali í Borgarleikhúsinu. Trúnaði af gjöfinni og kostnaði var aflétt á síðasta borgarráðsfundi. 43,5 milljónir í heildarkostnað fyrir borgina verður að teljast nokkuð vel sloppið í ljósi þess að hjá borginni starfa ríflega 9 þúsund manns og leikhúsmiðar fjarri því ódýrir. Þar sem gjöfin er fyrir tvo jafngildir hún því að borgin hafi boðið átján þúsund manns í leikhús á næsta ári og greitt um 2.400 krónur fyrir miðann. Algengt miðaverð á sýningar í Borgarleikhúsinu fyrir almenning er á bilinu 6.500-7.500 krónur. Reykjavíkurborg er sem kunnugt er eigandi Borgarleikhússins sjálfs en Leikfélag Reykjavíkur er sjálfseignarstofnun. Í gildi er rekstrarsamningur borgar og leikfélagsins sem framlengdur var til þriggja ára í september síðastliðnum. Þar er kveðið á um að borgin styrki leikhúsið um rúman milljarð á ári til ársins 2021. Þar að auki hefur undanfarin ár komið til þess að borgin hafi þurft að leggja leikhúsinu til viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn, árið 2017 nam það framlag 21 milljón. Jólagjöfin er því ágæt búbót fyrir rekstur Borgarleikhússins. Til að setja miðafjöldann sem jólagjöf borgarinnar felur í sér í samhengi þá fengust þær upplýsingar hjá Borgarleikhúsinu að Elly hafi verið aðsóknarmesta sýningin leikárið 2017-2018 með 45.300 gesti. Þá duga 18 þúsund gestir til að fylla stóra sal leikhússins ríflega 32 sinnum. Í greinargerð borgarstjóra vegna málsins segir að sambærileg leikhúsmiðagjöf árið 2017 hafi vakið mikla ánægju starfsfólks og að borgin vilji sýna starfsfólki sínu þakklæti í verki. Slíkt sé mikilvægt á tímum þegar skortur er á starfsfólki í ýmis störf og hörð samkeppni um hæft starfsfólk. Athygli vekur að Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vék af fundi borgarráðs við afgreiðslu málsins en hann situr í leikhúsráði Þjóðleikhússins og hefur því metið sig vanhæfan. Hinir borgarráðsfulltrúar flokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram bókun. Sögðu þær að þó sjálfsagt og eðlilegt væri að gefa starfsfólki borgarinnar jólagjafir hefði verið eðlilegt að leita tilboða. „Þar sem fleiri en einn aðili geta veitt þessa þjónustu. Reynslan sýnir að með því móti fæst meira fyrir peningana,“ segir í bókuninni.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Jól Jólagjafir fyrirtækja Leikhús Tengdar fréttir Jólagjafir fyrirtækjanna: Bose hátalarar, gjafakort og 200 þúsund króna jólabónus Sum fyrirtæki borguðu starfsmönnum sínum jólabónus og önnur gáfu matarkörfur en ljóst er að gjafirnar voru afar fjölbreyttar. 25. desember 2018 15:12 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Jólagjafir fyrirtækjanna: Bose hátalarar, gjafakort og 200 þúsund króna jólabónus Sum fyrirtæki borguðu starfsmönnum sínum jólabónus og önnur gáfu matarkörfur en ljóst er að gjafirnar voru afar fjölbreyttar. 25. desember 2018 15:12