Sat heima í Noregi og fjarstýrði nauðgunum á 65 barnungum stúlkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2019 08:19 Maðurinn er talinn hafa greitt samtals nær hálfa milljón norskra króna fyrir ofbeldið. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Norskur karlmaður hefur verið dæmdur í tólf og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisofbeldi gegn tugum filippseyskra stúlkna. Maðurinn pantaði ofbeldið á netinu og fylgdist með verknaðinum frá heimili sínu. Um er að ræða þyngsta dóm sinnar tegundar sem fallið hefur í Noregi, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK.Alvarlegasta brotið gegn 8-10 ára stúlku Maðurinn er sjötugur og búsettur í Sunnmøre í vesturhluta Noregs. Brot hans spanna eins til tveggja ára tímabil en hann pantaði og greiddi fyrir ofbeldi gegn 65 filippseyskum stúlkum, ungbörn þar með talin. Ofbeldinu var streymt í gegnum vefmyndavél og fylgdist maðurinn með því frá heimili sínu í Noregi. Alvarlegasta brotið var gegn stúlku á aldrinum átta til tíu ára sem var nauðgað í mynd í fjórtán mínútur. Þá var maðurinn einnig dæmdur fyrir að hafa brotið gegn þriggja ára stúlku en verknaðurinn er sagður hafa staðið yfir í fjörutíu mínútur. Greiddi samtals sjö milljónir fyrir ofbeldið Maðurinn neitaði fyrst sök í alvarlegustu ákæruliðunum en „lagði síðar öll spilin á borðið“, líkt og segir í frétt NRK. Hann sagðist hafa verið á slæmum stað í einkalífinu þegar hann heimsótti fyrst vefsíður sem buðu upp á umrætt ofbeldi gegn greiðslu. Þar hafi hann komist í samband við konur sem sögðust mæður stúlknanna og þær hafi hvatt hann til að panta voðaverkin. Maðurinn er talinn hafa greitt samtals nær hálfa milljón norskra króna, eða um sjö milljónir íslenskra króna, fyrir ofbeldið gegn stúlkunum. Norska lögreglan komst á snoðir um brot hans eftir ábendingu frá Bandarísku alríkislögreglunni, FBI. Í dómnum yfir manninum er hann sagður hafa átt þátt í að viðhalda hryllilegum kynlífsiðnaði með brotum sínum. Asía Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Fjarstýrði nauðgunum á ungbörnum 39 ára gamall maður var dæmdur í undirrétti í Östersund í Svíþjóð í 14 ára fangelsi fyrir að hafa pantað nauðganir á börnum. 19. febrúar 2018 05:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Norskur karlmaður hefur verið dæmdur í tólf og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisofbeldi gegn tugum filippseyskra stúlkna. Maðurinn pantaði ofbeldið á netinu og fylgdist með verknaðinum frá heimili sínu. Um er að ræða þyngsta dóm sinnar tegundar sem fallið hefur í Noregi, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK.Alvarlegasta brotið gegn 8-10 ára stúlku Maðurinn er sjötugur og búsettur í Sunnmøre í vesturhluta Noregs. Brot hans spanna eins til tveggja ára tímabil en hann pantaði og greiddi fyrir ofbeldi gegn 65 filippseyskum stúlkum, ungbörn þar með talin. Ofbeldinu var streymt í gegnum vefmyndavél og fylgdist maðurinn með því frá heimili sínu í Noregi. Alvarlegasta brotið var gegn stúlku á aldrinum átta til tíu ára sem var nauðgað í mynd í fjórtán mínútur. Þá var maðurinn einnig dæmdur fyrir að hafa brotið gegn þriggja ára stúlku en verknaðurinn er sagður hafa staðið yfir í fjörutíu mínútur. Greiddi samtals sjö milljónir fyrir ofbeldið Maðurinn neitaði fyrst sök í alvarlegustu ákæruliðunum en „lagði síðar öll spilin á borðið“, líkt og segir í frétt NRK. Hann sagðist hafa verið á slæmum stað í einkalífinu þegar hann heimsótti fyrst vefsíður sem buðu upp á umrætt ofbeldi gegn greiðslu. Þar hafi hann komist í samband við konur sem sögðust mæður stúlknanna og þær hafi hvatt hann til að panta voðaverkin. Maðurinn er talinn hafa greitt samtals nær hálfa milljón norskra króna, eða um sjö milljónir íslenskra króna, fyrir ofbeldið gegn stúlkunum. Norska lögreglan komst á snoðir um brot hans eftir ábendingu frá Bandarísku alríkislögreglunni, FBI. Í dómnum yfir manninum er hann sagður hafa átt þátt í að viðhalda hryllilegum kynlífsiðnaði með brotum sínum.
Asía Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Fjarstýrði nauðgunum á ungbörnum 39 ára gamall maður var dæmdur í undirrétti í Östersund í Svíþjóð í 14 ára fangelsi fyrir að hafa pantað nauðganir á börnum. 19. febrúar 2018 05:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Fjarstýrði nauðgunum á ungbörnum 39 ára gamall maður var dæmdur í undirrétti í Östersund í Svíþjóð í 14 ára fangelsi fyrir að hafa pantað nauðganir á börnum. 19. febrúar 2018 05:45