Lifði af árásina á Tvíburaturnina en myrtur af hryðjuverkamönnum í Kenía Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2019 20:37 Bandaríkjamaðurinn Jason Spindler er einn þeirra fjórtán sem myrtir var af hryðjuverkamönnum al-Shabab á hótel í Kenía í gær. Vísir/AP Bandaríkjamaðurinn Jason Spindler er einn þeirra fjórtán sem myrtir var af hryðjuverkamönnum al-Shabab á hótel í Kenía í gær. Það þykir merkilegt fyrir þær sakir að Spindler var staddur í Tvíburaturnunum í september 2001, þegar hryðjuverkamenn al-Qaeda flugu farþegaþotum á turnana. Spindler starfaði á árum áður sem fjárfestir eftir að hann útskrifaðist úr háskóla árið 2000. Seinna breytti hann um stefnu og varð lögmaður og starfaði hann mikið erlendis við sjálfboðastörf. Í samtali við Washington Post segir meðleigjandi Spindler að þegar árásin var gerð árið 2001 hafi Spindler hjálpað fólki við að komast út úr byggingunum í stað þess að hlaupa í skjól. „Þegar við heyrum skothríð, hlaupa margir í burtu. Hann fyrstu viðbrögð voru öfug. Hann hljóp beint að skothríðinni,“ segir meðleigjandinn Kevin Yu. Yu segir enn fremur að árásin á Tvíburaturnana hafi breytt viðhorfi Spindler á lífið. Hann hafi sífellt verið að leita leiða til að gefa eitthvað af sér. „Ég er handviss um að þegar hann heyrði sprengingarnar fyrir utan hótelið reyndi hann að stökkva til og hjálpa,“ segir Yu. Árásin hófst um hádegisbil að íslenskum tíma í gær þegar minnst fjórir vígamenn hentu handsprengjum að farartækjum fyrir utan hótelið áður en þeir ruddust þar inn, þar sem einn þeirra sprengdi sig í loft upp. Al-Shabab, sem tengjast al-Qaeds, segir árásina vera hefndaraðgerð vegna ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að færa sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael til Jerúsalem. Afríka Bandaríkin Kenía Tengdar fréttir Fimmtán látnir í árásinni í Kenía Nú er ljóst að fimmtán eru látnir hið minnsta eftir að hryðjuverkasamtökin Al Shabab gerðu árás á lúxushótel í Naíróbí í Kenía í gær. 16. janúar 2019 06:56 Segir búið að fella alla árásarmennina í Naíróbí Forseti Kenía segir að fjórtán óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásinni á DusitD2-hótelið í höfuðborginni Naíróbí í gær. 16. janúar 2019 08:31 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jason Spindler er einn þeirra fjórtán sem myrtir var af hryðjuverkamönnum al-Shabab á hótel í Kenía í gær. Það þykir merkilegt fyrir þær sakir að Spindler var staddur í Tvíburaturnunum í september 2001, þegar hryðjuverkamenn al-Qaeda flugu farþegaþotum á turnana. Spindler starfaði á árum áður sem fjárfestir eftir að hann útskrifaðist úr háskóla árið 2000. Seinna breytti hann um stefnu og varð lögmaður og starfaði hann mikið erlendis við sjálfboðastörf. Í samtali við Washington Post segir meðleigjandi Spindler að þegar árásin var gerð árið 2001 hafi Spindler hjálpað fólki við að komast út úr byggingunum í stað þess að hlaupa í skjól. „Þegar við heyrum skothríð, hlaupa margir í burtu. Hann fyrstu viðbrögð voru öfug. Hann hljóp beint að skothríðinni,“ segir meðleigjandinn Kevin Yu. Yu segir enn fremur að árásin á Tvíburaturnana hafi breytt viðhorfi Spindler á lífið. Hann hafi sífellt verið að leita leiða til að gefa eitthvað af sér. „Ég er handviss um að þegar hann heyrði sprengingarnar fyrir utan hótelið reyndi hann að stökkva til og hjálpa,“ segir Yu. Árásin hófst um hádegisbil að íslenskum tíma í gær þegar minnst fjórir vígamenn hentu handsprengjum að farartækjum fyrir utan hótelið áður en þeir ruddust þar inn, þar sem einn þeirra sprengdi sig í loft upp. Al-Shabab, sem tengjast al-Qaeds, segir árásina vera hefndaraðgerð vegna ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að færa sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael til Jerúsalem.
Afríka Bandaríkin Kenía Tengdar fréttir Fimmtán látnir í árásinni í Kenía Nú er ljóst að fimmtán eru látnir hið minnsta eftir að hryðjuverkasamtökin Al Shabab gerðu árás á lúxushótel í Naíróbí í Kenía í gær. 16. janúar 2019 06:56 Segir búið að fella alla árásarmennina í Naíróbí Forseti Kenía segir að fjórtán óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásinni á DusitD2-hótelið í höfuðborginni Naíróbí í gær. 16. janúar 2019 08:31 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Fimmtán látnir í árásinni í Kenía Nú er ljóst að fimmtán eru látnir hið minnsta eftir að hryðjuverkasamtökin Al Shabab gerðu árás á lúxushótel í Naíróbí í Kenía í gær. 16. janúar 2019 06:56
Segir búið að fella alla árásarmennina í Naíróbí Forseti Kenía segir að fjórtán óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásinni á DusitD2-hótelið í höfuðborginni Naíróbí í gær. 16. janúar 2019 08:31