Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 12:05 Bercow stýrir þingfundum með tiilþrifum. Vísir/EPA Evrópskir fjölmiðlar hafa dásamað vasklega framgöngu Johns Bercow, forseta breska þingsins, í umræðum um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu undanfarna daga. Eitt evrópsku dagblaðanna lýsir Bercow sem einu uppsprettu raðar og reglu í breskum stjórnmálum um þessar mundir. Mikið hefur gengið á í breska þinginu undanfarna daga. Fimm daga umræðu þingmanna um útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra lauk á þriðjudag með því að yfirgnæfandi meirihluti hafnaði honum. Vantrauststillaga á May var svo felld í gærkvöldi. Allra augu hafa því verið á þinginu síðustu daga. Evrópskir fjölmiðlar virðast hafa skemmt sér við að fylgjast með Bercow sem stýrir þingfundum í neðri deild þingsins af festu, að sögn The Guardian. Þeir hafa fjallað um tilþrifamikil köll þingforsetans eftir þögn og röð og reglu í þingsal. „Enginn á Bretlandseyjum getur hrópað „hljóð, hljóð“ eins fallega og John Bercow,“ segir hollenska dagblaðið De Volkskrant. Það fullyrðir jafnframt að „eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum kemur út um munn Johns Bercow þessa stormasömu daga“. Aðrir miðlar hafa tekið saman myndbönd af Bercow í ham og birt á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal er þýski fréttaskýringarþátturinn Tagesschau sem birti myndband með titlinum „Hljóð! Hljóð! Hljóð!“ og sýnir Bercow hvetja þingmenn til stillingar, oft með leikrænum tilþrifum. Franska útvarpsstöðin Radio France Internationale tilnefndi Bercow sem „Evrópubúa vikunnar“. Þingforseti í neðri deild breska þingsins sér um að stýra fundum og veitir þingmönnum orðið. Hann ber einnig ábyrgð á því að halda uppi röð og reglu í umræðum og getur refsað þingmönnum fyrir að brjóta gegn þingsköpum. Þannig húðskammaði Bercow Boris Johnson, þáverandi utanríkisráðherra, fyrir karlrembu eftir að Johnson vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar í þingræðu. Bercow hefur verið þingforseti frá árinu 2009 og eru sagður njóta þess að baða sig í sviðsljósinu. Hann var áður félagi í Íhaldsflokknum en þingforsetar eru hlutlausir gagnvart stjórnmálaflokkunum og segja sig frá þeim áður en þeir taka við embættinu.Order! Order! Order! pic.twitter.com/WjvKZWGTPu— tagesschau (@tagesschau) January 16, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Forseti breska þingsins húðskammaði Boris Johnson fyrir karlrembu John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins húðskammaði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, eftir að sá síðarnefndi vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar. 27. mars 2018 20:27 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Evrópskir fjölmiðlar hafa dásamað vasklega framgöngu Johns Bercow, forseta breska þingsins, í umræðum um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu undanfarna daga. Eitt evrópsku dagblaðanna lýsir Bercow sem einu uppsprettu raðar og reglu í breskum stjórnmálum um þessar mundir. Mikið hefur gengið á í breska þinginu undanfarna daga. Fimm daga umræðu þingmanna um útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra lauk á þriðjudag með því að yfirgnæfandi meirihluti hafnaði honum. Vantrauststillaga á May var svo felld í gærkvöldi. Allra augu hafa því verið á þinginu síðustu daga. Evrópskir fjölmiðlar virðast hafa skemmt sér við að fylgjast með Bercow sem stýrir þingfundum í neðri deild þingsins af festu, að sögn The Guardian. Þeir hafa fjallað um tilþrifamikil köll þingforsetans eftir þögn og röð og reglu í þingsal. „Enginn á Bretlandseyjum getur hrópað „hljóð, hljóð“ eins fallega og John Bercow,“ segir hollenska dagblaðið De Volkskrant. Það fullyrðir jafnframt að „eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum kemur út um munn Johns Bercow þessa stormasömu daga“. Aðrir miðlar hafa tekið saman myndbönd af Bercow í ham og birt á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal er þýski fréttaskýringarþátturinn Tagesschau sem birti myndband með titlinum „Hljóð! Hljóð! Hljóð!“ og sýnir Bercow hvetja þingmenn til stillingar, oft með leikrænum tilþrifum. Franska útvarpsstöðin Radio France Internationale tilnefndi Bercow sem „Evrópubúa vikunnar“. Þingforseti í neðri deild breska þingsins sér um að stýra fundum og veitir þingmönnum orðið. Hann ber einnig ábyrgð á því að halda uppi röð og reglu í umræðum og getur refsað þingmönnum fyrir að brjóta gegn þingsköpum. Þannig húðskammaði Bercow Boris Johnson, þáverandi utanríkisráðherra, fyrir karlrembu eftir að Johnson vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar í þingræðu. Bercow hefur verið þingforseti frá árinu 2009 og eru sagður njóta þess að baða sig í sviðsljósinu. Hann var áður félagi í Íhaldsflokknum en þingforsetar eru hlutlausir gagnvart stjórnmálaflokkunum og segja sig frá þeim áður en þeir taka við embættinu.Order! Order! Order! pic.twitter.com/WjvKZWGTPu— tagesschau (@tagesschau) January 16, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Forseti breska þingsins húðskammaði Boris Johnson fyrir karlrembu John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins húðskammaði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, eftir að sá síðarnefndi vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar. 27. mars 2018 20:27 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Forseti breska þingsins húðskammaði Boris Johnson fyrir karlrembu John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins húðskammaði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, eftir að sá síðarnefndi vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar. 27. mars 2018 20:27
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna