Ætla að byggja upp eldflaugavarnir í geimnum Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 23:00 Donald Trump í Pentagon í dag. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hét því í dag að Bandaríkin myndu þróa eldflaugavarnarkerfi í geimnum. Þetta sagði Trump í ræðu í höfuðstöðvum herafla Bandaríkjanna, Pentagon, í dag og sagði hann að kerfið myndi finna og granda öllum eldflaugum sem skotið væri að Bandaríkjunum, hvenær sem er og hvar sem er. Tilefni ræðu Trump var sérstök úttekt hersins á eldflaugavörnum Bandaríkjanna og í skýrslu sem fylgdi úttektinni segir að einstök ógn stafi af Norður-Kóreu, jafnvel þó Trump sjálfur hafi lýst því yfir í fyrra að engin ógn stafaði lengur af einræðisríkinu. Trump nefndi Rússland, Kína og Norður-Kóreu ekki í ræðu sinni en Pat Shanahan, starfandi varnarmálaráðherra, hélt einnig ræðu og sagði þau ríki vinna hörðum höndum að því að þróa eldflaugar sem erfiðara væri að sjá, fylgjast með og granda. Sem dæmi má nefna að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, opinberaði nýverið eldflaugar sem hann segir ómögulegt að granda eftir að henni hafi verið skotið á loft. Ein þeirra getur flogið á um tuttuguföldum hljóðhraða og tekið skarpar beygjur til að leika á eldflaugavarnir. Kínverjar hafa einnig verið að vinna að þróun slíkra eldflauga.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumAP fréttaveitan segir að um sé að ræða áætlun sem gengur út á að koma skynjurum fyrir í geimnum svo hægt verði að finna eldflaugar um leið og þeim er skotið á loft. Einnig stendur til að kanna möguleikann á því að koma tólum fyrir á braut um jörðu sem grandað geta eldflaugum, þegar skynjararnir eru búnir að finna þær.Samkvæmt Defense One verður meðal annars skoðað hvort hægt verði að granda eldflaugum með leysigeislum úr geimnum.AP vísar í orð hershöfðingjans Robert Ashley, þegar hann ræddi við þingmenn í fyrra, en hann sagði að þróun hljóðfrárra eldflauga myndi gerbreyta hernaði á komandi árum. Mögulegt yrði að gera árásir á skotmörk með minni fyrirvara, yfir lengri vegalengdir og með stærri sprengjum en áður. Bandaríkin Geimurinn Kína Norður-Kórea Rússland Tengdar fréttir Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Yfirvöld Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. 10. janúar 2019 09:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hét því í dag að Bandaríkin myndu þróa eldflaugavarnarkerfi í geimnum. Þetta sagði Trump í ræðu í höfuðstöðvum herafla Bandaríkjanna, Pentagon, í dag og sagði hann að kerfið myndi finna og granda öllum eldflaugum sem skotið væri að Bandaríkjunum, hvenær sem er og hvar sem er. Tilefni ræðu Trump var sérstök úttekt hersins á eldflaugavörnum Bandaríkjanna og í skýrslu sem fylgdi úttektinni segir að einstök ógn stafi af Norður-Kóreu, jafnvel þó Trump sjálfur hafi lýst því yfir í fyrra að engin ógn stafaði lengur af einræðisríkinu. Trump nefndi Rússland, Kína og Norður-Kóreu ekki í ræðu sinni en Pat Shanahan, starfandi varnarmálaráðherra, hélt einnig ræðu og sagði þau ríki vinna hörðum höndum að því að þróa eldflaugar sem erfiðara væri að sjá, fylgjast með og granda. Sem dæmi má nefna að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, opinberaði nýverið eldflaugar sem hann segir ómögulegt að granda eftir að henni hafi verið skotið á loft. Ein þeirra getur flogið á um tuttuguföldum hljóðhraða og tekið skarpar beygjur til að leika á eldflaugavarnir. Kínverjar hafa einnig verið að vinna að þróun slíkra eldflauga.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumAP fréttaveitan segir að um sé að ræða áætlun sem gengur út á að koma skynjurum fyrir í geimnum svo hægt verði að finna eldflaugar um leið og þeim er skotið á loft. Einnig stendur til að kanna möguleikann á því að koma tólum fyrir á braut um jörðu sem grandað geta eldflaugum, þegar skynjararnir eru búnir að finna þær.Samkvæmt Defense One verður meðal annars skoðað hvort hægt verði að granda eldflaugum með leysigeislum úr geimnum.AP vísar í orð hershöfðingjans Robert Ashley, þegar hann ræddi við þingmenn í fyrra, en hann sagði að þróun hljóðfrárra eldflauga myndi gerbreyta hernaði á komandi árum. Mögulegt yrði að gera árásir á skotmörk með minni fyrirvara, yfir lengri vegalengdir og með stærri sprengjum en áður.
Bandaríkin Geimurinn Kína Norður-Kórea Rússland Tengdar fréttir Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Yfirvöld Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. 10. janúar 2019 09:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Yfirvöld Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. 10. janúar 2019 09:15