Heimtur úr helju og á leið til Súðavíkur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. janúar 2019 19:45 Í vikunni varð óvenjuleg fjölskyldusameining í Leifsstöð þegar Murtada Al-Saedi frá Írak fékk að sjá eiginkonu sína og fimm börn í fyrsta sinn í þrjú ár. Þau héldu öll að hann væri látinn. Móðir og börn fengu hæli hér á landi fyrir ári og varð verulega brugðið þegar þau fengu óvænt myndsímtal og á skjánum birtist fjölskyldufaðirinn. Á síðasta ári heimsóttum við Hanaah Al-Saedi og fimm börn hennar þegar þau voru nýlent í Súðavík. Fjölskyldan fékk hæli á Íslandi eftir tvö ár á flótta frá Írak og sagði Hanaah okkur að hún ætlaði að læra að brosa á ný. Hún hafði ekki heyrt af eða frá eiginmanni sínum í rúm tvö ár og gerði sér engar vonir um að hann væri á lífi. Þar til fyrir þremur mánuðum þegar síminn hringdi og á skjánum birtist maðurinn hennar. „Ég var í brúðkaupi hjá vinkonu minni og síminn hringdi látlaust. Það var bróðir minn en ég vildi ekki svara í miðri veislu. Svo sendi hann skilaboð og sagði mikilvægt að ég svaraði símanum. Þá svaraði ég og á skjánum birtist mynd af bróður mínum og einhverjum manni. Þegar það rann upp fyrir mér að þetta væri maðurinn minn fékk ég svo mikið áfall að ég gat ekki hreyft mig.“Var rænt og haldið föngum Hanaah hélt að Murtada, maðurinn hennar væri dáinn, en honum var rænt fyrir tæpum þremur árum og haldið föngum alveg þar til í september síðastliðnum. „Ég var í viðkvæmri stöðu í vinnunni. Mér var rænt og ég hef aldrei vitað hverjir stóðu á bak við það,“ segir Murtada. Allan þennan tíma hafði hann stöðugar áhyggjur af fjölskyldunni og hvar hún væri niðurkomin. Hvort allir væru heilir og ekki síst Mustafa litli, sem er fjögurra ára og með Downs Syndrome, sem hann sá síðast þegar hann var níu mánaða. „Hann var svo lítill síðast þegar ég sá hann og var í alls kyns læknismeðferðum. Þannig að ég hafði miklar áhyggjur af honum.“Táraflóð í Leifsstöð Það var því tilfinningaþrungin stund þegar hann loksins hitti þau öll á flugvellinum í fyrradag. Börnin tárast þegar þau rifja það upp. „Ég var svo glöð að hitta hann eftir allan þennan tíma sem hann hefur verið í burtu. Það var svo óvænt og í raun mjög skrýtin tilfinning þar sem við höfðum öll í raun meðtekið það að hann væri dáinn. En nú er hann hér með okkur,“ segir Hanin, 14 ára dóttir hjónanna. Fatimah, 11 ára miðjubarnið, segist vera mjög spennt að sýna pabba húsið heima í Súðavík og fara út í fótbolta með honum. Hanaah tekur undir það. „Þetta verður betra og hamingjuríkara líf. Að fá stuðning hans við að ala upp börnin og hafa hann hjá mér til að bera ábyrgðina með mér,“ segir hún enda rétt hægt að ímynda sér álagið að vera ein með fimm börn á flótta og svo flytja í algjörlega ókunnugt land. Murada er stoltur af konu sinni. „Ég er svo þakklátur og stoltur af því hvernig hún réði við ábyrgðina og allar ákvarðanirnar. Hún er svo sterk, að vera ein og sjá um börnin í þessum aðstæðum og ég fjarri öllu.“ En nú er hann kominn og strax í fyrramálið leggja þau af stað heim til Súðavíkur og eignast nýtt líf saman. Flóttafólk á Íslandi Írak Keflavíkurflugvöllur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fimm barna móðir komin í skjól í Súðavík: „Nú sé ég fólk hlæja“ Nemendum Súðavíkurskóla mun fjölga um nær tuttugu prósent og börnum á leikskóla um sex prósent þegar fimm börn frá Írak hefja nám þar. Móðir þeirra segist vilja gleyma erfiðri fortíð og brosa með brosmildum Íslendingum. 18. mars 2018 19:30 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira
Í vikunni varð óvenjuleg fjölskyldusameining í Leifsstöð þegar Murtada Al-Saedi frá Írak fékk að sjá eiginkonu sína og fimm börn í fyrsta sinn í þrjú ár. Þau héldu öll að hann væri látinn. Móðir og börn fengu hæli hér á landi fyrir ári og varð verulega brugðið þegar þau fengu óvænt myndsímtal og á skjánum birtist fjölskyldufaðirinn. Á síðasta ári heimsóttum við Hanaah Al-Saedi og fimm börn hennar þegar þau voru nýlent í Súðavík. Fjölskyldan fékk hæli á Íslandi eftir tvö ár á flótta frá Írak og sagði Hanaah okkur að hún ætlaði að læra að brosa á ný. Hún hafði ekki heyrt af eða frá eiginmanni sínum í rúm tvö ár og gerði sér engar vonir um að hann væri á lífi. Þar til fyrir þremur mánuðum þegar síminn hringdi og á skjánum birtist maðurinn hennar. „Ég var í brúðkaupi hjá vinkonu minni og síminn hringdi látlaust. Það var bróðir minn en ég vildi ekki svara í miðri veislu. Svo sendi hann skilaboð og sagði mikilvægt að ég svaraði símanum. Þá svaraði ég og á skjánum birtist mynd af bróður mínum og einhverjum manni. Þegar það rann upp fyrir mér að þetta væri maðurinn minn fékk ég svo mikið áfall að ég gat ekki hreyft mig.“Var rænt og haldið föngum Hanaah hélt að Murtada, maðurinn hennar væri dáinn, en honum var rænt fyrir tæpum þremur árum og haldið föngum alveg þar til í september síðastliðnum. „Ég var í viðkvæmri stöðu í vinnunni. Mér var rænt og ég hef aldrei vitað hverjir stóðu á bak við það,“ segir Murtada. Allan þennan tíma hafði hann stöðugar áhyggjur af fjölskyldunni og hvar hún væri niðurkomin. Hvort allir væru heilir og ekki síst Mustafa litli, sem er fjögurra ára og með Downs Syndrome, sem hann sá síðast þegar hann var níu mánaða. „Hann var svo lítill síðast þegar ég sá hann og var í alls kyns læknismeðferðum. Þannig að ég hafði miklar áhyggjur af honum.“Táraflóð í Leifsstöð Það var því tilfinningaþrungin stund þegar hann loksins hitti þau öll á flugvellinum í fyrradag. Börnin tárast þegar þau rifja það upp. „Ég var svo glöð að hitta hann eftir allan þennan tíma sem hann hefur verið í burtu. Það var svo óvænt og í raun mjög skrýtin tilfinning þar sem við höfðum öll í raun meðtekið það að hann væri dáinn. En nú er hann hér með okkur,“ segir Hanin, 14 ára dóttir hjónanna. Fatimah, 11 ára miðjubarnið, segist vera mjög spennt að sýna pabba húsið heima í Súðavík og fara út í fótbolta með honum. Hanaah tekur undir það. „Þetta verður betra og hamingjuríkara líf. Að fá stuðning hans við að ala upp börnin og hafa hann hjá mér til að bera ábyrgðina með mér,“ segir hún enda rétt hægt að ímynda sér álagið að vera ein með fimm börn á flótta og svo flytja í algjörlega ókunnugt land. Murada er stoltur af konu sinni. „Ég er svo þakklátur og stoltur af því hvernig hún réði við ábyrgðina og allar ákvarðanirnar. Hún er svo sterk, að vera ein og sjá um börnin í þessum aðstæðum og ég fjarri öllu.“ En nú er hann kominn og strax í fyrramálið leggja þau af stað heim til Súðavíkur og eignast nýtt líf saman.
Flóttafólk á Íslandi Írak Keflavíkurflugvöllur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fimm barna móðir komin í skjól í Súðavík: „Nú sé ég fólk hlæja“ Nemendum Súðavíkurskóla mun fjölga um nær tuttugu prósent og börnum á leikskóla um sex prósent þegar fimm börn frá Írak hefja nám þar. Móðir þeirra segist vilja gleyma erfiðri fortíð og brosa með brosmildum Íslendingum. 18. mars 2018 19:30 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira
Fimm barna móðir komin í skjól í Súðavík: „Nú sé ég fólk hlæja“ Nemendum Súðavíkurskóla mun fjölga um nær tuttugu prósent og börnum á leikskóla um sex prósent þegar fimm börn frá Írak hefja nám þar. Móðir þeirra segist vilja gleyma erfiðri fortíð og brosa með brosmildum Íslendingum. 18. mars 2018 19:30