Kröfugerð Starfsgreinasambandsins felld inn í stefnu Sósíalistaflokksins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2019 17:32 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Sósíalistaflokkur Íslands mun fella kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands inn í málefnastefnu flokksins. Það var samþykkt á félagsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fréttastofu barst frá Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Í tilkynningunni segir að með samþykktinni vilji flokkurinn ítreka að hann sé flokkur launafólks á Íslandi, eins og komi fram í stefnu flokksins. Flokkurinn sé flokkur launafólks og styðji baráttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum og réttlátu samfélagi. Þá kemur fram í samþykkt félagsfundarins að til þess að knýja í gegn kröfur verkalýðsins gagnvart fyrirtækjum og öðrum launagreiðendum hafi flokkurinn ákveðið að taka kröfugerð félagsfólks þeirra verkalýðsfélaga sem myndi Starfsgreinasambandið gagnvart stjórnvöldum og fellt hana inn í málefnastefnu sína. Einnig kemur fram að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem telji tæplega 60 þúsund manns. Þar að auki séu kröfugerðir Verslunarmannasambandsins og VR nánast samhljóða kröfugerðum SGS en þessi tvö félög telja um 35 þúsund manns til viðbótar. Þá er reiknað með því að önnur félög og samtök innan ASÍ taki undir kröfurnar. Þess vegna er því slegið fram að Sósíalistaflokkurinn geri með þessu kröfur um 135 þúsund Íslendinga að sínum. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni auk kröfugerðar SGS.Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram rangfærsla um stöðu Gunnars Smára innan Sósíalistaflokksins. Hann er formaður framkvæmdastjórnar flokksins, ekki formaður hans eins og upphaflega stóð í fréttinni. Þetta hefur verið leiðrétt. Kjaramál Stj.mál Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands mun fella kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands inn í málefnastefnu flokksins. Það var samþykkt á félagsfundi flokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fréttastofu barst frá Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Í tilkynningunni segir að með samþykktinni vilji flokkurinn ítreka að hann sé flokkur launafólks á Íslandi, eins og komi fram í stefnu flokksins. Flokkurinn sé flokkur launafólks og styðji baráttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum og réttlátu samfélagi. Þá kemur fram í samþykkt félagsfundarins að til þess að knýja í gegn kröfur verkalýðsins gagnvart fyrirtækjum og öðrum launagreiðendum hafi flokkurinn ákveðið að taka kröfugerð félagsfólks þeirra verkalýðsfélaga sem myndi Starfsgreinasambandið gagnvart stjórnvöldum og fellt hana inn í málefnastefnu sína. Einnig kemur fram að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem telji tæplega 60 þúsund manns. Þar að auki séu kröfugerðir Verslunarmannasambandsins og VR nánast samhljóða kröfugerðum SGS en þessi tvö félög telja um 35 þúsund manns til viðbótar. Þá er reiknað með því að önnur félög og samtök innan ASÍ taki undir kröfurnar. Þess vegna er því slegið fram að Sósíalistaflokkurinn geri með þessu kröfur um 135 þúsund Íslendinga að sínum. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni auk kröfugerðar SGS.Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram rangfærsla um stöðu Gunnars Smára innan Sósíalistaflokksins. Hann er formaður framkvæmdastjórnar flokksins, ekki formaður hans eins og upphaflega stóð í fréttinni. Þetta hefur verið leiðrétt.
Kjaramál Stj.mál Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira