Randafluga mjólkar mest allra íslenskra kúa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. janúar 2019 19:45 Hún er með fjóra spena, er bröndótt, étur mikið og mjólkar allra kúa mest en heitir samt Randafluga þó hún geti ekki flogið. Hér eru við að tala um afurðahæstu kúna á landinu síðasta ár, sem mjólkaði um fjórtán þúsund kíló af hágæða mjólk. Randafluga býr í fjósinu í Birtingaholti fjögur í Hrunamannahreppi. Randafluga var hálf feimin þegar fréttamaður heimsótti hana í fjósið í Birtingaholti enda ekki mikið fyrir athyglina og hvað þá heimsókn fréttasnáps. Fjóla fjósameistari tók á móti fréttamanni og sýndi honum Randaflugu en þær eru miklar vinkonur og semur vel. Randafluga er sjö ár, hefur átt fjóra kálfa og er núna alveg komin að burði. Í fjósinu eru um 130 kýr og tveir mjaltaþjónar. En hvernig kýr er Randafluga? „Þetta er bara mjög góð kýr, hún er ein af þeim sem þarf ekkert að hafa fyrir í fjósinu, mjólkar vel og mætir alltaf í mjaltaþjónana og er dugleg að éta“, segir Fjóla um leið og hann tekur undir það hvað Randafluga skilaði ótrúlega mikið af afurðum á síðasta ári. „Ég vissi að hún var góð en ég átti kannski ekki von á því að hún færi í toppsætið“.Randafluga er sjö ára gömul og hefur átt fjóra kálfa, sá fimmti mun koma í heiminn á næstu dögum.Magnús HlynurFjóla reyndi að gefa Randalínu kjarnfóður úr lófum sínum en hún vildi ekki sjá það, enda er hún að undirbúa sig fyrir burð því hún á von á fimmta kálfinum sínum næstu daga. Fjóla liggur á bæn um að það verði kvíga. Ein kýr í fjósinu sem mjólkar vel og heitir Dægurfluga er undan Randaflugu. Fjóla segir gaman að nefna kýrnar flugu nöfnum en mamma Randalínu hét einmitt Fluga. „Ég átti Býflugu, svo er Dægurfluga, Hunangsfluga og Mýfluga, það er reyndar engin Könguló en til gaman má geta að amma Randflugu hét Padda“, segir Fjóla. Dýr Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Hún er með fjóra spena, er bröndótt, étur mikið og mjólkar allra kúa mest en heitir samt Randafluga þó hún geti ekki flogið. Hér eru við að tala um afurðahæstu kúna á landinu síðasta ár, sem mjólkaði um fjórtán þúsund kíló af hágæða mjólk. Randafluga býr í fjósinu í Birtingaholti fjögur í Hrunamannahreppi. Randafluga var hálf feimin þegar fréttamaður heimsótti hana í fjósið í Birtingaholti enda ekki mikið fyrir athyglina og hvað þá heimsókn fréttasnáps. Fjóla fjósameistari tók á móti fréttamanni og sýndi honum Randaflugu en þær eru miklar vinkonur og semur vel. Randafluga er sjö ár, hefur átt fjóra kálfa og er núna alveg komin að burði. Í fjósinu eru um 130 kýr og tveir mjaltaþjónar. En hvernig kýr er Randafluga? „Þetta er bara mjög góð kýr, hún er ein af þeim sem þarf ekkert að hafa fyrir í fjósinu, mjólkar vel og mætir alltaf í mjaltaþjónana og er dugleg að éta“, segir Fjóla um leið og hann tekur undir það hvað Randafluga skilaði ótrúlega mikið af afurðum á síðasta ári. „Ég vissi að hún var góð en ég átti kannski ekki von á því að hún færi í toppsætið“.Randafluga er sjö ára gömul og hefur átt fjóra kálfa, sá fimmti mun koma í heiminn á næstu dögum.Magnús HlynurFjóla reyndi að gefa Randalínu kjarnfóður úr lófum sínum en hún vildi ekki sjá það, enda er hún að undirbúa sig fyrir burð því hún á von á fimmta kálfinum sínum næstu daga. Fjóla liggur á bæn um að það verði kvíga. Ein kýr í fjósinu sem mjólkar vel og heitir Dægurfluga er undan Randaflugu. Fjóla segir gaman að nefna kýrnar flugu nöfnum en mamma Randalínu hét einmitt Fluga. „Ég átti Býflugu, svo er Dægurfluga, Hunangsfluga og Mýfluga, það er reyndar engin Könguló en til gaman má geta að amma Randflugu hét Padda“, segir Fjóla.
Dýr Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira