Varnargarður við Víkurklett vegna Kötlugoss gæti kostað 80 til 110 milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 19. janúar 2019 20:31 Er varnargarðinum ætlað að koma í veg fyrir stórfellt tjón í þéttbýli Víkur. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kynnti hugmyndir um varnargarð við Víkurklett vegna Kötluhlaups á fundi ríkisstjórnar á föstudag. Tillögurnar að slíkum garði eru byggðar á hermun jökulhlaups í Múlakvísl í kjölfar Kötlugoss. Vakti ráðherra athygli á að skýrslan bendi til þess að mjög fýsilegt sé að byggja varnargarð við Víkurklett, enda geti tiltölulega ódýr varnargarður komið í veg fyrir stórfellt tjón í þéttbýli Víkur komi til Kötluhlaups niður farveg Múlakvíslar. Heildarkostnaður við varnargarð við Víkurklett er talinn vera á bilinu 80 til 110 milljónir króna. Eftir er að hanna varnargarð og ákveða staðsetningu í samráði við landeigendur og sveitarfélag sem getur haft áhrif á endanlegan kostnað. Fer málið nú í frekari vinnslu við viðeigandi ráðuneytum og stofnunum.Á Kötluráðstefnunni sem haldin var í október síðastliðnum var kynnt mat á áhrifum hamfaraflóðs á Kötlugarð en niðurstöður leiddu í ljós að líkur eru á að slíkt flóð færi yfir og tæki með sér Kötlugarð og útbreiðslan myndi ná til þéttbýlisins við Vík í Mýrdal. Verkfræðistofan Vatnaskil uppfærði reiknilíkanið enn frekar til að leggja varfærið mat á flóðhæð við Víkurklett, komi til Kötluhlaups af sömu stærðargráðu og árið 1918. Var stillt upp dæmi af varnargarði sem væri í sjö metra hæð yfir sjávarmáli en vatn fór ekki yfir þann garð samkvæmt reiknilíkaninu.Varnargarðurinn gæti kostað 80 til 110 milljónir króna.Landakort ehf. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kynnti hugmyndir um varnargarð við Víkurklett vegna Kötluhlaups á fundi ríkisstjórnar á föstudag. Tillögurnar að slíkum garði eru byggðar á hermun jökulhlaups í Múlakvísl í kjölfar Kötlugoss. Vakti ráðherra athygli á að skýrslan bendi til þess að mjög fýsilegt sé að byggja varnargarð við Víkurklett, enda geti tiltölulega ódýr varnargarður komið í veg fyrir stórfellt tjón í þéttbýli Víkur komi til Kötluhlaups niður farveg Múlakvíslar. Heildarkostnaður við varnargarð við Víkurklett er talinn vera á bilinu 80 til 110 milljónir króna. Eftir er að hanna varnargarð og ákveða staðsetningu í samráði við landeigendur og sveitarfélag sem getur haft áhrif á endanlegan kostnað. Fer málið nú í frekari vinnslu við viðeigandi ráðuneytum og stofnunum.Á Kötluráðstefnunni sem haldin var í október síðastliðnum var kynnt mat á áhrifum hamfaraflóðs á Kötlugarð en niðurstöður leiddu í ljós að líkur eru á að slíkt flóð færi yfir og tæki með sér Kötlugarð og útbreiðslan myndi ná til þéttbýlisins við Vík í Mýrdal. Verkfræðistofan Vatnaskil uppfærði reiknilíkanið enn frekar til að leggja varfærið mat á flóðhæð við Víkurklett, komi til Kötluhlaups af sömu stærðargráðu og árið 1918. Var stillt upp dæmi af varnargarði sem væri í sjö metra hæð yfir sjávarmáli en vatn fór ekki yfir þann garð samkvæmt reiknilíkaninu.Varnargarðurinn gæti kostað 80 til 110 milljónir króna.Landakort ehf.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00