Kevin Spacey þarf að mæta í dómsal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. janúar 2019 21:31 Spacey hefur haldið sig frá sviðsljósinu eftir að hann var fyrst sakaður um kynferðislega áreitni í fyrra. Vísir/EPA Dómari í Massachussets-ríki Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Kevin Spacey um að leikarinn þurfi ekki að mæta í dómsal þegar honum verður formlega lesin ákæra fyrir að hafa ráðist kynferðislega á dreng á táningsaldri árið 2016. Boston Globe greinir frá en í frétt blaðsins segir einnig að Spacey hyggist lýsa sig saklausan af ákærunni. Ákæran varðar atvik sem átti sér stað í Nantucket árið 2016. Þá er Spacey sagður hafa keypt áfengi fyrir 18 ára gamlan dreng og síðan káfað á honum. Lögaldur fyrir áfengisdrykkju í Massachusetts er 21 ár. Drengurinn er sonur Heather Unruh, fyrrverandi sjónvarpskonu, sem greindi opinberlega frá atvikinu í fyrra. Samkvæmt lögum í Massachusets þurfa sakborningar að mæta í dómsal þegar ákærur eru formlega lesnar, nema dómari samþykki að slíkt sé ekki nauðsynlegt. Spacey hefur ekki komið fram opinberlega frá því að fyrstu ásakanirnar komu fram í nóvember í fyrra. Á dögunum birti hann hins vegar myndband af sér í anda Frank Underwood, útsmogna stjórnmálamannsins sem hann lék í „Spilaborg“. „Ég ætla sannarlega ekki að greiða fyrir hluti sem ég gerði ekki. Þú myndir ekki trúa því versta án sannanna, er það?“ segir leikarinn í myndbandinu. Bandaríkin MeToo Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Sendi Snapchat af kynferðislegri áreitni Spacey Drengurinn sem hefur sakað Kevin Spacey um kynferðisbrot árið 2016 sendi kærustu sinni myndband af atvikinu á Snapchat. 27. desember 2018 19:40 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Kevin Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot gegn táningi Leikarinn er sagður hafa gefið táningsdreng áfengi og síðan þuklað á honum. 25. desember 2018 08:41 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Dómari í Massachussets-ríki Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Kevin Spacey um að leikarinn þurfi ekki að mæta í dómsal þegar honum verður formlega lesin ákæra fyrir að hafa ráðist kynferðislega á dreng á táningsaldri árið 2016. Boston Globe greinir frá en í frétt blaðsins segir einnig að Spacey hyggist lýsa sig saklausan af ákærunni. Ákæran varðar atvik sem átti sér stað í Nantucket árið 2016. Þá er Spacey sagður hafa keypt áfengi fyrir 18 ára gamlan dreng og síðan káfað á honum. Lögaldur fyrir áfengisdrykkju í Massachusetts er 21 ár. Drengurinn er sonur Heather Unruh, fyrrverandi sjónvarpskonu, sem greindi opinberlega frá atvikinu í fyrra. Samkvæmt lögum í Massachusets þurfa sakborningar að mæta í dómsal þegar ákærur eru formlega lesnar, nema dómari samþykki að slíkt sé ekki nauðsynlegt. Spacey hefur ekki komið fram opinberlega frá því að fyrstu ásakanirnar komu fram í nóvember í fyrra. Á dögunum birti hann hins vegar myndband af sér í anda Frank Underwood, útsmogna stjórnmálamannsins sem hann lék í „Spilaborg“. „Ég ætla sannarlega ekki að greiða fyrir hluti sem ég gerði ekki. Þú myndir ekki trúa því versta án sannanna, er það?“ segir leikarinn í myndbandinu.
Bandaríkin MeToo Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Sendi Snapchat af kynferðislegri áreitni Spacey Drengurinn sem hefur sakað Kevin Spacey um kynferðisbrot árið 2016 sendi kærustu sinni myndband af atvikinu á Snapchat. 27. desember 2018 19:40 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Kevin Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot gegn táningi Leikarinn er sagður hafa gefið táningsdreng áfengi og síðan þuklað á honum. 25. desember 2018 08:41 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Sendi Snapchat af kynferðislegri áreitni Spacey Drengurinn sem hefur sakað Kevin Spacey um kynferðisbrot árið 2016 sendi kærustu sinni myndband af atvikinu á Snapchat. 27. desember 2018 19:40
Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38
Kevin Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot gegn táningi Leikarinn er sagður hafa gefið táningsdreng áfengi og síðan þuklað á honum. 25. desember 2018 08:41