Segist reiðubúinn til fundar við Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. janúar 2019 06:30 Frá nýársávarpi Kim Jon Un, leiðtoga Norður-Kóreu. Vísir/EPA Leiðtogi alræðisríkisins Norður-Kóreu, Kim Jong Un, segist reiðubúinn til þess að hitta Donald Trump, Bandaríkjaforseta, á ný hvenær sem er til þess að ganga úr skugga um að þeir nái sameiginlegu markmiði sínu, sem er afkjarnorkuvæðing Kóreuskagans, en varar við því að hann sé reiðubúinn til þess að „kanna aðrar leiðir“ verði refsiaðgerðum Bandaríkjanna gagnvart landinu fram haldið. Þetta kom fram í nýársávarpi leiðtogans til þjóðar sinnar en líkt og kunnugt er hitti Kim Bandaríkjaforseta í júní á síðasta ári, 2018. „Ég er alltaf reiðubúinn til þess að setjast niður með Bandaríkjaforseta hvenær sem er í framtíðinni og ég mun vinna hart að því að ná niðurstöðu sem verður fagnað af alþjóðasamfélaginu án þess að mistakast,“ sagði einræðisherrann meðal annars. Hann fullyrti að yfirvöld í Pyongyang hefðu „gripið til nokkurra yfirgripsmikilla aðgerða“ í þágu afkjarnorkuvæðingar Kóreuskagans og að ef Washington myndi svara með aðgerðum sem gæfu til kynna að traust ríkti á milli landanna „myndu tvíhliða samskipti þróast á undraverðum tíma“. Norður-Kórea sé hins vegar eins og áður segir, tilbúin til þess að „kanna aðrar leiðir“ fari svo að Bandaríkin aflétti ekki refsiaðgerðum að fullu gagnvart landinu. Í umfjöllun Reuters um ummæli einræðisherrans kemur fram að ekki sé vitað nákvæmlega hvað hann meini með þessu orðfæri en að það muni líklegast ýta undir efasemdir meðal bandarísku ríkisstjórnarinnar um að yfirvöld í Norður-Kóreu vilji raunverulega láta af hendi kjarnorkuvopn sín. Bandarísk yfirvöld hafa enn ekki tjáð sig um nýársávarp einræðisherrans en yfirvöld í Suður-Kóreu hafa fagnað ávarpinu og segja það sýna staðfestu yfirvalda þar til þess að bæta samskiptin við Seoul og Washington. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Leiðtogi alræðisríkisins Norður-Kóreu, Kim Jong Un, segist reiðubúinn til þess að hitta Donald Trump, Bandaríkjaforseta, á ný hvenær sem er til þess að ganga úr skugga um að þeir nái sameiginlegu markmiði sínu, sem er afkjarnorkuvæðing Kóreuskagans, en varar við því að hann sé reiðubúinn til þess að „kanna aðrar leiðir“ verði refsiaðgerðum Bandaríkjanna gagnvart landinu fram haldið. Þetta kom fram í nýársávarpi leiðtogans til þjóðar sinnar en líkt og kunnugt er hitti Kim Bandaríkjaforseta í júní á síðasta ári, 2018. „Ég er alltaf reiðubúinn til þess að setjast niður með Bandaríkjaforseta hvenær sem er í framtíðinni og ég mun vinna hart að því að ná niðurstöðu sem verður fagnað af alþjóðasamfélaginu án þess að mistakast,“ sagði einræðisherrann meðal annars. Hann fullyrti að yfirvöld í Pyongyang hefðu „gripið til nokkurra yfirgripsmikilla aðgerða“ í þágu afkjarnorkuvæðingar Kóreuskagans og að ef Washington myndi svara með aðgerðum sem gæfu til kynna að traust ríkti á milli landanna „myndu tvíhliða samskipti þróast á undraverðum tíma“. Norður-Kórea sé hins vegar eins og áður segir, tilbúin til þess að „kanna aðrar leiðir“ fari svo að Bandaríkin aflétti ekki refsiaðgerðum að fullu gagnvart landinu. Í umfjöllun Reuters um ummæli einræðisherrans kemur fram að ekki sé vitað nákvæmlega hvað hann meini með þessu orðfæri en að það muni líklegast ýta undir efasemdir meðal bandarísku ríkisstjórnarinnar um að yfirvöld í Norður-Kóreu vilji raunverulega láta af hendi kjarnorkuvopn sín. Bandarísk yfirvöld hafa enn ekki tjáð sig um nýársávarp einræðisherrans en yfirvöld í Suður-Kóreu hafa fagnað ávarpinu og segja það sýna staðfestu yfirvalda þar til þess að bæta samskiptin við Seoul og Washington.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira