Áramóta-hate Haukur Örn Birgisson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Börnin mín tvö, sex og átta ára, rífast stöðugt. Og þá meina ég stöðugt! Og þau rífast um ekki neitt. Yfirleitt um það hver sagði hvað og við hvern það var sagt. Þegar ég spyr þau hvers vegna þau séu að rífast um svona ómerkilega hluti eða hvort þetta fráleita rifrildi þeirra muni koma til með að bæta líðan þeirra, þá er gjarnan fátt um svör. „Hann byrjaði“ eða „mér er alveg sama“ eru vinsæl svör á heimilinu. Það er kannski skiljanlegt, enda eru þau bara börn. „Ef þið hafið ekkert gott að segja um hvort annað, þá skuluð þið bara sleppa því að tala,“ segi ég við þau. Þau skilja það, að minnsta kosti næstu 10 mínúturnar. Þessi forna viska virðist hafa fallið í gleymsku, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðlanna. Móðgunargleðin, hneykslunarfíknin, opinbera smánunin og pólitíska rétthugsunin eru smátt og smátt að kæfa málefnalega og nauðsynlega umræðu. Fólk þorir ekki lengur að tjá sig af ótta við að verða fyrir reiðibylgju samfélagsmiðlanna, þar sem háværir hópar láta sverfa til stáls. Þótt hver og einn hópur sé gjarnan fámennur, þá eru hóparnir svo ótal margir og stutt er í að sá næsti móðgist og kveiki í sinni eigin galdrabrennu. Þannig gengur þetta koll af kolli og tilviljun ein virðist ráða því hver verður næst settur á bálið. Nokkrir þingmenn sögðu ljóta hluti um annað fólk fyrir ekki svo löngu. Bálstjórarnir í kommentakerfunum notuðu enn þá ljótari orð til að lýsa reiði sinni á strigakjöftunum, án þess að átta sig á tvískinnungnum. Þetta virðist vera orðin meginreglan. Á nýju ári væri gott ef við reyndum öll að temja okkur betri siði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Börnin mín tvö, sex og átta ára, rífast stöðugt. Og þá meina ég stöðugt! Og þau rífast um ekki neitt. Yfirleitt um það hver sagði hvað og við hvern það var sagt. Þegar ég spyr þau hvers vegna þau séu að rífast um svona ómerkilega hluti eða hvort þetta fráleita rifrildi þeirra muni koma til með að bæta líðan þeirra, þá er gjarnan fátt um svör. „Hann byrjaði“ eða „mér er alveg sama“ eru vinsæl svör á heimilinu. Það er kannski skiljanlegt, enda eru þau bara börn. „Ef þið hafið ekkert gott að segja um hvort annað, þá skuluð þið bara sleppa því að tala,“ segi ég við þau. Þau skilja það, að minnsta kosti næstu 10 mínúturnar. Þessi forna viska virðist hafa fallið í gleymsku, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðlanna. Móðgunargleðin, hneykslunarfíknin, opinbera smánunin og pólitíska rétthugsunin eru smátt og smátt að kæfa málefnalega og nauðsynlega umræðu. Fólk þorir ekki lengur að tjá sig af ótta við að verða fyrir reiðibylgju samfélagsmiðlanna, þar sem háværir hópar láta sverfa til stáls. Þótt hver og einn hópur sé gjarnan fámennur, þá eru hóparnir svo ótal margir og stutt er í að sá næsti móðgist og kveiki í sinni eigin galdrabrennu. Þannig gengur þetta koll af kolli og tilviljun ein virðist ráða því hver verður næst settur á bálið. Nokkrir þingmenn sögðu ljóta hluti um annað fólk fyrir ekki svo löngu. Bálstjórarnir í kommentakerfunum notuðu enn þá ljótari orð til að lýsa reiði sinni á strigakjöftunum, án þess að átta sig á tvískinnungnum. Þetta virðist vera orðin meginreglan. Á nýju ári væri gott ef við reyndum öll að temja okkur betri siði.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun