Íslendingar á kafi í snjó í austurrísku Ölpunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. janúar 2019 06:00 Þorgrímur man ekki önnur eins snjóþyngsli við hótel sitt. Mynd/Þorgrímur Það væsir ekki um þá Íslendinga sem dvelja á skíðahóteli Þorgríms og Þuríðar í austurrísku Ölpunum en þar kyngir niður snjó sem aldrei fyrr. Snjóflóðahætta er víða á skíðasvæðum í Ölpunum eftir mikla snjókomu um helgina og minnst fjórir skíðamenn hafa látist, þrír í snjóflóðum og einn sem varð undir tré sem féll vegna snjóþyngsla. Fréttavefur BBC greindi frá því að björgunarfólk væri víða að leita að fólki á skíðasvæðum bæði í austurrísku og ítölsku Ölpunum, fjölda fjallvega hefði verið lokað og skíðafólk varað við. „Það er nú meira í nágrenni við Tíról og eins á skíðasvæðinu í Obertauern sem er í um 25 kílómetra fjarlægð frá okkur, það er snjóflóðahætta þar,“ segir Þorgrímur Kristinsson, staðarhaldari á skíðahóteli Íslendinga í Speirereck-fjalli í Austurríki, sem er um það bil 100 kílómetra suður af Salzburg. Þorgrímur segist fylgjast mjög vel með öllum aðstæðum á skíðasvæðunum og mögulegri snjóflóðahættu. „Það er engin snjóflóðahætta hér hjá okkur en ég hef eitthvað heyrt í fréttum um slys á fólki. „Þau verða helst þegar fólk er að fara utanbrautar í svona aðstæðum sem er algjörlega bannað,“ segir hann og kveðst ekki muna eftir jafnmiklum snjó á svæðinu og ekkert lát virðist ætla að verða á ofankomunni. „Það er spáð snjókomu hér allavega næstu fjóra dagana. En fjöllin hjá okkur eru hins vegar meira aflíðandi og ekki eins mikil klettafjöll eins og til dæmis í Tíról þannig að snjóflóðahætta er ekki eins mikil hjá okkur og þar.“ Aðspurður segist Þorgrímur ekki vita til þess að veðrið og snjóþyngslin á svæðinu hafi valdið Íslendingum vandræðum. „Nei, ég veit ekki til þess og allir á hótelinu hjá mér eru fínir,“ segir hann. Langflestir hótelgesta hans eru Íslendingar. „Það er góð stemning meðal Íslendinganna hjá okkur og frá næstu viku og alveg út febrúar verður alveg vitlaust að gera hjá okkur.“ Snjókoman truflar ekki skíðaiðkunina að sögn Þorgríms. Þó hafi skíðalyftum verið lokað um stundarsakir vegna fannkyngi. „En í dag var þetta mjög fínt hjá okkur og frábært skíðafæri. En þetta er samt komið gott,“ segir Þorgrímur sem á því frekar að venjast að biðja um meiri snjó en óska þess að lát verði á ofankomu. Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Veður Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Það væsir ekki um þá Íslendinga sem dvelja á skíðahóteli Þorgríms og Þuríðar í austurrísku Ölpunum en þar kyngir niður snjó sem aldrei fyrr. Snjóflóðahætta er víða á skíðasvæðum í Ölpunum eftir mikla snjókomu um helgina og minnst fjórir skíðamenn hafa látist, þrír í snjóflóðum og einn sem varð undir tré sem féll vegna snjóþyngsla. Fréttavefur BBC greindi frá því að björgunarfólk væri víða að leita að fólki á skíðasvæðum bæði í austurrísku og ítölsku Ölpunum, fjölda fjallvega hefði verið lokað og skíðafólk varað við. „Það er nú meira í nágrenni við Tíról og eins á skíðasvæðinu í Obertauern sem er í um 25 kílómetra fjarlægð frá okkur, það er snjóflóðahætta þar,“ segir Þorgrímur Kristinsson, staðarhaldari á skíðahóteli Íslendinga í Speirereck-fjalli í Austurríki, sem er um það bil 100 kílómetra suður af Salzburg. Þorgrímur segist fylgjast mjög vel með öllum aðstæðum á skíðasvæðunum og mögulegri snjóflóðahættu. „Það er engin snjóflóðahætta hér hjá okkur en ég hef eitthvað heyrt í fréttum um slys á fólki. „Þau verða helst þegar fólk er að fara utanbrautar í svona aðstæðum sem er algjörlega bannað,“ segir hann og kveðst ekki muna eftir jafnmiklum snjó á svæðinu og ekkert lát virðist ætla að verða á ofankomunni. „Það er spáð snjókomu hér allavega næstu fjóra dagana. En fjöllin hjá okkur eru hins vegar meira aflíðandi og ekki eins mikil klettafjöll eins og til dæmis í Tíról þannig að snjóflóðahætta er ekki eins mikil hjá okkur og þar.“ Aðspurður segist Þorgrímur ekki vita til þess að veðrið og snjóþyngslin á svæðinu hafi valdið Íslendingum vandræðum. „Nei, ég veit ekki til þess og allir á hótelinu hjá mér eru fínir,“ segir hann. Langflestir hótelgesta hans eru Íslendingar. „Það er góð stemning meðal Íslendinganna hjá okkur og frá næstu viku og alveg út febrúar verður alveg vitlaust að gera hjá okkur.“ Snjókoman truflar ekki skíðaiðkunina að sögn Þorgríms. Þó hafi skíðalyftum verið lokað um stundarsakir vegna fannkyngi. „En í dag var þetta mjög fínt hjá okkur og frábært skíðafæri. En þetta er samt komið gott,“ segir Þorgrímur sem á því frekar að venjast að biðja um meiri snjó en óska þess að lát verði á ofankomu.
Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Veður Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira