Tjón að missa út nýju þotuna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. janúar 2019 06:45 Ein af nýjustu vélum Icelandair skemmdist í furðulegu óhappi að kvöldi jóladags. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Icelandair hyggst nýta tækifærið og gera breytingar á nýrri Boeing 737 Max 8 vél sem skemmdist þegar hún fauk á Leifsstöð á jóladag. Vélin er ekki ónýt en viðgerðin er flókin. Upplýsingafulltrúi félagsins segir atvikið ekki hafa valdið truflunum á áætlun. „Það er ekki þannig að skemmdirnar séu það miklar að vélin verði frá í lengri tíma,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, aðspurð um ástandið á nýrri þotu félagsins sem skemmdist illa að kvöldi jóladags.Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Líkt og Fréttablaðið fjallaði um fyrir áramót stóð vélin, sem er af tegundinni Boeing 737 Max 8, við landgang á Keflavíkurflugvelli 25. desember síðastliðinn en hvassviðri og hálka varð þess valdandi að vélin sveiflaðist til og skall af miklum þunga á landganginum. Þotan, sem ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg, var tengd landganginum þegar hún snerist til og hurðin því galopin þegar vélin fór af stað í hvassviðrinu og vængur hennar skall á rananum. Vélin hafði komið til lands á aðfangadag klukkan hálf fjögur en engar flugferðir voru á jóladag. Yfirmaður flugrekstrarsviðs Icelandair sagði atvikið hafa komið á óvart þar sem ekki hafði verið spáð miklum vindi þetta kvöld og því hafi ekki verið gengið betur frá þotunni. Eftir óhappið var hún dregin inn í flugskýli og hefur verið þar síðan.Eins og sjá má urðu töluverðar skemmdir á vængnum við óhappið.Ásdís Ýr segir fulltrúa Boeing hér á landi hafa skoðað vélina eftir óhappið en félagið hafi ákveðið að nýta tækifærið vegna viðgerðanna og gera breytingar á vélinni. „Viðgerðin er nokkuð flókin en einangruð við ákveðið svæði. Við höfum hins vegar ákveðið að nýta tímann til að gera aðrar breytingar á vélinni svo tími úr rekstri ræðst ekki lengur af tímanum sem mun taka að gera við skemmdina,“ segir í svari Ásdísar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Aðspurð hvort hvort þetta hafi valdið tjóni að missa út nýja vél með þessum hætti segir Ásdís: „Það er ákveðið tjón að njóta ekki aðgangs að nýrri vél vegna þess að þá þarf að nota aðrar vélar í staðinn. Þetta hefur hins vegar ekki valdið neinum truflunum á áætlun. Málið er í skoðun hjá tryggingafélögum.“ Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ný Boeing-þota enn biluð og situr föst í Íran Norwegian svarar engu um orsakir þess að glænýrri Boeing 737 Max 8 þotu flugfélagsins var nauðlent í Íran fyrir þremur vikum. Vélin, sem er eins og sú sem fórst í Indónesíu í október, er enn föst í Íran. 5. janúar 2019 09:30 Icelandair lokið fjármögnun á Boeing 737 MAX-sendingu ársins Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. 3. janúar 2019 10:23 Ein af nýju þotum Icelandair fauk til og skemmdist Þotan er af gerðinni Boeing 737 Max 1. 28. desember 2018 07:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira
Icelandair hyggst nýta tækifærið og gera breytingar á nýrri Boeing 737 Max 8 vél sem skemmdist þegar hún fauk á Leifsstöð á jóladag. Vélin er ekki ónýt en viðgerðin er flókin. Upplýsingafulltrúi félagsins segir atvikið ekki hafa valdið truflunum á áætlun. „Það er ekki þannig að skemmdirnar séu það miklar að vélin verði frá í lengri tíma,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, aðspurð um ástandið á nýrri þotu félagsins sem skemmdist illa að kvöldi jóladags.Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Líkt og Fréttablaðið fjallaði um fyrir áramót stóð vélin, sem er af tegundinni Boeing 737 Max 8, við landgang á Keflavíkurflugvelli 25. desember síðastliðinn en hvassviðri og hálka varð þess valdandi að vélin sveiflaðist til og skall af miklum þunga á landganginum. Þotan, sem ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg, var tengd landganginum þegar hún snerist til og hurðin því galopin þegar vélin fór af stað í hvassviðrinu og vængur hennar skall á rananum. Vélin hafði komið til lands á aðfangadag klukkan hálf fjögur en engar flugferðir voru á jóladag. Yfirmaður flugrekstrarsviðs Icelandair sagði atvikið hafa komið á óvart þar sem ekki hafði verið spáð miklum vindi þetta kvöld og því hafi ekki verið gengið betur frá þotunni. Eftir óhappið var hún dregin inn í flugskýli og hefur verið þar síðan.Eins og sjá má urðu töluverðar skemmdir á vængnum við óhappið.Ásdís Ýr segir fulltrúa Boeing hér á landi hafa skoðað vélina eftir óhappið en félagið hafi ákveðið að nýta tækifærið vegna viðgerðanna og gera breytingar á vélinni. „Viðgerðin er nokkuð flókin en einangruð við ákveðið svæði. Við höfum hins vegar ákveðið að nýta tímann til að gera aðrar breytingar á vélinni svo tími úr rekstri ræðst ekki lengur af tímanum sem mun taka að gera við skemmdina,“ segir í svari Ásdísar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Aðspurð hvort hvort þetta hafi valdið tjóni að missa út nýja vél með þessum hætti segir Ásdís: „Það er ákveðið tjón að njóta ekki aðgangs að nýrri vél vegna þess að þá þarf að nota aðrar vélar í staðinn. Þetta hefur hins vegar ekki valdið neinum truflunum á áætlun. Málið er í skoðun hjá tryggingafélögum.“
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ný Boeing-þota enn biluð og situr föst í Íran Norwegian svarar engu um orsakir þess að glænýrri Boeing 737 Max 8 þotu flugfélagsins var nauðlent í Íran fyrir þremur vikum. Vélin, sem er eins og sú sem fórst í Indónesíu í október, er enn föst í Íran. 5. janúar 2019 09:30 Icelandair lokið fjármögnun á Boeing 737 MAX-sendingu ársins Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. 3. janúar 2019 10:23 Ein af nýju þotum Icelandair fauk til og skemmdist Þotan er af gerðinni Boeing 737 Max 1. 28. desember 2018 07:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira
Ný Boeing-þota enn biluð og situr föst í Íran Norwegian svarar engu um orsakir þess að glænýrri Boeing 737 Max 8 þotu flugfélagsins var nauðlent í Íran fyrir þremur vikum. Vélin, sem er eins og sú sem fórst í Indónesíu í október, er enn föst í Íran. 5. janúar 2019 09:30
Icelandair lokið fjármögnun á Boeing 737 MAX-sendingu ársins Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. 3. janúar 2019 10:23
Ein af nýju þotum Icelandair fauk til og skemmdist Þotan er af gerðinni Boeing 737 Max 1. 28. desember 2018 07:45