Heldur sig á Twitter og aðstoðarmenn telja það jákvætt Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2018 09:36 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heldur sig við Twitter þessa dagana í stað þess að ræða við Demókrata. AP/Evan Vucci Ekkert útlit er fyrir að lausn náist í fjárlagadeilu í Bandaríkjunum sem leitt hefur til þess að hluta ríkisstofnana hefur verið lokað og hundruð þúsunda opinberra starfsmanna séu án launa. Deilan snýst um múr sem Donald Trump, forseti, vill byggja á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann krefst þess að fá fimm milljarða dala til verksins en Demókratar standa í vegi þess og heita því að veita ekki opinberu fé til byggingu múrsins. Forsetinn hætti við að fara í frí í einkaklúbb sinn í Flórída um hátíðirnar og er þess í stað í Hvíta húsinu. Trump hefur þó ekki rætt við leiðtoga Demókrataflokksins frá því hann hitti þau Nancy Pelosi og Chuck Schumer á fundi í Hvíta húsinu þann ellefta desember. Sá fundur þótti ekki góður fyrir forsetann þar sem hann sagðist fagna því að loka hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna og sagðist ætla að taka sökina fyrir slíkt. Nú hefur hann þó skipt um skoðun og í tístum kennir hann Demókrötum ítrekað um deiluna. Hann sagði í gær að Demókratar hefðu meiri áhuga á því að rannsaka sig en að leysa deiluna. Aðstoðarmenn Trump telja það þó jákvætt að hann sé einungis að tjá sig um deiluna á Twitter. Það stafi minni hætta af því en blaðamannafundum og annars konar yfirlýsingum. Í millitíðinni hafa einhverjir starfsmenn Trump rætt við Demókrata.Fyrir rúmri viku sögðu Demókratar að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefði lagt til að 2,5 milljörðum yrði varið til byggingar múrsins en því var hafnað. Chuck Schumer sagði það óásættanlegt og að á sama tíma væri alfarið óljóst að Trump sjálfur myndi samþykkja það.Undir þrýstingi frá stuðningsmönnum Trump er undir miklum þrýstingi frá sínum dyggustu stuðningsmönnum um að standa við kosningaloforð sitt og reisa múrinn, þó hann hafi upprunalega heitið því að Mexíkó myndi borga fyrir múrinn. Repúblikanar og Demókratar höfðu fyrir jól komist að samkomulagi um fjárlög til 8. febrúar og voru þau samþykkt í öldungadeildinni. Trump skipti þó um skoðun eftir að hann ræddi við stuðningsmenn sína á fulltrúadeildinni og neitaði að skrifa undir fjárlögin.Þar var engu fé veitt til byggingu múrsins og var markmiðið einungis að koma í veg fyrir lokun ríkisstofnana. Undanfarin tvö ár hafa Repúblikanar þó stjórnað báðum deildum Bandaríkjaþings en án þess þó að vera með nægjanlegan meirihluta á öldungadeildinni til að koma fjárlögum þar í gegn einhliða. Nú eru einungis nokkrir dagar í að Demókratar taki við stjórn á fulltrúadeildinni og því mun Trump vera í mun verri stöðu en áður varðandi byggingu múrsins og fjárveitingar til þessa. Talsmaður Nancy Pelosi segir Demókrata sameinaða gegn byggingu múrsins og að þau muni ekki svo mikið sem íhuga tilboð frá Repúblikönum, án þess að Trump lýsi opinberlega yfir stuðningi við það. Hann hafi svo oft skipt um skoðun.Sjálf hefur Pelosi heitið því að leggja fram frumvarp um leið og hún tekur við stjórn fulltrúadeildarinnar í næstu viku og því verði ætlað að tryggja opnun alríkisstofnanna sem hefur verið lokað. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42 Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00 Buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir að Trump notaði morð dóttur þeirra í pólitískum tilgangi Fjölskylda hinnar tvítugu Mollie Tibbetts buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir að dóttir þeirra var stungin til bana af ólöglegum innflytjanda. 29. desember 2018 18:00 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Ekkert útlit er fyrir að lausn náist í fjárlagadeilu í Bandaríkjunum sem leitt hefur til þess að hluta ríkisstofnana hefur verið lokað og hundruð þúsunda opinberra starfsmanna séu án launa. Deilan snýst um múr sem Donald Trump, forseti, vill byggja á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann krefst þess að fá fimm milljarða dala til verksins en Demókratar standa í vegi þess og heita því að veita ekki opinberu fé til byggingu múrsins. Forsetinn hætti við að fara í frí í einkaklúbb sinn í Flórída um hátíðirnar og er þess í stað í Hvíta húsinu. Trump hefur þó ekki rætt við leiðtoga Demókrataflokksins frá því hann hitti þau Nancy Pelosi og Chuck Schumer á fundi í Hvíta húsinu þann ellefta desember. Sá fundur þótti ekki góður fyrir forsetann þar sem hann sagðist fagna því að loka hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna og sagðist ætla að taka sökina fyrir slíkt. Nú hefur hann þó skipt um skoðun og í tístum kennir hann Demókrötum ítrekað um deiluna. Hann sagði í gær að Demókratar hefðu meiri áhuga á því að rannsaka sig en að leysa deiluna. Aðstoðarmenn Trump telja það þó jákvætt að hann sé einungis að tjá sig um deiluna á Twitter. Það stafi minni hætta af því en blaðamannafundum og annars konar yfirlýsingum. Í millitíðinni hafa einhverjir starfsmenn Trump rætt við Demókrata.Fyrir rúmri viku sögðu Demókratar að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefði lagt til að 2,5 milljörðum yrði varið til byggingar múrsins en því var hafnað. Chuck Schumer sagði það óásættanlegt og að á sama tíma væri alfarið óljóst að Trump sjálfur myndi samþykkja það.Undir þrýstingi frá stuðningsmönnum Trump er undir miklum þrýstingi frá sínum dyggustu stuðningsmönnum um að standa við kosningaloforð sitt og reisa múrinn, þó hann hafi upprunalega heitið því að Mexíkó myndi borga fyrir múrinn. Repúblikanar og Demókratar höfðu fyrir jól komist að samkomulagi um fjárlög til 8. febrúar og voru þau samþykkt í öldungadeildinni. Trump skipti þó um skoðun eftir að hann ræddi við stuðningsmenn sína á fulltrúadeildinni og neitaði að skrifa undir fjárlögin.Þar var engu fé veitt til byggingu múrsins og var markmiðið einungis að koma í veg fyrir lokun ríkisstofnana. Undanfarin tvö ár hafa Repúblikanar þó stjórnað báðum deildum Bandaríkjaþings en án þess þó að vera með nægjanlegan meirihluta á öldungadeildinni til að koma fjárlögum þar í gegn einhliða. Nú eru einungis nokkrir dagar í að Demókratar taki við stjórn á fulltrúadeildinni og því mun Trump vera í mun verri stöðu en áður varðandi byggingu múrsins og fjárveitingar til þessa. Talsmaður Nancy Pelosi segir Demókrata sameinaða gegn byggingu múrsins og að þau muni ekki svo mikið sem íhuga tilboð frá Repúblikönum, án þess að Trump lýsi opinberlega yfir stuðningi við það. Hann hafi svo oft skipt um skoðun.Sjálf hefur Pelosi heitið því að leggja fram frumvarp um leið og hún tekur við stjórn fulltrúadeildarinnar í næstu viku og því verði ætlað að tryggja opnun alríkisstofnanna sem hefur verið lokað.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42 Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00 Buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir að Trump notaði morð dóttur þeirra í pólitískum tilgangi Fjölskylda hinnar tvítugu Mollie Tibbetts buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir að dóttir þeirra var stungin til bana af ólöglegum innflytjanda. 29. desember 2018 18:00 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Ekki er útlit fyrir að Bandaríkjaþing reyni að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp þar til nýtt þing kemur saman í næstu viku. 27. desember 2018 23:42
Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02
Lokun alríkisstofnana truflar ekki tímamótaheimsókn NASA Aðrir vísindamenn alríkisstjórnarinnar mega hins vegar ekki gera athuganir eða huga að tilraunum á meðan lokunin dregst á langinn. 28. desember 2018 23:00
Buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir að Trump notaði morð dóttur þeirra í pólitískum tilgangi Fjölskylda hinnar tvítugu Mollie Tibbetts buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir að dóttir þeirra var stungin til bana af ólöglegum innflytjanda. 29. desember 2018 18:00
Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51