Valitor stefnir að frekari vexti í Evrópu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. desember 2018 06:15 Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. Fréttablaðið/Stefán Markmið Valitors er að fjölga stórum viðskiptavinum kortafyrirtækisins í Evrópu um meira en þrjátíu prósent á næsta ári. Þetta segir Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri Valitors Omni-Channel Solutions, í samtali við danska viðskiptablaðið Dansk Handelsblad. Starfsmönnum Valitors á skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn verður fjölgað nokkuð, að sögn Halldórs Bjarkars, en nú starfa þar um eitt hundrað manns. Eins og fram hefur komið áformar Valitor að sameina þrjú dótturfélög sín í Danmörku og Bretlandi undir nafni Valitors um næstu áramót. Eitt félaganna er greiðslumiðlunarfyrirtækið AltaPay sem Valitor keypti í lok árs 2014. Hin tvö eru Chip & Pin og IPS í Bretlandi. AltaPay velti um 38,6 milljónum danskra króna, jafnvirði 714 milljóna íslenskra króna, í fyrra, að því er segir í frétt Dansk Handelsblad, og jókst veltan um 34 prósent á milli ára. Í fréttinni kemur jafnframt fram að stjórnendur Valitors hafi í hyggju að leggja aukna áherslu á að veita evrópskum smásölum svonefndar „Omnichannel“ greiðslulausnir. Mun skrifstofa kortafyrirtækisins í Kaupmannahöfn leika stórt hlutverk í þeirri vinnu. Velta samstæðu Valitors var um 20 milljarðar króna í fyrra og þar af var 70 prósent veltunnar erlendur. Bandaríski fjárfestingarbankinn Citi verður sem kunnugt er ráðgjafi Arion banka við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans, en áformað er að selja félagið, að hluta eða í heild, í opnu söluferli á næsta ári. – kij Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Markmið Valitors er að fjölga stórum viðskiptavinum kortafyrirtækisins í Evrópu um meira en þrjátíu prósent á næsta ári. Þetta segir Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri Valitors Omni-Channel Solutions, í samtali við danska viðskiptablaðið Dansk Handelsblad. Starfsmönnum Valitors á skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn verður fjölgað nokkuð, að sögn Halldórs Bjarkars, en nú starfa þar um eitt hundrað manns. Eins og fram hefur komið áformar Valitor að sameina þrjú dótturfélög sín í Danmörku og Bretlandi undir nafni Valitors um næstu áramót. Eitt félaganna er greiðslumiðlunarfyrirtækið AltaPay sem Valitor keypti í lok árs 2014. Hin tvö eru Chip & Pin og IPS í Bretlandi. AltaPay velti um 38,6 milljónum danskra króna, jafnvirði 714 milljóna íslenskra króna, í fyrra, að því er segir í frétt Dansk Handelsblad, og jókst veltan um 34 prósent á milli ára. Í fréttinni kemur jafnframt fram að stjórnendur Valitors hafi í hyggju að leggja aukna áherslu á að veita evrópskum smásölum svonefndar „Omnichannel“ greiðslulausnir. Mun skrifstofa kortafyrirtækisins í Kaupmannahöfn leika stórt hlutverk í þeirri vinnu. Velta samstæðu Valitors var um 20 milljarðar króna í fyrra og þar af var 70 prósent veltunnar erlendur. Bandaríski fjárfestingarbankinn Citi verður sem kunnugt er ráðgjafi Arion banka við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans, en áformað er að selja félagið, að hluta eða í heild, í opnu söluferli á næsta ári. – kij
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira