Vinnumálastofnun staðfestir hópuppsögn hjá matvælafyrirtæki Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2018 16:58 Kornið - handverksbakarí hefur verið starfrækt í 37 ár. Vísir/Vilhelm Öll bakarí Kornsins hafa verið lokuð í dag og fengu starfsmenn tilkynningu um það í gærkvöldi að mæta ekki til vinnu. Alls eru bakaríin þrettán og vinna 90 manns hjá fyrirtækinu. Kornið var stofnað fyrir 37 árum en fyrir ári síðan þegar Investor keypti reksturinn var stöðum fækkað vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar. Samkvæmt heimildum Viðskiptamoggans hefur Kornið stöðvað alla framleiðslu sem rekja megi til alvarlegra rekstrarerfiðleika hjá fyrirtækinu. Í samtali við fréttastofu sagði starfsmaður Kornsins mikla óvissu ríkja og erfitt að fá upplýsingar um framvindu mála. Vinnumálastofnun staðfestir að hafa tekið við hópuppsögn frá fyrirtæki í matvælaiðnaði í dag en gefur hvorki upp nafn fyrirtækisins né fjöldann að svo stöddu. DV greindi frá því í gær að Korninu að Fitjum í Reykjanesbæ hefði verið lokað. Fréttastofa hefur í morgun fengið ábendingar um fleiri bakarí Kornsins sem eru lokuð, meðal annars í Grafarholti og Árbæ.Vantaði starfsfólk Ingibjörg Ósk Jóhannesdóttir hefur haft umsjón með Korninu að Fitjum í Reykjanesbæ. Hún segir í samtali við fréttastofu að hún hafi fengið símtal í fyrrakvöld um lokun bakarísins. Ingibjörg hefur unnið í Korninu í fjóra mánuði, hún býst við að uppsagnarfrestur hennar sé því stuttur. „Ég veit ekkert hvort það mun einhver annar kaupa þetta. En það er bara lokað. Það vantaði slatta af starfsfólki, það hlaut að vera að þau voru ekki að ráða inn.“Auglýst eftir fólki nýlega Sex manns vinna hjá Korninu í Reykjanesbæ en samtals starfa um 90 manns hjá fyrirtækinu. Ingibjörg auglýsti eftir starfsmönnum fyrir tíu dögum. „Mig vantaði tvo starfsmenn og það átti að reyna að ráða þá sem fyrst. Ég reikna með að þau hefðu reddað því í janúar því ég var búin að redda desember. Mig grunaði eitthvað þar sem ég var ekki að fá svör,“ sagði Ingibjörg Ósk Jóhannesdóttir hjá Korninu í Reykjanesbæ. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn Kornsins það sem af er degi. Neytendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fékk ekki svör um ráðningu nýrra starfsmanna Kornsins Bakarí Kornsins hafa verið lokuð í morgun. Umsjónarmaður eins bakarísins segir að erfiðlega hafi gengið að fá svör um ráðningu nýrra starfsmanna. 20. desember 2018 12:45 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Sjá meira
Öll bakarí Kornsins hafa verið lokuð í dag og fengu starfsmenn tilkynningu um það í gærkvöldi að mæta ekki til vinnu. Alls eru bakaríin þrettán og vinna 90 manns hjá fyrirtækinu. Kornið var stofnað fyrir 37 árum en fyrir ári síðan þegar Investor keypti reksturinn var stöðum fækkað vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar. Samkvæmt heimildum Viðskiptamoggans hefur Kornið stöðvað alla framleiðslu sem rekja megi til alvarlegra rekstrarerfiðleika hjá fyrirtækinu. Í samtali við fréttastofu sagði starfsmaður Kornsins mikla óvissu ríkja og erfitt að fá upplýsingar um framvindu mála. Vinnumálastofnun staðfestir að hafa tekið við hópuppsögn frá fyrirtæki í matvælaiðnaði í dag en gefur hvorki upp nafn fyrirtækisins né fjöldann að svo stöddu. DV greindi frá því í gær að Korninu að Fitjum í Reykjanesbæ hefði verið lokað. Fréttastofa hefur í morgun fengið ábendingar um fleiri bakarí Kornsins sem eru lokuð, meðal annars í Grafarholti og Árbæ.Vantaði starfsfólk Ingibjörg Ósk Jóhannesdóttir hefur haft umsjón með Korninu að Fitjum í Reykjanesbæ. Hún segir í samtali við fréttastofu að hún hafi fengið símtal í fyrrakvöld um lokun bakarísins. Ingibjörg hefur unnið í Korninu í fjóra mánuði, hún býst við að uppsagnarfrestur hennar sé því stuttur. „Ég veit ekkert hvort það mun einhver annar kaupa þetta. En það er bara lokað. Það vantaði slatta af starfsfólki, það hlaut að vera að þau voru ekki að ráða inn.“Auglýst eftir fólki nýlega Sex manns vinna hjá Korninu í Reykjanesbæ en samtals starfa um 90 manns hjá fyrirtækinu. Ingibjörg auglýsti eftir starfsmönnum fyrir tíu dögum. „Mig vantaði tvo starfsmenn og það átti að reyna að ráða þá sem fyrst. Ég reikna með að þau hefðu reddað því í janúar því ég var búin að redda desember. Mig grunaði eitthvað þar sem ég var ekki að fá svör,“ sagði Ingibjörg Ósk Jóhannesdóttir hjá Korninu í Reykjanesbæ. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn Kornsins það sem af er degi.
Neytendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fékk ekki svör um ráðningu nýrra starfsmanna Kornsins Bakarí Kornsins hafa verið lokuð í morgun. Umsjónarmaður eins bakarísins segir að erfiðlega hafi gengið að fá svör um ráðningu nýrra starfsmanna. 20. desember 2018 12:45 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Sjá meira
Fékk ekki svör um ráðningu nýrra starfsmanna Kornsins Bakarí Kornsins hafa verið lokuð í morgun. Umsjónarmaður eins bakarísins segir að erfiðlega hafi gengið að fá svör um ráðningu nýrra starfsmanna. 20. desember 2018 12:45