Furðar sig á gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki á uppbyggingarskeiði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. desember 2018 07:30 Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssamtaka fiskeldisfyrirtækja FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. Þetta kemur fram í frumvarpsdrögum um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó sem kynnt var í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær. Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fyrir á komandi vorþingi og gert ráð fyrir að lögin taki gildi 1. janúar 2020. Til ársins 2022 munu rekstrarleyfishafar þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi en helmingi lægri upphæð fyrir kílóið af ófrjóum laxi, regnbogasilungi og eldi með lokuðum eldisbúnaði. Frá og með 2023 mun upphæðin hækka um helming, það er fimmtán krónur greiðist fyrir kílóið af frjóum laxi en 7,5 krónur á hvert kíló af öðrum tegundum. Ekki er lagt til að gjaldið renni í sérstakan uppbyggingarsjóð á eldissvæðum til uppbyggingar innviða. Í drögunum kemur fram að í upphafi verði gjaldið ákveðið lægra til að koma til móts við fyrirtæki í greininni sem mörg eru nú að byggja upp framleiðslu sína. „Fiskeldi er núna á uppbyggingarskeiði og því fylgir mikil fjárfesting. Mér sýnist í fljótu bragði þarna lagðar til umtalsverðar hækkanir á fiskeldisfyrirtæki og á þessu uppbyggingarstigi verður það að teljast harla óvenjulegt,“ segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. „Við höfum sagt að okkur þyki eðlilegt að greinin greiði eðlilegt gjald en við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að það hljóti að gerast eftir að uppbyggingarskeiði lýkur og framleiðsla er komin á skrið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. Þetta kemur fram í frumvarpsdrögum um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó sem kynnt var í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær. Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fyrir á komandi vorþingi og gert ráð fyrir að lögin taki gildi 1. janúar 2020. Til ársins 2022 munu rekstrarleyfishafar þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi en helmingi lægri upphæð fyrir kílóið af ófrjóum laxi, regnbogasilungi og eldi með lokuðum eldisbúnaði. Frá og með 2023 mun upphæðin hækka um helming, það er fimmtán krónur greiðist fyrir kílóið af frjóum laxi en 7,5 krónur á hvert kíló af öðrum tegundum. Ekki er lagt til að gjaldið renni í sérstakan uppbyggingarsjóð á eldissvæðum til uppbyggingar innviða. Í drögunum kemur fram að í upphafi verði gjaldið ákveðið lægra til að koma til móts við fyrirtæki í greininni sem mörg eru nú að byggja upp framleiðslu sína. „Fiskeldi er núna á uppbyggingarskeiði og því fylgir mikil fjárfesting. Mér sýnist í fljótu bragði þarna lagðar til umtalsverðar hækkanir á fiskeldisfyrirtæki og á þessu uppbyggingarstigi verður það að teljast harla óvenjulegt,“ segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. „Við höfum sagt að okkur þyki eðlilegt að greinin greiði eðlilegt gjald en við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að það hljóti að gerast eftir að uppbyggingarskeiði lýkur og framleiðsla er komin á skrið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira