Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2018 13:30 Fjárfestar sem keyptu skuldabréf í útboði WOW air í september hafa frest til að taka afstöðu til skilmálabreytingarinnar til 17. janúar. Ef þeir veita samþykki sitt hafa Indigo Partners og WOW air frest til 28. febrúar næstkomandi til að ganga frá kaupunum. „Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki,“ segir Skúli Mogensen en eigendur skuldabréfa í WOW air þurfa að taka afstöðu til skilmálabreytingar fyrir 17. janúar vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air. Félagið hefur gengið frá sölu á fjórum Airbus A321 farþegaþotum, sem félagið hefur haft á kaupleigu síðan 2014, til Air Canada. „Þetta eru fjórar flugvélar sem við höfum verið með á kaupleigu og við erum að selja þessar fjórar vélar núna til Air Canada. Við erum bæði með þessu að minnka flotann um fjórar vélar en jafnframt að bæta lausafjárstöðu félagsins verulega,“ segir Skúli. Salan mun bæta lausafjárstöðu WOW air um 12 milljónir dollara, jafnvirði 1,4 milljarða króna. Í gær tilkynnti WOW air um breytingar á leiðakerfi félagsins til Lundúna en félagið seldi lendingarleyfi sín Gatwick-flugvelli í síðasta mánuði og fara öll flug til Lundúna gegnum Stansted flugvöll frá og með 31. mars næstkomandi. Sala á lendingarleyfum er einnig liður í fjárhagslegri endurskipulagningu WOW air vegna fjárfestingar Indigo Partners í félaginu en félögin hafa náð samkomulagi um að Indigo kaupi hlutabréf í WOW air fyrir allt að 75 milljónir dollara að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.Skúla Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonFjárfestar sem keyptu skuldabréf í útboði WOW air í september munu senn taka afstöðu til skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Þær felast í niðurfellingu á gjaldfellingarheimildum, eftirgjöf kauprétta og eftirgjöf veðtrygginga í formi hlutabréfa í WOW air. Skuldabréfaeigendur hafa frest til að taka afstöðu til skilmálabreytingarinnar til 17. janúar. Ef þeir veita samþykki sitt hafa Indigo Partners og WOW air frest til 28. febrúar næstkomandi til að ganga frá fjármögnun vegna kaupanna ella fellur samþykki skuldabréfaeigendanna niður. „Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki,“ segir Skúli Mogensen.Eru þessi stærstu verkefni vegna kaupa Indigo Partners þá vel á veg komin? „Já. Eins og ég hef sagt þá tekur þetta allt sinn tíma því það þarf að semja við fjöldann allan af aðilum en það eru allir að vinna í góðri trú um að þetta náist,“ segir Skúli. WOW Air Tengdar fréttir Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27 Fjórar þotur seldar til Air Canada Sjóðstaða WOW air mun batna um 12 milljónir Bandaríkjadala. 21. desember 2018 09:51 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki,“ segir Skúli Mogensen en eigendur skuldabréfa í WOW air þurfa að taka afstöðu til skilmálabreytingar fyrir 17. janúar vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air. Félagið hefur gengið frá sölu á fjórum Airbus A321 farþegaþotum, sem félagið hefur haft á kaupleigu síðan 2014, til Air Canada. „Þetta eru fjórar flugvélar sem við höfum verið með á kaupleigu og við erum að selja þessar fjórar vélar núna til Air Canada. Við erum bæði með þessu að minnka flotann um fjórar vélar en jafnframt að bæta lausafjárstöðu félagsins verulega,“ segir Skúli. Salan mun bæta lausafjárstöðu WOW air um 12 milljónir dollara, jafnvirði 1,4 milljarða króna. Í gær tilkynnti WOW air um breytingar á leiðakerfi félagsins til Lundúna en félagið seldi lendingarleyfi sín Gatwick-flugvelli í síðasta mánuði og fara öll flug til Lundúna gegnum Stansted flugvöll frá og með 31. mars næstkomandi. Sala á lendingarleyfum er einnig liður í fjárhagslegri endurskipulagningu WOW air vegna fjárfestingar Indigo Partners í félaginu en félögin hafa náð samkomulagi um að Indigo kaupi hlutabréf í WOW air fyrir allt að 75 milljónir dollara að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.Skúla Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonFjárfestar sem keyptu skuldabréf í útboði WOW air í september munu senn taka afstöðu til skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Þær felast í niðurfellingu á gjaldfellingarheimildum, eftirgjöf kauprétta og eftirgjöf veðtrygginga í formi hlutabréfa í WOW air. Skuldabréfaeigendur hafa frest til að taka afstöðu til skilmálabreytingarinnar til 17. janúar. Ef þeir veita samþykki sitt hafa Indigo Partners og WOW air frest til 28. febrúar næstkomandi til að ganga frá fjármögnun vegna kaupanna ella fellur samþykki skuldabréfaeigendanna niður. „Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki,“ segir Skúli Mogensen.Eru þessi stærstu verkefni vegna kaupa Indigo Partners þá vel á veg komin? „Já. Eins og ég hef sagt þá tekur þetta allt sinn tíma því það þarf að semja við fjöldann allan af aðilum en það eru allir að vinna í góðri trú um að þetta náist,“ segir Skúli.
WOW Air Tengdar fréttir Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27 Fjórar þotur seldar til Air Canada Sjóðstaða WOW air mun batna um 12 milljónir Bandaríkjadala. 21. desember 2018 09:51 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43
WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27
Fjórar þotur seldar til Air Canada Sjóðstaða WOW air mun batna um 12 milljónir Bandaríkjadala. 21. desember 2018 09:51