Kevin Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot gegn táningi Kjartan Kjartansson skrifar 25. desember 2018 08:41 Spacey hefur haldið sig frá sviðsljósinu eftir að hann var fyrst sakaður um kynferðislega áreitni í fyrra. Vísir/EPA Bandaríski leikarinn Kevin Spacey kemur fyrir dómara í janúar eftir að hann var ákærður fyrir að ráðast kynferðislega á táningsdreng á öldurhúsi í Massachusetts fyrir tveimur árum. Spacey sendi frá sér undarlegt myndband í gær þar sem hann varðist ásökunum í anda persónunnar sem hann lék í þáttunum „Spilaborg“. Ákæran varðar atvik sem átti sér stað í Nantucket árið 2016. Þá er Spacey sagður hafa keypt áfengi fyrir 18 ára gamlan dreng og síðan káfað á honum. Lögaldur fyrir áfengisdrykkju í Massachusetts er 21 ár. Drengurinn er sonur Heather Unruh, fyrrverandi sjónvarpskonu, sem greindi opinberlega frá atvikinu í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áður hefur Spacey verið sakaður um kynferðislega áreitni af að minnsta kosti tveimur mönnum. Hann var í kjölfarið rekinn úr hlutverki sínu í „Spilaborg“ og kvikmynd sem hann hafði unnið að var tekin upp aftur án hans. Spacey hefur ekki komið fram opinberlega frá því að fyrstu ásakanirnar komu fram í nóvember í fyrra. Í gær birti hann hins vegar myndband af sér í anda Frank Underwood, útsmogna stjórnmálamannsins sem hann lék í „Spilaborg“. „Ég ætla sannarlega ekki að greiða fyrir hluti sem ég gerði ekki. Þú myndir ekki trúa því versta án sannanna, er það?“ segir leikarinn í myndbandinu. Let Me Be Frank https://t.co/OzVGsX6Xbz— Kevin Spacey (@KevinSpacey) December 24, 2018 Bandaríkin MeToo Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Íhuga að ákæra Spacey fyrir kynferðisbrot Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum. 12. apríl 2018 07:37 Robin Wright segist ekki hafa þekkt Kevin Spacey Þá sagði hún að ásakanirnar á hendur Spacey hefðu komið öllum við framleiðslu þáttanna á óvart. 9. júlí 2018 16:48 Fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna í aðalhlutverki lokaþáttaraðar House of Cards Ný stikla fyrir þættina House of Cards var birt í dag. 8. október 2018 22:19 Nuddari sakar Kevin Spacey um kynferðislega áreitni Ónafngreindur atvinnunuddari hefur kært bandaríska leikarann Kevin Spacey til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni sem hann segir að hafi átt sér stað í október 2016. 29. september 2018 11:31 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Bandaríski leikarinn Kevin Spacey kemur fyrir dómara í janúar eftir að hann var ákærður fyrir að ráðast kynferðislega á táningsdreng á öldurhúsi í Massachusetts fyrir tveimur árum. Spacey sendi frá sér undarlegt myndband í gær þar sem hann varðist ásökunum í anda persónunnar sem hann lék í þáttunum „Spilaborg“. Ákæran varðar atvik sem átti sér stað í Nantucket árið 2016. Þá er Spacey sagður hafa keypt áfengi fyrir 18 ára gamlan dreng og síðan káfað á honum. Lögaldur fyrir áfengisdrykkju í Massachusetts er 21 ár. Drengurinn er sonur Heather Unruh, fyrrverandi sjónvarpskonu, sem greindi opinberlega frá atvikinu í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áður hefur Spacey verið sakaður um kynferðislega áreitni af að minnsta kosti tveimur mönnum. Hann var í kjölfarið rekinn úr hlutverki sínu í „Spilaborg“ og kvikmynd sem hann hafði unnið að var tekin upp aftur án hans. Spacey hefur ekki komið fram opinberlega frá því að fyrstu ásakanirnar komu fram í nóvember í fyrra. Í gær birti hann hins vegar myndband af sér í anda Frank Underwood, útsmogna stjórnmálamannsins sem hann lék í „Spilaborg“. „Ég ætla sannarlega ekki að greiða fyrir hluti sem ég gerði ekki. Þú myndir ekki trúa því versta án sannanna, er það?“ segir leikarinn í myndbandinu. Let Me Be Frank https://t.co/OzVGsX6Xbz— Kevin Spacey (@KevinSpacey) December 24, 2018
Bandaríkin MeToo Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Íhuga að ákæra Spacey fyrir kynferðisbrot Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum. 12. apríl 2018 07:37 Robin Wright segist ekki hafa þekkt Kevin Spacey Þá sagði hún að ásakanirnar á hendur Spacey hefðu komið öllum við framleiðslu þáttanna á óvart. 9. júlí 2018 16:48 Fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna í aðalhlutverki lokaþáttaraðar House of Cards Ný stikla fyrir þættina House of Cards var birt í dag. 8. október 2018 22:19 Nuddari sakar Kevin Spacey um kynferðislega áreitni Ónafngreindur atvinnunuddari hefur kært bandaríska leikarann Kevin Spacey til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni sem hann segir að hafi átt sér stað í október 2016. 29. september 2018 11:31 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Íhuga að ákæra Spacey fyrir kynferðisbrot Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum. 12. apríl 2018 07:37
Robin Wright segist ekki hafa þekkt Kevin Spacey Þá sagði hún að ásakanirnar á hendur Spacey hefðu komið öllum við framleiðslu þáttanna á óvart. 9. júlí 2018 16:48
Fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna í aðalhlutverki lokaþáttaraðar House of Cards Ný stikla fyrir þættina House of Cards var birt í dag. 8. október 2018 22:19
Nuddari sakar Kevin Spacey um kynferðislega áreitni Ónafngreindur atvinnunuddari hefur kært bandaríska leikarann Kevin Spacey til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni sem hann segir að hafi átt sér stað í október 2016. 29. september 2018 11:31