Gunnar Nelson með augun á ákveðnu bardagakvöldi í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2018 09:30 Gunnar Nelson. Vísir/Getty Gunnar Nelson fer sigurreifur inn í jólin eftir glæsilegan sigur á Brasilíumanninum Alex Oliveira á laugardaginn. Nú bíða menn spenntir að sjá hvar næsti bardagi íslenska víkingsins verður. Gunnar stimplaði sig aftur inn eftir langa fjarveru frá UFC búrinu og það var mikilvægt fyrir framtíðarplönin hans að vinna góðan sigur um helgina. Þetta var fyrsti bardagi Gunnars í 510 daga eða síðan að hann tapaði á móti Santiago Ponzinibbio í Glasgow 16. júlí 2017. Santiago Ponzinibbio svindlaði í þeim bardaga þegar hann potaði í augun á Gunnari. Aftur var reynt að svindla á Gunnari núna en hann komst í gegnum það og vann sannfærandi sigur. Nú er stóra spurninginn hvar Gunnar Nelson keppir næst innan UFC. Í viðtali við MMA Fréttir viðrar Gunnar þá hugmynd sína um að keppa næst á bardagakvöldi í London í mars. Gunnar kemur þó ekki alveg heill út úr þessum bardaga við Alex Oliveira eða öllu heldur úr aðdraganda hans. „Hann þarf þó fyrst að fara í myndatöku á hnénu en Gunnar varð fyrir smá meiðslum á hnénu í aðdraganda bardagans. Gunnar telur þó að þetta sé ekki neitt stórmál en ætlar að sjá hvað þetta er,“ segir í frétt á mmafrettir.is. Síðustu tveir bardagar Gunnars hafa verið í Toronto í Kanada og í Glasgow í Skotlandi en í millitíðinni átti hann að keppa á móti Neil Magny í Liverpool í Englandi. Gunnar meiddist á hné í aðdraganda þessa bardaga og þurfti að fara í aðgerð. Bardaginn á móti Alex Oliveira var því eini bardagi Gunnars á árinu 2018. Íslenski bardagakappinn á góðar minningar frá bardögum sínum í London og það er því ekkert skrýtið að óskastaða hans sé að berjast aftur þar. Gunnar Nelson keppti síðast í London þegar hann vann Alan Jouban 18. mars 2017. Hann vann þar líka á móti þeim Omari Akhmedov (8. mars 2014) og Jorge Santiago (16. febrúar 2013). Gunnar Nelson hefur þannig unnið alla þrjá UFC-bardaga sína í London. Allt viðtalið við Gunnar Nelson í MMAfréttum má sjá hér fyrir neðan. MMA Tengdar fréttir Sjáðu olnbogaskot Oliveira í hnakka Gunnars Gunnar Nelson fékk tvö þung högg í hnakkann snemma í bardaga sínum gegn Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 14:00 Kavanagh spáir því að Gunnar Nelson fái titilbardaga á næsta ári Það stoppa fáir Gunnar Nelson í dag nema með svindli að mati hins virta þjálfara hans John Kavanagh. 10. desember 2018 10:30 Conor McGregor óskaði Gunnari til hamingju með sigurinn Írska bardagakappinn Conor McGregor er ánægður með sigur Gunnars Nelson á Brasilíumanninum Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 11:15 Gunnar sneri aftur með látum Bardagakappinn Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira í Toronto um helgina. Eftir jafna fyrstu lotu náði Gunnar undirtökum undir lok annarrar lotu þar sem hann lét höggin dynja og innbyrti sigur. 10. desember 2018 08:45 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Gunnar Nelson fer sigurreifur inn í jólin eftir glæsilegan sigur á Brasilíumanninum Alex Oliveira á laugardaginn. Nú bíða menn spenntir að sjá hvar næsti bardagi íslenska víkingsins verður. Gunnar stimplaði sig aftur inn eftir langa fjarveru frá UFC búrinu og það var mikilvægt fyrir framtíðarplönin hans að vinna góðan sigur um helgina. Þetta var fyrsti bardagi Gunnars í 510 daga eða síðan að hann tapaði á móti Santiago Ponzinibbio í Glasgow 16. júlí 2017. Santiago Ponzinibbio svindlaði í þeim bardaga þegar hann potaði í augun á Gunnari. Aftur var reynt að svindla á Gunnari núna en hann komst í gegnum það og vann sannfærandi sigur. Nú er stóra spurninginn hvar Gunnar Nelson keppir næst innan UFC. Í viðtali við MMA Fréttir viðrar Gunnar þá hugmynd sína um að keppa næst á bardagakvöldi í London í mars. Gunnar kemur þó ekki alveg heill út úr þessum bardaga við Alex Oliveira eða öllu heldur úr aðdraganda hans. „Hann þarf þó fyrst að fara í myndatöku á hnénu en Gunnar varð fyrir smá meiðslum á hnénu í aðdraganda bardagans. Gunnar telur þó að þetta sé ekki neitt stórmál en ætlar að sjá hvað þetta er,“ segir í frétt á mmafrettir.is. Síðustu tveir bardagar Gunnars hafa verið í Toronto í Kanada og í Glasgow í Skotlandi en í millitíðinni átti hann að keppa á móti Neil Magny í Liverpool í Englandi. Gunnar meiddist á hné í aðdraganda þessa bardaga og þurfti að fara í aðgerð. Bardaginn á móti Alex Oliveira var því eini bardagi Gunnars á árinu 2018. Íslenski bardagakappinn á góðar minningar frá bardögum sínum í London og það er því ekkert skrýtið að óskastaða hans sé að berjast aftur þar. Gunnar Nelson keppti síðast í London þegar hann vann Alan Jouban 18. mars 2017. Hann vann þar líka á móti þeim Omari Akhmedov (8. mars 2014) og Jorge Santiago (16. febrúar 2013). Gunnar Nelson hefur þannig unnið alla þrjá UFC-bardaga sína í London. Allt viðtalið við Gunnar Nelson í MMAfréttum má sjá hér fyrir neðan.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu olnbogaskot Oliveira í hnakka Gunnars Gunnar Nelson fékk tvö þung högg í hnakkann snemma í bardaga sínum gegn Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 14:00 Kavanagh spáir því að Gunnar Nelson fái titilbardaga á næsta ári Það stoppa fáir Gunnar Nelson í dag nema með svindli að mati hins virta þjálfara hans John Kavanagh. 10. desember 2018 10:30 Conor McGregor óskaði Gunnari til hamingju með sigurinn Írska bardagakappinn Conor McGregor er ánægður með sigur Gunnars Nelson á Brasilíumanninum Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 11:15 Gunnar sneri aftur með látum Bardagakappinn Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira í Toronto um helgina. Eftir jafna fyrstu lotu náði Gunnar undirtökum undir lok annarrar lotu þar sem hann lét höggin dynja og innbyrti sigur. 10. desember 2018 08:45 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Sjáðu olnbogaskot Oliveira í hnakka Gunnars Gunnar Nelson fékk tvö þung högg í hnakkann snemma í bardaga sínum gegn Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 14:00
Kavanagh spáir því að Gunnar Nelson fái titilbardaga á næsta ári Það stoppa fáir Gunnar Nelson í dag nema með svindli að mati hins virta þjálfara hans John Kavanagh. 10. desember 2018 10:30
Conor McGregor óskaði Gunnari til hamingju með sigurinn Írska bardagakappinn Conor McGregor er ánægður með sigur Gunnars Nelson á Brasilíumanninum Alex Oliveira í UFC bardaga þeirra í Toronto um helgina. 10. desember 2018 11:15
Gunnar sneri aftur með látum Bardagakappinn Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira í Toronto um helgina. Eftir jafna fyrstu lotu náði Gunnar undirtökum undir lok annarrar lotu þar sem hann lét höggin dynja og innbyrti sigur. 10. desember 2018 08:45
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins