Gæti stefnt í offramboð af nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2018 19:30 Það gæti stefnt í offramboð á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri hagsjá Landsbankans, þrátt fyrir umframeftirspurn eftir húsnæði. Hagfræðingur segir engar haldbærar tölur liggja fyrir um raunverulega húsnæðisþörf á markaði. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis stendur yfir víða um höfuðborgarsvæðið en það er aftur á móti spursmál hvort allar þessar nýju íbúðir komi til með að mæta þeirri þörf sem er til staðar. Samkvæmt tölum frá Samtökum iðnaðarins voru um 4.900 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu í haust. Nýjum íbúðum fer jafnt og þétt fjölgandi og er reiknað með að lokið verði við byggingu samtals um 4.300 íbúða á árunum 2018 og 2019. „Framboðið hefur stóraukist, á sama tíma er verið að tala um að það þurfi að byggja fyrir sérstaka hópa, það er verið að tala um það við kjarasamningsborðið. Og ég hef bara einfaldlega áhyggjur af því að ef það fer mikið í gang á þeim vettvangi að þá verði bara allt of mikið af íbúðum til sölu vegna þess að það gengur bara ekkert allt of vel að selja þær íbúðir sem nú þegar er búið að byggja og væntanlega verður það sama uppi á teningnum með þær íbúðir sem koma inn á markaðinn á næstu mánuðum,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagdeild Landsbankans. Meðalstærð nýrra seldra íbúða á fyrstu tíu mánuðum þessa árs var um 103 fermetrar og meðalverð á fermetra um 521 þúsund krónur. Meðalverð fyrir nýja íbúð var því tæpar 54 milljónir sem óhætt er að segja að sé töluvert hærra en margir ráða við. „Það er alveg augljóst að það vantar minni íbúðir en minni íbúðir eru líka tiltölulega dýrar og ég reikna með því að hugmyndafræðin með það sem er verið að tala um við samningaborðið sé að reyna að byggja íbúðir sem eru minni og líka miklu miklu ódýrari. En hvort að það tekst er svo allt önnur saga,“ segir Ari. „Heildarmynd af þessum markaði sem er algjörlega treystandi, hún er ekki til.“ Húsnæðismál Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Gefur eftir í tollastríði við Kína Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Aðalgeir frá Lucinity til Símans Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Sjá meira
Það gæti stefnt í offramboð á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri hagsjá Landsbankans, þrátt fyrir umframeftirspurn eftir húsnæði. Hagfræðingur segir engar haldbærar tölur liggja fyrir um raunverulega húsnæðisþörf á markaði. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis stendur yfir víða um höfuðborgarsvæðið en það er aftur á móti spursmál hvort allar þessar nýju íbúðir komi til með að mæta þeirri þörf sem er til staðar. Samkvæmt tölum frá Samtökum iðnaðarins voru um 4.900 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu í haust. Nýjum íbúðum fer jafnt og þétt fjölgandi og er reiknað með að lokið verði við byggingu samtals um 4.300 íbúða á árunum 2018 og 2019. „Framboðið hefur stóraukist, á sama tíma er verið að tala um að það þurfi að byggja fyrir sérstaka hópa, það er verið að tala um það við kjarasamningsborðið. Og ég hef bara einfaldlega áhyggjur af því að ef það fer mikið í gang á þeim vettvangi að þá verði bara allt of mikið af íbúðum til sölu vegna þess að það gengur bara ekkert allt of vel að selja þær íbúðir sem nú þegar er búið að byggja og væntanlega verður það sama uppi á teningnum með þær íbúðir sem koma inn á markaðinn á næstu mánuðum,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagdeild Landsbankans. Meðalstærð nýrra seldra íbúða á fyrstu tíu mánuðum þessa árs var um 103 fermetrar og meðalverð á fermetra um 521 þúsund krónur. Meðalverð fyrir nýja íbúð var því tæpar 54 milljónir sem óhætt er að segja að sé töluvert hærra en margir ráða við. „Það er alveg augljóst að það vantar minni íbúðir en minni íbúðir eru líka tiltölulega dýrar og ég reikna með því að hugmyndafræðin með það sem er verið að tala um við samningaborðið sé að reyna að byggja íbúðir sem eru minni og líka miklu miklu ódýrari. En hvort að það tekst er svo allt önnur saga,“ segir Ari. „Heildarmynd af þessum markaði sem er algjörlega treystandi, hún er ekki til.“
Húsnæðismál Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Gefur eftir í tollastríði við Kína Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Aðalgeir frá Lucinity til Símans Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Sjá meira