Útskýrði af hverju Google-leit að „hálfvita“ skilar myndum af Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2018 12:00 Svona raðar Google upp leitarniðurstöðum sé leitað að enska orðinu idiot í myndaleit Google. Mynd/Skjáskot Sundar Pichai, forstjóri Google, þurfti í gær að útskýra fyrir þingmönnum bandaríska þingsins afhverju myndir af Donald Trump birtast efst í leitarvél Google sé enska orðið „idiot“ eða „hálfviti“ slegið inn í leitarvélina. Washington Post greinir frá. Það var demókratinn Zoe Lofgren sem spurði Pichai út í leitarniðurstöðurnar en Pichai kom fyrir dómsmáladeild fulltrúadeildarinnar í gær til þess að svara spurningum um starfsemi Google og söfnun gagna í tengslum við hana.Sé enska orðið „idiot“ slegið inn í myndaleitarvél Google má sjá að þar birtast fjölmargar myndir af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hafa repúblikanar meðal annars haldið því fram að þetta sé viljandi gert af hálfu Google til þess að koma óorði á forsetann.Pichai útskýrði hvernig leitarvél Google virkar og í máli hans kom fram að nánast ógerlegt væri að hafa slík áhrif á leitarvélina, til þess væru alltof margir ólíkir þættir sem teknir voru til greina varðandi hvaða orð skili hvaða leitarniðurstöðum. „Þannig að þú ert að segja að það sé ekki einhver lítill kall sem situr á bak við tjald sem ákveður hvað sé sýnt notendum hverju sinni,“ svaraði Lofgren kaldhæðnislega. Pichai mátti þola orrahríð frá þingmönnum repúblikana sem sökuðu hann og Google um að ýta neikvæðum fréttum um repúblikana og stefnumál þeirra ofar á leitarvél Google. Ted Lieu, þingmaður demókrata, kom Pichai hins vegar til varna og sagði málið vera einfalt, ef repúblikanar vildu sjá jákvæðar leitarniðurstöður í garð þeirra, þyrftu þeir að framkvæma jákvæða hluti. Þeir ættu því að íhuga að vandamálið værri þeirra megin, en ekki hjá Google. Bandaríkin Donald Trump Google Tækni Tengdar fréttir Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. 28. ágúst 2018 18:00 Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlum Fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins, sem voru reknir fyrir að segja að það væru líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væru verri forritarar og fyrir ummæli um múslima, hafa stefnt Google fyrir mismunun. 8. janúar 2018 20:38 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Sundar Pichai, forstjóri Google, þurfti í gær að útskýra fyrir þingmönnum bandaríska þingsins afhverju myndir af Donald Trump birtast efst í leitarvél Google sé enska orðið „idiot“ eða „hálfviti“ slegið inn í leitarvélina. Washington Post greinir frá. Það var demókratinn Zoe Lofgren sem spurði Pichai út í leitarniðurstöðurnar en Pichai kom fyrir dómsmáladeild fulltrúadeildarinnar í gær til þess að svara spurningum um starfsemi Google og söfnun gagna í tengslum við hana.Sé enska orðið „idiot“ slegið inn í myndaleitarvél Google má sjá að þar birtast fjölmargar myndir af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hafa repúblikanar meðal annars haldið því fram að þetta sé viljandi gert af hálfu Google til þess að koma óorði á forsetann.Pichai útskýrði hvernig leitarvél Google virkar og í máli hans kom fram að nánast ógerlegt væri að hafa slík áhrif á leitarvélina, til þess væru alltof margir ólíkir þættir sem teknir voru til greina varðandi hvaða orð skili hvaða leitarniðurstöðum. „Þannig að þú ert að segja að það sé ekki einhver lítill kall sem situr á bak við tjald sem ákveður hvað sé sýnt notendum hverju sinni,“ svaraði Lofgren kaldhæðnislega. Pichai mátti þola orrahríð frá þingmönnum repúblikana sem sökuðu hann og Google um að ýta neikvæðum fréttum um repúblikana og stefnumál þeirra ofar á leitarvél Google. Ted Lieu, þingmaður demókrata, kom Pichai hins vegar til varna og sagði málið vera einfalt, ef repúblikanar vildu sjá jákvæðar leitarniðurstöður í garð þeirra, þyrftu þeir að framkvæma jákvæða hluti. Þeir ættu því að íhuga að vandamálið værri þeirra megin, en ekki hjá Google.
Bandaríkin Donald Trump Google Tækni Tengdar fréttir Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. 28. ágúst 2018 18:00 Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlum Fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins, sem voru reknir fyrir að segja að það væru líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væru verri forritarar og fyrir ummæli um múslima, hafa stefnt Google fyrir mismunun. 8. janúar 2018 20:38 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. 28. ágúst 2018 18:00
Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlum Fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins, sem voru reknir fyrir að segja að það væru líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væru verri forritarar og fyrir ummæli um múslima, hafa stefnt Google fyrir mismunun. 8. janúar 2018 20:38