Þýski skútuþjófurinn bar fyrir sig ævintýramennsku og slapp við steininn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2018 14:16 Skútan Inook við höfn á Rifi, þar sem maðurinn var handtekinn þann 14. október. Vísir Þýskur karlmaður sem tók skútuna INOOK ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn laugardagskvöldið 13. október hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Vestfjarða í dag. Var maðurinn dæmdur fyrir nytjastuld en það lögregluembættinu taldist ekki hafa sýnt fram á ásetning til þjófnaðar. Karlmaðurinn viðurkenndi bæði hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi þar sem hún lá bundin við bryggjuna á Ísafirði. Hann á sjálfur aðra skútu í höfninni en bar við skyndihugdettu og ævintýramennsku spurður hvers vegna hann hefði tekið skútuna.Skyndihugdetta eða ævintýramennska Hann nýtti skrúfjárn til að brjótast inn í skútuna og eyðilagði lás. Gerði hann bátinn kláran til siglingar og sigldi sem leið lá vestur um land frá Ísafirði. Hann tengdi skútuna ekki við AES-eftirlitskerfi og kveikti heldur ekki siglingaljós fyrr en út úr höfninni var komið. Játning karlsins fékk stoð í upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Maðurinn neitaði staðfastlega að hafa ætlað að slá eign sinni á skútuna og sömuleiðis að hafa átt sér vitorðsmann. Hafði hann engar skýringar á því hvað honum gekk til aðrar en þær að um skyndihugdettu hefði verið að ræða og einhvers konar ævintýramennsku. Dómurinn mat framburð þrátt fyrir þetta stöðugan og í sjálfu sér ekki ótrúverðugan. Einu gögnin sem renna stoðum undir að maðurinn hafi ætlað að slá eign sinni á skútuna voru SMS-skilaboð mannsins til unnustu sinnar þar sem hann sagðist ætla að færa bát með breskum manni til Færeyja eða Skotlands. Maðurinn sagði að um hvíta lygi hefði verið að ræða til að slá á áhyggjur konunnar.Gekk illa frá eigin skútu Þá vísaði dómurinn í skýrslu lögreglu þar sem fram kom að maðurinn hefði yfirgefið sinn eigin bát með þeim hætti að ótrúlegt þætti að hann hafi ekki ætlað að koma aftur fljótlega til þess að ganga frá honum, í það minnsta áður en hann héldi af landi brott. „Þrátt fyrir að ákærði hafi ekki getað gefið skýringar á verknaði sínum frekar en áður greindi, þá hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Var hæfileg refsing ákveðin þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða tæplega 1100 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Ísafjarðarbær Snæfellsbær Tengdar fréttir Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. 6. desember 2018 20:07 Neitar að hafa stolið skútunni Farbann yfir manninum hefur verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. 12. nóvember 2018 13:19 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Þýskur karlmaður sem tók skútuna INOOK ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn laugardagskvöldið 13. október hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Vestfjarða í dag. Var maðurinn dæmdur fyrir nytjastuld en það lögregluembættinu taldist ekki hafa sýnt fram á ásetning til þjófnaðar. Karlmaðurinn viðurkenndi bæði hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi þar sem hún lá bundin við bryggjuna á Ísafirði. Hann á sjálfur aðra skútu í höfninni en bar við skyndihugdettu og ævintýramennsku spurður hvers vegna hann hefði tekið skútuna.Skyndihugdetta eða ævintýramennska Hann nýtti skrúfjárn til að brjótast inn í skútuna og eyðilagði lás. Gerði hann bátinn kláran til siglingar og sigldi sem leið lá vestur um land frá Ísafirði. Hann tengdi skútuna ekki við AES-eftirlitskerfi og kveikti heldur ekki siglingaljós fyrr en út úr höfninni var komið. Játning karlsins fékk stoð í upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Maðurinn neitaði staðfastlega að hafa ætlað að slá eign sinni á skútuna og sömuleiðis að hafa átt sér vitorðsmann. Hafði hann engar skýringar á því hvað honum gekk til aðrar en þær að um skyndihugdettu hefði verið að ræða og einhvers konar ævintýramennsku. Dómurinn mat framburð þrátt fyrir þetta stöðugan og í sjálfu sér ekki ótrúverðugan. Einu gögnin sem renna stoðum undir að maðurinn hafi ætlað að slá eign sinni á skútuna voru SMS-skilaboð mannsins til unnustu sinnar þar sem hann sagðist ætla að færa bát með breskum manni til Færeyja eða Skotlands. Maðurinn sagði að um hvíta lygi hefði verið að ræða til að slá á áhyggjur konunnar.Gekk illa frá eigin skútu Þá vísaði dómurinn í skýrslu lögreglu þar sem fram kom að maðurinn hefði yfirgefið sinn eigin bát með þeim hætti að ótrúlegt þætti að hann hafi ekki ætlað að koma aftur fljótlega til þess að ganga frá honum, í það minnsta áður en hann héldi af landi brott. „Þrátt fyrir að ákærði hafi ekki getað gefið skýringar á verknaði sínum frekar en áður greindi, þá hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Var hæfileg refsing ákveðin þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða tæplega 1100 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Ísafjarðarbær Snæfellsbær Tengdar fréttir Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. 6. desember 2018 20:07 Neitar að hafa stolið skútunni Farbann yfir manninum hefur verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. 12. nóvember 2018 13:19 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. 6. desember 2018 20:07
Neitar að hafa stolið skútunni Farbann yfir manninum hefur verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. 12. nóvember 2018 13:19
Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24