Ósannindi Samfylkingarinnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2018 12:20 Undanfarna daga hafa þingmenn Samfylkingarinnar farið mikinn í umræðum á þingi um barnabætur. Þannig hafa bæði Logi Einarsson, formaður flokksins, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður, fullyrt að fólk undir miðgildislaunum fái ekki barnabætur. Þetta er nokkuð sérkennilegur málflutningur og manni gæti hætt til að álykta sem svo að þau hefðu mismælt sig og átt við fólk yfir miðgildislaunum. Sú fullyrðing hefði reyndar verið jafn röng, en tilgátan um mismælin er varla sönn, þar sem bæði Oddný og Logi notuðu sama orðalagið með viku millibili. Þannig sagði Logi 7. desember: „Meirihlutinn leggur nú til að á árinu 2019 fái fólk undir miðgildislaunum engar barnabætur…“ og Oddný tók undir í gær þegar hún sagði: „..en fólk með undir miðgildislaunum fær engar barnabætur…“. Ekki þarf að rýna lengi í málið til að sjá að hér fara formaður og þingflokksformaður Samfylkingarinnar með ósannindi. Það er einfaldlega rangt að fólk undir miðgildislaunum fái engar barnabætur. Það er líka rangt að fólk yfir miðgildislaunum fái engar barnabætur. Tökum dæmi: Einstætt foreldri með tvö börn undir 7 ára aldri og 900.000 kr. í tekjur á mánuði fær 280.000 kr. í barnabætur á næsta ári. Miðgildislaun samkvæmt Hagstofunni árið 2017 voru 618.000 kr. á mánuði. Staðreyndin er sú að á árinu 2019 hækka framlög til barnabóta um 1,7 milljarð króna, sem jafngildir 16% hækkun. Breytingarnar þýða að um 2200 manns fá þá barnabætur sem ekki fengu barnabætur á þessu ári og mest er hækkun barnabóta til lágtekjuhópa. Með þessum breytingum er verið að snúna vörn í sókn í barnabótakerfinu, nokkuð sem allir jafnaðarmenn ættu að fagna. Það er eðlilegt að takast á um stefnur og hugmyndir inni á þingi. Það er hins vegar lágmarkskrafa að háttvirtir þingmenn fari ekki með ósannindi í umræðum á þingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa þingmenn Samfylkingarinnar farið mikinn í umræðum á þingi um barnabætur. Þannig hafa bæði Logi Einarsson, formaður flokksins, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður, fullyrt að fólk undir miðgildislaunum fái ekki barnabætur. Þetta er nokkuð sérkennilegur málflutningur og manni gæti hætt til að álykta sem svo að þau hefðu mismælt sig og átt við fólk yfir miðgildislaunum. Sú fullyrðing hefði reyndar verið jafn röng, en tilgátan um mismælin er varla sönn, þar sem bæði Oddný og Logi notuðu sama orðalagið með viku millibili. Þannig sagði Logi 7. desember: „Meirihlutinn leggur nú til að á árinu 2019 fái fólk undir miðgildislaunum engar barnabætur…“ og Oddný tók undir í gær þegar hún sagði: „..en fólk með undir miðgildislaunum fær engar barnabætur…“. Ekki þarf að rýna lengi í málið til að sjá að hér fara formaður og þingflokksformaður Samfylkingarinnar með ósannindi. Það er einfaldlega rangt að fólk undir miðgildislaunum fái engar barnabætur. Það er líka rangt að fólk yfir miðgildislaunum fái engar barnabætur. Tökum dæmi: Einstætt foreldri með tvö börn undir 7 ára aldri og 900.000 kr. í tekjur á mánuði fær 280.000 kr. í barnabætur á næsta ári. Miðgildislaun samkvæmt Hagstofunni árið 2017 voru 618.000 kr. á mánuði. Staðreyndin er sú að á árinu 2019 hækka framlög til barnabóta um 1,7 milljarð króna, sem jafngildir 16% hækkun. Breytingarnar þýða að um 2200 manns fá þá barnabætur sem ekki fengu barnabætur á þessu ári og mest er hækkun barnabóta til lágtekjuhópa. Með þessum breytingum er verið að snúna vörn í sókn í barnabótakerfinu, nokkuð sem allir jafnaðarmenn ættu að fagna. Það er eðlilegt að takast á um stefnur og hugmyndir inni á þingi. Það er hins vegar lágmarkskrafa að háttvirtir þingmenn fari ekki með ósannindi í umræðum á þingi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun