Hafa handtekið tvo í tengslum við nektarmyndatöku á Pýramídanum mikla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2018 18:35 Skjáskot úr myndbandinu sem vakið hefur mikla athygli. Mynd/Skjáskot Yfirvöld í Egyptalandi hafa handtekið tvo einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa hjálpað til við nektarmyndatöku danska ljósmyndarans Andreas Hvid á toppi Pýramídans mikla. Ljósmyndarinn er sagður hafa tekið nektarmyndir af sjálfum sér og konu á pýramídanum. Málið hefur vakið mikla athygli í Egyptalandi og er nú til rannsóknar hjá innanríkisráðuneyti landsins. Þá hafa margir Egyptar fordæmt athæfi ljósmyndarans. Á vef Hvid má sjá mynd þar sem hann liggur ofan á konu og eru þau bæði nakin. Í bakgrunni er einn af pýramídunum og sjálf virðast þau einnig liggja ofan á pýramída. Myndband sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum sýnir einnig hvernig Hvid og konan klifra upp á bygginguna en í því sést konan meðal annars klæða sig úr að ofan.Sagði athæfið vanvirðingu við siðferði almenningsRáðuneytið hefur nú tilkynnt að yfirvöld hafi handtekið konu og mann sem eru grunuð um að hafa hjálpað ljósmyndaranum við að hrinda myndatökunni í framkvæmd. Annars vegar er um að ræða mann sem á að hafa aðstoðað parið við að klífa upp á pýramídann og hins vegar konu sem á að hafa komið parinu í samband við þann mann. Ráðherra fornminja, Khaled al-Anani, lýsti myndatökunni sem vanvirðingu við siðferði almennings áður en hann vísaði málinu til ríkissaksóknara landsins. Þá fordæmdi hann myndirnar í ræðu á þinginu og sagði efnið vera klám auk þess sem hann lagði áherslu á það að klifra pýramídana væri ólöglegt. Yfirvöld rannsaka einnig hvort að myndin sem birst hefur af parinu sé fölsuð þar sem margir setja spurningamerki við það að fólkinu hafi tekist að komast fram hjá öryggisvörðum við pýramídana. Afríka Egyptaland Fornminjar Norðurlönd Tengdar fréttir Rannsaka hvort par hafi stundað kynlíf ofan á Pýramídanum mikla Egypsk yfirvöld rannsaka nú hvort danski ljósmyndarinn Andreas Hvid og ónefnd vinkona hans hafi gerst brotleg við lög 9. desember 2018 21:47 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Yfirvöld í Egyptalandi hafa handtekið tvo einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa hjálpað til við nektarmyndatöku danska ljósmyndarans Andreas Hvid á toppi Pýramídans mikla. Ljósmyndarinn er sagður hafa tekið nektarmyndir af sjálfum sér og konu á pýramídanum. Málið hefur vakið mikla athygli í Egyptalandi og er nú til rannsóknar hjá innanríkisráðuneyti landsins. Þá hafa margir Egyptar fordæmt athæfi ljósmyndarans. Á vef Hvid má sjá mynd þar sem hann liggur ofan á konu og eru þau bæði nakin. Í bakgrunni er einn af pýramídunum og sjálf virðast þau einnig liggja ofan á pýramída. Myndband sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum sýnir einnig hvernig Hvid og konan klifra upp á bygginguna en í því sést konan meðal annars klæða sig úr að ofan.Sagði athæfið vanvirðingu við siðferði almenningsRáðuneytið hefur nú tilkynnt að yfirvöld hafi handtekið konu og mann sem eru grunuð um að hafa hjálpað ljósmyndaranum við að hrinda myndatökunni í framkvæmd. Annars vegar er um að ræða mann sem á að hafa aðstoðað parið við að klífa upp á pýramídann og hins vegar konu sem á að hafa komið parinu í samband við þann mann. Ráðherra fornminja, Khaled al-Anani, lýsti myndatökunni sem vanvirðingu við siðferði almennings áður en hann vísaði málinu til ríkissaksóknara landsins. Þá fordæmdi hann myndirnar í ræðu á þinginu og sagði efnið vera klám auk þess sem hann lagði áherslu á það að klifra pýramídana væri ólöglegt. Yfirvöld rannsaka einnig hvort að myndin sem birst hefur af parinu sé fölsuð þar sem margir setja spurningamerki við það að fólkinu hafi tekist að komast fram hjá öryggisvörðum við pýramídana.
Afríka Egyptaland Fornminjar Norðurlönd Tengdar fréttir Rannsaka hvort par hafi stundað kynlíf ofan á Pýramídanum mikla Egypsk yfirvöld rannsaka nú hvort danski ljósmyndarinn Andreas Hvid og ónefnd vinkona hans hafi gerst brotleg við lög 9. desember 2018 21:47 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Rannsaka hvort par hafi stundað kynlíf ofan á Pýramídanum mikla Egypsk yfirvöld rannsaka nú hvort danski ljósmyndarinn Andreas Hvid og ónefnd vinkona hans hafi gerst brotleg við lög 9. desember 2018 21:47