Sara: Gott að vera komin aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2018 09:00 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir ánægð í mótslok. Mynd/Instagram/sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. Þetta var endurkoma fyrir Söru eftir að hún lenti í því að rifbeinsbrotna í miðri keppni á heimsleikunum í ágúst og varð þá að hætta keppni. Meiðslin voru mikil vonbrigði fyrir okkar konu enda hafði hún líklega aldrei verið í betra formi eða meira tilbúin að ná alla leið á heimsleikunum. Mótið í Dúbaí var góð prófraun á stöðu Söru eftir meiðslin og það er óhætt að segja að hún hafi staðið það próf með glans þótt að ekki hafi hún náð gullinu að þessu sinni. Sara endaði með 805 stig eða aðeins sex stigum frá öðru sætinu (Jamie Greene) og bara tólf stigum frá efstu konu sem var Samantha Briggs. Sara var að vinna á þær í lokin og náði sem dæmi í 190 stig af 200 mögulegum í síðustu tveimur greinunum. Það vantaði kannski bara eina grein í viðbót til að ná efsta sætinu. Í boði var sæti á heimsleikunum en Sara þarf nú að fara í gegnum undankeppnina til að komast aftur til Madison. Sara var mjög ánægð með endurkomuna og birti mynd af sér skælbrosandi á Instagram. „Gott að vera komin aftur,“ skrifaði Sara undir myndina af sér með verðlaunapeninginn og bikarinn sem hún fékk fyrir að ná þriðja sætinu. Sara er með 1,3 milljón fylgendur á Instagram og þeir hafa keppst við að líka við myndina og senda henni góðar kveðjur. Sara er þegar komin með yfir 83 þúsund hjörtu (like) við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramWow it is good to be back . .. ... @dxbfitnesschamp A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Dec 15, 2018 at 6:13pm PST CrossFit Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. Þetta var endurkoma fyrir Söru eftir að hún lenti í því að rifbeinsbrotna í miðri keppni á heimsleikunum í ágúst og varð þá að hætta keppni. Meiðslin voru mikil vonbrigði fyrir okkar konu enda hafði hún líklega aldrei verið í betra formi eða meira tilbúin að ná alla leið á heimsleikunum. Mótið í Dúbaí var góð prófraun á stöðu Söru eftir meiðslin og það er óhætt að segja að hún hafi staðið það próf með glans þótt að ekki hafi hún náð gullinu að þessu sinni. Sara endaði með 805 stig eða aðeins sex stigum frá öðru sætinu (Jamie Greene) og bara tólf stigum frá efstu konu sem var Samantha Briggs. Sara var að vinna á þær í lokin og náði sem dæmi í 190 stig af 200 mögulegum í síðustu tveimur greinunum. Það vantaði kannski bara eina grein í viðbót til að ná efsta sætinu. Í boði var sæti á heimsleikunum en Sara þarf nú að fara í gegnum undankeppnina til að komast aftur til Madison. Sara var mjög ánægð með endurkomuna og birti mynd af sér skælbrosandi á Instagram. „Gott að vera komin aftur,“ skrifaði Sara undir myndina af sér með verðlaunapeninginn og bikarinn sem hún fékk fyrir að ná þriðja sætinu. Sara er með 1,3 milljón fylgendur á Instagram og þeir hafa keppst við að líka við myndina og senda henni góðar kveðjur. Sara er þegar komin með yfir 83 þúsund hjörtu (like) við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramWow it is good to be back . .. ... @dxbfitnesschamp A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Dec 15, 2018 at 6:13pm PST
CrossFit Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira