Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2018 12:59 Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru á meðal þeirra sem sátu á Klaustur bar. Vísir/Vilhelm Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmannanna á Klausturbar í nóvember, mun ekki gefa skýrslu fyrir dómnum að sögn lögmanns hennar. Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir Báru við héraðsdóm klukkan þrjú. Af þingmönnunum sex sem áttu samræður á Klausturbar þann 20. nóvember síðastliðinn, þar sem ýmis ljót ummæli voru látin falla, eru það aðeins fjórir þingmenn Miðflokksins sem eru sóknaraðilar málsins. Þingfestingin fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter yfir þrjú í dag en aðspurð segir, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, að hún muni ekki gefa skýrslu fyrir dómi í dag. „Hún er bara aðili málsins og aðilaskýrslur fara ekki fram í svona máli en þetta mál varðar hagsmuni hennar og þess vegna er hún boðuð til að mótmæla eða gera hvað hún vill,“ segir Auður Tinna. Á þessum tímapunkti sé ekki beinlínis búið að höfða mál gegn Báru fyrir dómstólum. „Samkvæmt fréttum þá er búið að tilkynna hana til persónuverndar en við höfum ekki fengið nokkra vitneskju um að hún hafi verið kærð til lögreglu, kannski kemur það bara seinna, hver veit. Svo er þetta einkamál þriðji vettvangurinn sem kemur til álita.“ Engin vitni hafa verið boðuð fyrir dóminn á þessari stundu en verður það kannski gert síðar að sögn Auðar þar sem sóknaraðilar vilji fá að leiða fyrir dóm nokkur vitni, meðal annars skrifstofustjóra Alþingis, Dómkirkjuprest og rekstraraðila Klausturbars. Væntanlega sé það til að kalla eftir myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum í grennd við Klausturbar, séu þær til staðar. „Þetta er svona V-mál, svona vitnamál þar sem að gagnaðilar eru að íhuga, „ætlum við síðan á endanum að höfða venjulegt einkamál?“ segir Auður Tinna. Þá hafa í þrjú hundruð manns hafa boðað komu sína á samstöðufund með Báru við héraðsdóm klukkan þrjú í dag og yfir tvö þúsund hafa lýst áhuga á Facebook-viðburði samstöðufundarins. Í samtali við fréttastofu segir einn skipuleggjenda samstöðufundarins, að hann sé hugsaður sem eins konar þögul mótmæli til að sýna samstöðu með uppljóstrurum. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmannanna á Klausturbar í nóvember, mun ekki gefa skýrslu fyrir dómnum að sögn lögmanns hennar. Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir Báru við héraðsdóm klukkan þrjú. Af þingmönnunum sex sem áttu samræður á Klausturbar þann 20. nóvember síðastliðinn, þar sem ýmis ljót ummæli voru látin falla, eru það aðeins fjórir þingmenn Miðflokksins sem eru sóknaraðilar málsins. Þingfestingin fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter yfir þrjú í dag en aðspurð segir, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, að hún muni ekki gefa skýrslu fyrir dómi í dag. „Hún er bara aðili málsins og aðilaskýrslur fara ekki fram í svona máli en þetta mál varðar hagsmuni hennar og þess vegna er hún boðuð til að mótmæla eða gera hvað hún vill,“ segir Auður Tinna. Á þessum tímapunkti sé ekki beinlínis búið að höfða mál gegn Báru fyrir dómstólum. „Samkvæmt fréttum þá er búið að tilkynna hana til persónuverndar en við höfum ekki fengið nokkra vitneskju um að hún hafi verið kærð til lögreglu, kannski kemur það bara seinna, hver veit. Svo er þetta einkamál þriðji vettvangurinn sem kemur til álita.“ Engin vitni hafa verið boðuð fyrir dóminn á þessari stundu en verður það kannski gert síðar að sögn Auðar þar sem sóknaraðilar vilji fá að leiða fyrir dóm nokkur vitni, meðal annars skrifstofustjóra Alþingis, Dómkirkjuprest og rekstraraðila Klausturbars. Væntanlega sé það til að kalla eftir myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum í grennd við Klausturbar, séu þær til staðar. „Þetta er svona V-mál, svona vitnamál þar sem að gagnaðilar eru að íhuga, „ætlum við síðan á endanum að höfða venjulegt einkamál?“ segir Auður Tinna. Þá hafa í þrjú hundruð manns hafa boðað komu sína á samstöðufund með Báru við héraðsdóm klukkan þrjú í dag og yfir tvö þúsund hafa lýst áhuga á Facebook-viðburði samstöðufundarins. Í samtali við fréttastofu segir einn skipuleggjenda samstöðufundarins, að hann sé hugsaður sem eins konar þögul mótmæli til að sýna samstöðu með uppljóstrurum.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira