Flugvél snúið aftur til Keflavíkur vegna gruns um bilun Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2018 14:08 Engan sakaði um borð að sögn Guðjóns Helgasonar hjá Isavia. Vísir/Vilhelm Einkaflugvél sem tók á loft frá Keflavíkurflugvelli eftir hádegi í dag þurfti að snúa við og lenda aftur í Keflavík eftir að grunur vaknaði um bilun í nefhjóli vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við Vísi. Guðjón segir að fimm hafi verið um borð í flugvélinni sem lenti aftur á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Að sögn Guðjóns vaknaði grunur um að nefhjól flugvélarinnar væri í ólagi þegar vélin var nýkomin í loftið. Flugvélin hringsólaði í nokkurn tíma til að klára eldsneyti áður en henni var lent. Að sögn Guðjóns sakaði engan um borð. Ekki fengust upplýsingar um það hvort atvikið flokkaðist sem öryggislending. Þá segir Guðjón einhvern viðbúnað hafa verið á flugvellinum vegna atviksins.Uppfært klukkan 14:37: Flugvélin, sem er sjúkraflugvél, var enn á flugbrautinni á þriðja tímanum að sögn Guðjóns en verður dregin í stæði. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er komin á vettvang og rannsakar m.a. hvort skemmdir hafi orðið á nefhjólinu við lendingu. Flugbrautin er lokuð sem stendur en Guðjón segir þó engar tafir hafa orðið á Keflavíkurflugvelli vegna þessa. Flugvélin var á leið til Goosebay í Kanada þegar henni var snúið við en Guðjón segir þó að hvorki hafi verið um bráðatilfelli né sjúkraflutning að ræða. Guðjón veit jafnframt ekki betur en að flugið sé á vegum erlendra rekstraraðila. Fréttir af flugi Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Einkaflugvél sem tók á loft frá Keflavíkurflugvelli eftir hádegi í dag þurfti að snúa við og lenda aftur í Keflavík eftir að grunur vaknaði um bilun í nefhjóli vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við Vísi. Guðjón segir að fimm hafi verið um borð í flugvélinni sem lenti aftur á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Að sögn Guðjóns vaknaði grunur um að nefhjól flugvélarinnar væri í ólagi þegar vélin var nýkomin í loftið. Flugvélin hringsólaði í nokkurn tíma til að klára eldsneyti áður en henni var lent. Að sögn Guðjóns sakaði engan um borð. Ekki fengust upplýsingar um það hvort atvikið flokkaðist sem öryggislending. Þá segir Guðjón einhvern viðbúnað hafa verið á flugvellinum vegna atviksins.Uppfært klukkan 14:37: Flugvélin, sem er sjúkraflugvél, var enn á flugbrautinni á þriðja tímanum að sögn Guðjóns en verður dregin í stæði. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er komin á vettvang og rannsakar m.a. hvort skemmdir hafi orðið á nefhjólinu við lendingu. Flugbrautin er lokuð sem stendur en Guðjón segir þó engar tafir hafa orðið á Keflavíkurflugvelli vegna þessa. Flugvélin var á leið til Goosebay í Kanada þegar henni var snúið við en Guðjón segir þó að hvorki hafi verið um bráðatilfelli né sjúkraflutning að ræða. Guðjón veit jafnframt ekki betur en að flugið sé á vegum erlendra rekstraraðila.
Fréttir af flugi Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira