Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. desember 2018 08:00 Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins búast við 4 prósenta verðbólgu næstu 12 mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Verðbólguvæntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fara vaxandi samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. Gera þeir nú ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði fjögur prósent á næstu 12 mánuðum. Í síðustu könnun sem gerð var í september síðastliðnum bjuggust stjórnendurnir við þriggja prósenta verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að um sé að ræða rúmlega 30 prósenta hækkun milli kannana. Kjarasamningar á almennum markaði renna út um áramót en hægt hefur þokast í viðræðum aðila. „Sú staða spilar líka væntanlega saman við þetta því óvissa er eitur í beinum atvinnulífsins,“ segir Halldór. Hafa verðbólguvæntingar stjórnenda ekki verið meiri síðan í maí 2015 sem var í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú eru að renna út. Í könnuninni er mæld sérstök vísitala efnahagslífsins sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar. Sú vísitala lækkar töluvert milli kannanna og er nú svipuð og hún var sumarið 2014. Nú telur 31 prósent stjórnenda aðstæður góðar samanborið við 45 prósent í september og 70 prósent fyrir ári. 23 prósent telja aðstæður slæmar miðað við 12 prósent í september. Þá hafa væntingar til aðstæðna eftir sex mánuði aldrei mælst minni frá því að könnunin var fyrst gerð árið 2002. Nú telja 68 prósent stjórnenda að aðstæður versni en til samanburðar gerðu 24 prósent ráð fyrir því fyrir ári en 54 prósent í könnuninni í september. Aðeins fimm prósent stjórnenda telja að aðstæður muni batna næstu sex mánuði sem er svipað hlutfall og í september. Einnig er spurt um skort á starfsfólki og sögðust 15 prósent stjórnenda búa við slíkan skort í sínu fyrirtæki en 85 prósent stjórnenda sögðust ekki búa við skort á starfsfólki. Í fyrsta sinn frá árinu 2012 eru þeir stjórnendur fleiri sem búast við að innlend eftirspurn dragist saman á næstu sex mánuðum en þeir sem búast við vaxandi eftirspurn. Þannig býst 21 prósent stjórnenda við minni eftirspurn, 15 prósent búast við aukinni eftirspurn en 64 prósent búast við að hún haldist óbreytt. Í úrtaki könnunarinnar voru 428 fyrirtæki sem teljast stærst á landinu og er þá miðað við heildarlaunagreiðslur. Alls svöruðu stjórnendur hjá 206 fyrirtækjum eða 48 prósent af úrtakinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Verðbólguvæntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fara vaxandi samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. Gera þeir nú ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði fjögur prósent á næstu 12 mánuðum. Í síðustu könnun sem gerð var í september síðastliðnum bjuggust stjórnendurnir við þriggja prósenta verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að um sé að ræða rúmlega 30 prósenta hækkun milli kannana. Kjarasamningar á almennum markaði renna út um áramót en hægt hefur þokast í viðræðum aðila. „Sú staða spilar líka væntanlega saman við þetta því óvissa er eitur í beinum atvinnulífsins,“ segir Halldór. Hafa verðbólguvæntingar stjórnenda ekki verið meiri síðan í maí 2015 sem var í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú eru að renna út. Í könnuninni er mæld sérstök vísitala efnahagslífsins sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar. Sú vísitala lækkar töluvert milli kannanna og er nú svipuð og hún var sumarið 2014. Nú telur 31 prósent stjórnenda aðstæður góðar samanborið við 45 prósent í september og 70 prósent fyrir ári. 23 prósent telja aðstæður slæmar miðað við 12 prósent í september. Þá hafa væntingar til aðstæðna eftir sex mánuði aldrei mælst minni frá því að könnunin var fyrst gerð árið 2002. Nú telja 68 prósent stjórnenda að aðstæður versni en til samanburðar gerðu 24 prósent ráð fyrir því fyrir ári en 54 prósent í könnuninni í september. Aðeins fimm prósent stjórnenda telja að aðstæður muni batna næstu sex mánuði sem er svipað hlutfall og í september. Einnig er spurt um skort á starfsfólki og sögðust 15 prósent stjórnenda búa við slíkan skort í sínu fyrirtæki en 85 prósent stjórnenda sögðust ekki búa við skort á starfsfólki. Í fyrsta sinn frá árinu 2012 eru þeir stjórnendur fleiri sem búast við að innlend eftirspurn dragist saman á næstu sex mánuðum en þeir sem búast við vaxandi eftirspurn. Þannig býst 21 prósent stjórnenda við minni eftirspurn, 15 prósent búast við aukinni eftirspurn en 64 prósent búast við að hún haldist óbreytt. Í úrtaki könnunarinnar voru 428 fyrirtæki sem teljast stærst á landinu og er þá miðað við heildarlaunagreiðslur. Alls svöruðu stjórnendur hjá 206 fyrirtækjum eða 48 prósent af úrtakinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði