Lokanir í miðbænum á Þorláksmessu að venju Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. desember 2018 06:45 Frá friðargöngunni á Laugavegi á Þorláksmessu 2015. Fréttablaðið/Stefán „Stundum fer maður þótt maður eigi ekkert annað erindi en að upplifa stemninguna,“ segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, um andrúmsloftið sem jafnan er í miðbæ Reykjavíkur á Þorlákssmessu. Takmarkanir á umferð verða talsverðar í miðborginni á Þorláksmessu eins og oft áður og göngusvæðið stærra en jafnan. Frá klukkan ellefu verður Laugavegur lokaður frá Vatnsstíg og Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti og niður Bankastræti að Þingholtsstræti. Búist er við fjölda fólks í miðbæinn en Elfa segist ekki hafa á reiðum höndum hversu margir séu þar yfirleitt á Þorláksmessu. „En ef það er gott veður þá getur þetta alveg verið á við Menningarótt,“ segir hún. Og í gærkvöldi var veðurspáin býsna góð fyrir Þorláksmessukvöld í höfuðborginni, tveggja stiga hiti og hægur vindur klukkan 18.00. Sumir verslunareigendur hafa sett sig upp á móti götulokunum í miðbænum en Elfa telur það ekki eiga við um Þorláksmessu. „Það er bara svo mikil hefð fyrir því að fara gangandi niður Laugaveginn og um miðborgina á Þorláksmessu.“ Þegar líður að kvöldi verða lokanirnar umfangsmeiri því frá klukkan 18.00 ná þær að mótum Barónsstígs og Laugavegs, auk þess sem kaflinn frá Barónsstíg að Snorrabraut verður líka lokaður frá klukkan 17.00 til 18.00 vegna upphafs hinnar árlegu friðargöngu niður Laugaveg. Fyrir friðargöngunni stendur samstarfshópur ýmissa hreyfinga friðarsinna. Hún verður nú gengin í 39. árið í röð. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segist sérstaklega vilja minna á bílastæðahús sem stundum gleymist; við Vitatorg og undir Arnarhóli. Einnig benda borgaryfirvöld á almenningssamgöngur þennan dag. Auk hefðbundinna verslana sem hafa opið til klukkan ellefu er jólmarkaður starfandi í Hjartagarðinum. Á Ingólfstorgi geta þeir sprækustu brugðið undir sig betri fætinum á skautasvelli sem þar var nýlega sett upp. Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
„Stundum fer maður þótt maður eigi ekkert annað erindi en að upplifa stemninguna,“ segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, um andrúmsloftið sem jafnan er í miðbæ Reykjavíkur á Þorlákssmessu. Takmarkanir á umferð verða talsverðar í miðborginni á Þorláksmessu eins og oft áður og göngusvæðið stærra en jafnan. Frá klukkan ellefu verður Laugavegur lokaður frá Vatnsstíg og Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti og niður Bankastræti að Þingholtsstræti. Búist er við fjölda fólks í miðbæinn en Elfa segist ekki hafa á reiðum höndum hversu margir séu þar yfirleitt á Þorláksmessu. „En ef það er gott veður þá getur þetta alveg verið á við Menningarótt,“ segir hún. Og í gærkvöldi var veðurspáin býsna góð fyrir Þorláksmessukvöld í höfuðborginni, tveggja stiga hiti og hægur vindur klukkan 18.00. Sumir verslunareigendur hafa sett sig upp á móti götulokunum í miðbænum en Elfa telur það ekki eiga við um Þorláksmessu. „Það er bara svo mikil hefð fyrir því að fara gangandi niður Laugaveginn og um miðborgina á Þorláksmessu.“ Þegar líður að kvöldi verða lokanirnar umfangsmeiri því frá klukkan 18.00 ná þær að mótum Barónsstígs og Laugavegs, auk þess sem kaflinn frá Barónsstíg að Snorrabraut verður líka lokaður frá klukkan 17.00 til 18.00 vegna upphafs hinnar árlegu friðargöngu niður Laugaveg. Fyrir friðargöngunni stendur samstarfshópur ýmissa hreyfinga friðarsinna. Hún verður nú gengin í 39. árið í röð. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segist sérstaklega vilja minna á bílastæðahús sem stundum gleymist; við Vitatorg og undir Arnarhóli. Einnig benda borgaryfirvöld á almenningssamgöngur þennan dag. Auk hefðbundinna verslana sem hafa opið til klukkan ellefu er jólmarkaður starfandi í Hjartagarðinum. Á Ingólfstorgi geta þeir sprækustu brugðið undir sig betri fætinum á skautasvelli sem þar var nýlega sett upp.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira