Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2018 08:15 Ákveðið var að vísa Ólafi og Karli Gauta úr Flokki fólksins. Fréttablaðið/Stefán Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. Bergþór Ólason fer sömu leið. Tveir þingmenn Flokks fólksins reknir úr flokknum.Alþingi Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, eru farnir í leyfi um óákveðinn tíma og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafa verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar þess að hljóðupptaka af samtali þeirra við drykkju á barnum Klaustri rataði til fjölmiðla. Tveir þingmenn eru því eftir í þingflokki Flokks fólksins eftir vendingar gærdagsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tjáði flokksfólki sínu þá niðurstöðu í gær að Gunnar Bragi og Bergþór ætluðu sér að stíga til hliðar. Ekki er í bréfi Sigmundar tiltekið hversu lengi þeir félagar ætla að sitja í launalausu leyfi. Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir Gunnar Braga og Bergþór geta líkast til átt afturkvæmt. „Ég myndi alveg halda að þeir gætu átt afturkvæmt í stjórnmál. Það skiptir hins vegar máli hvaða vinna á að fara fram á meðan þeir eru í leyfi. Ef það er bara þannig að þeir eru sendir í leyfi og ekkert gerist þá gætu þeir átt erfitt,“ segir Eva Heiða. „Mögulega mun forsætisnefnd taka málið fyrir og vega og meta hvort siðareglur hafi verið brotnar. Svo þarf að vinna með þá niðurstöðu. Ef það ferli fer af stað gætu þingmennirnir sagt að búið sé að gera upp málin og þeir ættu því afturkvæmt.“ Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason eru ekki lengur í Flokki fólksins og óskað verður eftir því að þeir hætti í þingflokknum sömuleiðis. Þó eftir standi aðeins tveir einstaklingar í Flokki fólksins getur sá þingflokkur starfað sem slíkur. Hins vegar geta Ólafur og Karl Gauti ekki stofnað nýjan þingflokk og þurfa þá að sitja utan þingflokks eða fara inn í annan. Eva Heiða segir að á einhvern hátt séu Ólafur og Karl Gauti dæmdir til áhrifaleysis í þeirri stöðu sem þeir eru í núna. „Þeir náttúrulega verða ekki í neinni stöðu til að koma málum í gegn og eru búnir að missa þennan samtakamátt. Í þeirra dæmi snýst þetta fyrst og fremst um traust milli þingmanna. Ólafs og Karls Gauta annars vegar og svo hinna þingmannanna.“ Þeir kumpánar Ólafur og Karl Gauti eiga rétt á setu í þingnefnd en ekki er vitað í hvaða nefndum það verður. Líklegt þykir að nokkur kapall fari af stað í næstu viku við að raða niður í fastanefndir þingsins. Hvorki náðist í Karl Gauta Hjaltason né Ólaf Ísleifsson við vinnslu fréttarinnar. Ekki náðist heldur í Gunnar Braga Sveinsson eða Bergþór Ólason. Af þeim þingmönnum Miðflokksins sem voru á upptökunum sem fjallað hefur verið um síðustu daga hefur aðeins Anna Kolbrún Árnadóttir sagst velta sinni stöðu fyrir sér. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. Bergþór Ólason fer sömu leið. Tveir þingmenn Flokks fólksins reknir úr flokknum.Alþingi Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, eru farnir í leyfi um óákveðinn tíma og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafa verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar þess að hljóðupptaka af samtali þeirra við drykkju á barnum Klaustri rataði til fjölmiðla. Tveir þingmenn eru því eftir í þingflokki Flokks fólksins eftir vendingar gærdagsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tjáði flokksfólki sínu þá niðurstöðu í gær að Gunnar Bragi og Bergþór ætluðu sér að stíga til hliðar. Ekki er í bréfi Sigmundar tiltekið hversu lengi þeir félagar ætla að sitja í launalausu leyfi. Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir Gunnar Braga og Bergþór geta líkast til átt afturkvæmt. „Ég myndi alveg halda að þeir gætu átt afturkvæmt í stjórnmál. Það skiptir hins vegar máli hvaða vinna á að fara fram á meðan þeir eru í leyfi. Ef það er bara þannig að þeir eru sendir í leyfi og ekkert gerist þá gætu þeir átt erfitt,“ segir Eva Heiða. „Mögulega mun forsætisnefnd taka málið fyrir og vega og meta hvort siðareglur hafi verið brotnar. Svo þarf að vinna með þá niðurstöðu. Ef það ferli fer af stað gætu þingmennirnir sagt að búið sé að gera upp málin og þeir ættu því afturkvæmt.“ Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason eru ekki lengur í Flokki fólksins og óskað verður eftir því að þeir hætti í þingflokknum sömuleiðis. Þó eftir standi aðeins tveir einstaklingar í Flokki fólksins getur sá þingflokkur starfað sem slíkur. Hins vegar geta Ólafur og Karl Gauti ekki stofnað nýjan þingflokk og þurfa þá að sitja utan þingflokks eða fara inn í annan. Eva Heiða segir að á einhvern hátt séu Ólafur og Karl Gauti dæmdir til áhrifaleysis í þeirri stöðu sem þeir eru í núna. „Þeir náttúrulega verða ekki í neinni stöðu til að koma málum í gegn og eru búnir að missa þennan samtakamátt. Í þeirra dæmi snýst þetta fyrst og fremst um traust milli þingmanna. Ólafs og Karls Gauta annars vegar og svo hinna þingmannanna.“ Þeir kumpánar Ólafur og Karl Gauti eiga rétt á setu í þingnefnd en ekki er vitað í hvaða nefndum það verður. Líklegt þykir að nokkur kapall fari af stað í næstu viku við að raða niður í fastanefndir þingsins. Hvorki náðist í Karl Gauta Hjaltason né Ólaf Ísleifsson við vinnslu fréttarinnar. Ekki náðist heldur í Gunnar Braga Sveinsson eða Bergþór Ólason. Af þeim þingmönnum Miðflokksins sem voru á upptökunum sem fjallað hefur verið um síðustu daga hefur aðeins Anna Kolbrún Árnadóttir sagst velta sinni stöðu fyrir sér.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira